Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 Sogavegi 3 Höfðabakka 1 Sími 555 2800 SMÁLÚÐUFLÖK STÓRLÚÐUSTEIKUR 1.990 kr.kg Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. taka nótina og gestirnir fylgst með af áhuga. Skíðaferðir síðar í vetur Mikið er um erlenda ferðamenn í Norður-Noregi á veturna. Norður- sigling hefur komið sér upp sölu- skrifstofu í miðbænum í samvinnu við norskt fyrirtæki sem býður upp á hundasleðaferðir og heimasíða hef- ur verið sett upp. Eftir að hvalatímanum lýkur, um miðjan mars, verða Ópal og skútan Hildur gerð út í lengri skíðaferðir í Lyngdalsölpunum. Þá er fyrirhugað að vera með skíðaferðir á Svalbarða í maí og júní. Þannig er fyrirtækið að feta sig áfram á nýjum markaði, að sögn Agnesar. norðurleið stoppa í fjóra tíma um miðjan daginn og býður Hurtigruten upp á ýmsa afþreyingu á þeim tíma. Hvalaskoðun með rafknúnu skonn- ortunni Ópal er þar á meðal. „Þetta er tveggja tíma hljóðlát hvalaskoðun í myrkri,“ segir Agnes. Mikið er af hval í nágrenni bæjarins, háhyrn- ingar og hnúfubakar. Háhyrning- arnir eru að elta síldartorfur. Reynt er að finna þá með því að hafa þögn um borð og renna á hljóðið. Síðan eru þeir skoðaðir með aðstoð ljós- kastara. Agnes segir að þetta hafi reynst skemmtileg upplifun fyrir gestina. Hún nefnir að í fyrradag hafi verið farið út í hríð og vondu veðri. Tugur háhyrninga hafi sést í kringum síldveiðiskip sem var að Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Grunnskólakennarar ætla að ganga út kl. 12.30 á morgun, miðvikudag, ef ekki verður búið að semja við kennara. Þetta sagði Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla, á fjölmennum samstöðufundi í Iðnó í gær. Félag tónlistarkennara efndi til samstöðufundarins með grasrót- arhreyfingu grunnskólakennara. Mikill hiti var í fundargestum og baráttugleði áberandi, þar sem hvatt var til áframhaldandi sam- stöðu kennara. Söngvararnir Diddú og Kristján Jóhannsson fóru á svið, að því er virtist til að syngja, en gerðu það ekki, aldrei þessu vant. Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari hóf forspilið að dúettinum Libbi- amo úr La Traviata en hætti í því miðju. Vildu þau með þessum gjörningi sýna hvernig tilveran væri ef tónlistar nyti ekki við. Fram kom á fundinum að tónlist- arkennarar væru með 85% af laun- um grunnskólakennara, en þeir fyrrnefndu hafa verið samnings- lausir síðustu 13 mánuði. „Það er dapurlegt að mikilvægi kenn- arastarfsins endurspeglist ekki í launum,“ sagði Júlíana Rún Indr- iðadóttir tónlistarkennari. Meðal þeirra sem fluttu ræðu í Iðnó var Gunnar Helgason, rithöf- undur og leikari. Þakkaði hann þeim kennurum sem hefðu haft mikil áhrif á hann í gegnum tíðina. Fullyrti Gunnar að hann hefði ekki orðið rithöfundur nema fyrir til- stilli góðra kennara. Samninganefndir grunnskóla- kennara og sveitarfélaga hafa verið boðaðar til fundar hjá ríkis- sáttasemjara í dag. Kennarar ætla að ganga út á morg- un ef ekki semst  Fjölmennur samstöðufundur tónlist- ar- og grunnskólakennara í Iðnó í gær Morgunblaðið/Ófeigur Iðnó Frá samstöðufundi tónlistar- kennara og grunnskólakennara. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Okkur finnst þetta vera ansi mikil aukning í notkun á Oxýcódon, sem flokkað er sem sterkur ópíóði, en töfluformið er u.þ.b. helmingi sterk- ara en morfín,“ segir Ólafur B. Ein- arsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, við blaðið. Vísar hann í máli sínu til þess að ár- ið 2015 jókst fjöldi þeirra sem nota Oxýcódon, sem margir þekkja undir heitinu kontalgen, um 29,5% frá árinu 2014. Fjölgaði neytendum því um 462 einstaklinga á milli ára. „Við höfum talsverðar áhyggjur af þessu og erum við t.a.m. að sjá þetta í fólki sem látist hefur vegna lyfjaeitr- ana, en það eru einstaklingar sem ekki fengu lyfinu ávísað,“ segir Ólafur B. og heldur áfram: „Í 12 síðustu matsgerðum sem við skoðum er Ox- ýcódon talið vera meginorsök and- látsins í fimm tilfellum.“ Þá varð einnig um 8% aukning milli ára sama tímabil í fjölda þeirra sem fengu Parkódín forte og 6,5% í fjölda þeirra sem fengu Parkódín. Aðspurð- ur segir Ólafur B. marga þætti hafa áhrif á þessa auknu neyslu verkja- lyfja. Einn þeirra gæti tengst löngum biðlistum eftir hinum ýmsu stoðkerf- isaðgerðum, en stór hluti þeirra sem fá ávísað sterkum verkjalyfjum eru einstaklingar sem komnir eru yfir miðjan aldur. Fórna nemar dómgreindinni? Greint hefur verið frá því að nem- endur við Háskóla Íslands segjast hafa orðið varir við „töluverða“ mis- notkun örvandi lyfja meðal íslenskra háskólanema. Er þá einkum átt við lyfseðilsskylda lyfið Concerta sem gefið er þeim sem glíma við athygl- isbrest með ofvirkni (ADHD). Eru þessir nemendur sagðir nota lyfið m.a. til að auka einbeitingu og minnka svefnþörf. „Þetta er örvandi lyf og uppi eru misjafnar getgátur um hvort það hjálpi þeim sem ekki eru með ADHD. Sumir segja það auka ein- beitingu, en það er spurning hvort einstaklingur, sem ekki þarf á þessu að halda, haldi óskertri dómgreind.“ Aukin lyfjanotkun veldur áhyggjum  Notkun á verkjalyfinu Oxýcódon rauk upp á skömmum tíma  Er oft talið meginorsök andláts þegar um lyfjaeitrun er að ræða  Langir biðlistar eftir stoðkerfisaðgerðum gætu tengst aukinni notkun lyfja Verkjalyf » Árið 2015 leystu 39.437 manns út Parkódín, en þeir voru 37.022 árið 2014. » Þeim sem leystu út Parkód- ín forte fjölgaði um 1.783 á milli ára. » Neytendur Oxýcódons fóru úr 1.567 einstaklingum í 2.029. Skonnortan Ópal gengur fyrir rafmagni og vindi. Norðursigling tók hana í notkun eftir miklar breytingar sumarið 2015. Skipið er útbúið með rafmótor og notar mestmegnis rafmagn úr landi og eru geymarnir hlaðnir yfir nóttina. Er því rafmagn frá virkjunum í landi notað til að knýja hana áfram og varð hún fyrsta skipið sem siglir fyrir rafmagni frá Landsvirkjun. Einnig eru seglin nýtt og umframorka skrúfunnar til að framleiða rafmagn inn á geymana, þegar aðstæður gefast. Rafmót- orinn er afar hljóðlátur. Umhverfisvæn sigling FYRSTA RAFSKIPIÐ Í FERÐAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Boðið er upp á hvalaskoðun í myrkri með íslenskum hvalaskoðunarbátum sem gerðir eru út frá Tromsø í Nor- egi. Dagurinn er stuttur í Norður- Noregi. Farið er í myrkri á rafknúnu skonnortunni Ópal og leitað að hvöl- um. Gestir geta síðan skoðað þá í birtu frá ljóskösturum. Hefur þessi nýjung í ferðaþjónustu vakið athygli í Noregi. Norðursigling á Húsavík hefur stofnað dótturfyrirtæki í Noregi og hófst reksturinn formlega síðastlið- inn föstudag. Boðið er upp á nokkrar ferðir á dag, hvalaskoðun í birtu að morgninum og norðurljósaskoðun að kvöldi. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli er þó samstarfið við Hurtigruten og síðdegisferðin sem er í boði fyrir gesti þeirra. Dags- birtan er horfin þegar strand- ferðaskip Hurtigruten staldra við í Tromsø og segir Agnes Árnadóttir framkvæmdastjóri að því þurfi að leita annarra leiða til að finna hval- ina. „Það er mikill heiður að fá að vinna með fyrirtæki eins og Hurtig- ruten. Það var stofnað árið 1893 og annast siglingar með ströndum Nor- egs.“ Stór skip fyrirtækisins koma dag- lega við í Tromsø, bæði á suðurleið og norðurleið. Skipin sem eru á Ljósmynd/Ørjan Bertelsen Skonnorta Farþegar Hurtigruten og aðrir ferðamenn í Tromsø eiga kost á hvalaskoðun um borð í rafbátnum Ópal. Farþegum boðið að skoða hvali í myrkri  Norðursigling í samvinnu við Hurtigruten í Tromsø

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.