Morgunblaðið - 29.11.2016, Side 1

Morgunblaðið - 29.11.2016, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  280. tölublað  104. árgangur  TÍMAMÓT HJÁ JÓNI BENEDIKT GRÆJUR VIÐ MARGVÍSLEG TÆKIFÆRI NÝ PLATA ELÍZU NEWMAN 16 SÍÐNA SÉRBLAÐ STRAUMHVÖRF 30ÍÞRÓTTIR  Sjaldgæf stytta eftir listamann- inn Guðmund frá Miðdal verður boðin upp í Gall- eríi Fold í Reykjavík þriðjudaginn 6. desember nk. Styttan er met- in á 300-400 þús- und krónur en að sögn Guðmundar Einarssonar, sonarsonar Guð- mundar frá Miðdal, er um að ræða styttu sem afkomendur listamanns- ins vissu ekki að væri til. Guðmundur segir það hafa komið fjölskyldunni á óvart þegar styttan kom fram því ekkert hafi fundist í Listvinahúsinu, þar sem mót Guð- mundar hafa verið geymd. »6 Sjaldgæf stytta eftir Guðmund frá Miðdal á uppboði Húnar Styttan fágæta er fundin. Sjávarútvegur » Til tals hefur komið að hóp- ur sérfræðinga frá öllum flokk- um vinni í sameiningu að kerf- isbreytingum í sjávarútvegi. » Evrópumálin yrðu jafnvel af- greidd af Alþingi. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Enn liggur ekki fyrir hvaða flokkar munu hefja formlegar stjórnar- myndunarviðræður, eða hvenær. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins notuðu formenn Sjálf- stæðisflokks, VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar helgina til þess að ræða óformlega saman, en aldrei öll fjögur saman. Framsóknarflokkurinn og Sam- fylkingin munu hafa verið meira á hliðarlínunni, en þó einnig átt í sam- tölum við fulltrúa annarra flokka. Í gær var helst búist við því að formlegar viðræður myndu innan tíðar hefjast á milli Sjálfstæðis- flokks, Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar. Það sem sagt var standa í vegi fyrir því voru efasemdir for- manna Sjálfstæðisflokks og Bjartr- ar framtíðar um að það nægði að hafa eins þingmanns meirihluta í slíkri ríkisstjórn. Þá var á það bent að reyna mætti að fá VG að slíku samningaborði, því Viðreisn hefur alfarið hafnað því að vinna með Framsóknarflokkn- um. Engin staðfesting fékkst á því að það stæði til, en viðmælendur vildu ekki heldur útiloka þann möguleika. Mjakast örlítið í viðræðum  Andinn milli stjórnmálaflokkanna sagður orðinn afslappaðri  Talið ljóst að menn séu reiðubúnir að slá af ýtrustu kröfum  Línur sagðar skýrast í dag MFormenn halda spilum … »6 Fyrirhugað er að byggja vatnsátöpp- unarverksmiðju í Borgarfirði eystra. Stofnað hefur verið fyrirtækið Vatn- works Iceland ehf. um verkefnið. Unnið hefur verið að verkefninu síðastliðna 18 mánuði og eru menn bjartsýnir á að það gangi upp, segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, verk- efnisstjóri og eigandi fyrirtækisins, ásamt athafnamanninum Pawan Mul- kikar frá Indlandi. Pawan kom á Borgarfjörð fyrir þremur árum sem ferðamaður í 5 daga gönguferð og hreifst af náttúrunni og samfélaginu. Síðan hefur hann í samvinnu við heimamenn unnið að framþróun verkefnisins og komið reglulega til Íslands. Ef áætlanir ganga eftir gætu í upphafi orðið til 6- 10 heilsársstörf í litlu samfélagi sem Borgarfjarðarhreppur er. Íbúar eru skráðir 124 en 80-90 manns hafa þar vetrarsetu. Athafnalífið er ein- hæft, ferðaþjónusta og útgerð. Að sögn Arngríms verður líklega byrjað að byggja 1.000 fermetra hús þar sem átöppun fer fram. Þar verða einnig skrifstofa og birgðageymslur. Vatnið verður flutt til útskipunar á Reyðarfirði, sem er rúmlega 100 kíló- metra leið. Flutningaskip geta ekki lagt að bryggju í Borgarfirði. Kostnaðaráætlun er ennþá í vinnslu en ljóst að heildarkostnaður við verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. sisi@mbl.is »14 Áforma vatnsverksmiðju  Indverskur athafnamaður hreifst af Borgarfirði eystra Bakkagerði Frá Borgarfirði eystra. Vetrarsólin lék við hvurn sinn fingur í Hafnar- fjarðarhöfninni í gær á meðan fjöldi báta lá við bryggju á spegilsléttum sjónum og naut sólbaðs- ins. Það mun þó ganga á með éljum næstu daga suðvestan til á landinu og hiti verður í kringum frostmark. Í kvöld verður snjókoma og síðar slydda eða rigning sunnan- og vestanlands með hlýindum. Sólin hefur því vonandi ekki sagt sitt síðasta fyrir mestu vetrarhörkurnar. Vetrarsól í Hafnarfjarðarhöfn Morgunblaðið/Árni Sæberg Skattbyrði á Ís- landi er sú þriðja mesta í Evrópu og er einungis í Danmörku og Svíþjóð meiri skattbyrði en hér á landi. Þetta má lesa út úr nýjum tölum frá Hag- stofu Evrópu, Eurostat, að teknu tilliti til fyrirkomulags lífeyr- isgreiðslna. Sé hlutfallið leiðrétt samkvæmt því þá nam það 33,1% ár- ið 2015, samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. „Skattbyrði á Íslandi er mikil samanborið við aðrar þjóðir þegar leiðrétt er fyrir því að á Íslandi er sjóðsöfnunarkerfi en ekki gegnum- streymiskerfi eins og í flestum lönd- um í kringum okkur,“ segir Ólafur Garðar Halldórsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, í sam- tali við Morgunblaðið. »16 Skattbyrði á Íslandi sú þriðja mesta Peningar Skattar eru háir hérlendis.  Tölur Eurostat Tilkynningar um klamydíusmit eru hlutfallslega nærri því þrefalt fleiri hér á landi en að meðaltali í Evr- ópu. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD, um heilbrigðisþjón- ustu og heilsufar í þeim löndum sem eiga aðild að stofnuninni. Dan- ir eru eina þjóðin þar sem tilkynn- ingar um klamydíusmit eru hlut- fallslega fleiri en hér. Í skýrslunni segir m.a. að þrír af hverjum fjórum fullorðnum Íslend- ingum telji sig vera við mjög góða eða góða heilsu og er þetta hlutfall með því hæsta sem mælist meðal OECD-þjóða. Þar kemur einnig fram að Ísland er það land þar sem ungbarnadauði mælist minnstur, hér er hann 1,7 á hver 1.000 lifandi fædd börn en OECD-meðaltalið er 3,8 börn. Mest- ur er ungbarnadauðinn í Rúmeníu þar sem hann er 8,4 á hver 1.000 fædd börn. Í skýrslunni segir enn- fremur að hér á landi séu 90% 1 árs barna bólusett við barnaveiki, stíf- krampa og kíghósta. Það sé undir meðaltalstölum OECD sem eru 96% barna. annalilja@mbl.is »20 Ísland í öðru sæti á klamydíulista OECD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.