Morgunblaðið - 29.11.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Hátt í 20 íslensk sprotafyrirtæki
munu taka þátt í ráðstefnunni, en
um er að ræða eina stærstu tækni-
og sprota-
ráðstefnu í Evr-
ópu.“
Þetta segir Sal-
óme Guðmunds-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Icelandic Start-
ups, í samtali við
Morgunblaðið, en
í máli sínu vísar
hún til ráðstefn-
unnar Slush sem
fram fer í Helsinki dagana 30. nóv-
ember til 1. desember næstkomandi.
Salóme segir Icelandic Startups
og Íslandsstofu, í samstarfi við Slush
og íslenska sendiráðið í Finnlandi,
standa fyrir sendiferð frumkvöðla,
fjárfesta og fjölmiðla á ráðstefnuna.
Tilgangur ferðarinnar er að vekja
athygli á fjölbreyttum sprotafyrir-
tækjum og umhverfi þeirra hér á
landi, en jafnframt „að auka tengsl á
milli fjárfesta og þeirra aðila sem
fóstra grasrót frumkvöðla á Norður-
löndum,“ að því er fram kemur í til-
kynningu frá Icelandic Startups.
„Ráðstefna sem þessi veitir
sprotafyrirtækjum einstakt tæki-
færi til að tengjast fjölmiðlum og
fjárfestum. Til Helsinki koma fjár-
festar hvaðanæva úr heiminum og
reyna frumkvöðlarnir því að mæta
vel undirbúnir til leiks,“ segir Sal-
óme og bendir á að yfir 40 Íslend-
ingar muni sækja ráðstefnuna.
Aðspurð segir Salóme viðburð
sem þennan afar mikilvægan fyrir
frumkvöðla. „Ef menn mæta vel
undirbúnir og með skýr markmið, þá
kemur oft eitthvað gott út úr því.
Svona ráðstefna er oft mikill inn-
blástur enda mjög gaman að sjá
hvað sprotafyrirtæki annars staðar í
heiminum eru að gera.“
15.000 manns mæta á Slush
Íslenska leikjafyrirtækið Porce-
lain Fortress er eitt af þeim 100 al-
þjóðlegu sprotafyrirtækjum sem
valin voru til að kynna viðskipta-
hugmynd sína á sviði á ráðstefnunni.
„Þeir fá þarna einstakt tækifæri
til að kynna starfsemi sína fyrir
gestum ráðstefnunnar, sem verða
um 15.000 talsins,“ segir Salóme.
Á meðal þeirra Íslendinga sem
taka þátt í dagskrá Slush má nefna
Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskr-
ar erfðagreiningar, Davíð Helgason,
stofnanda fjárfestasjóðsins Nordic
Makers, og Sigurð Ásgeir Árnason,
stofnanda Drexler.
Sprotar fjölmenna á Slush
Ein stærsta tækni- og sprotaráðstefna Evrópu hefst á morgun Hátt í 20 ís-
lensk sprotafyrirtæki munu taka þátt Mikilvægt að mæta undirbúinn til leiks
Morgunblaðið/Ófeigur
Frumkvöðlar Frá Slush-ráðstefnu er tók fyrir sýndarveruleika nýverið.
Salóme
Guðmundsdóttir
Gunnar H. Eyjólfsson leikari var jarðsunginn frá
Kristskirkju í Landakoti í gær. Séra Hjalti Þor-
kelsson jarðsöng. Söngvararnir Alina Dubik og
Hallveig Rúnarsdóttir sungu við athöfnina
ásamt Kammerkór Neskirkju. Ingvar E. Sig-
urðsson leikari las úr Pétri Gaut og Sveinn Ein-
arsson flutti minningarorð.
Líkmenn voru, talið aftan frá, Jóhannes Hall-
dórsson og Bjarni Halldórsson, Bragi Björnsson
og Stefán Baldursson, Baltasar Kormákur og
Kristbjörg Kjeld og loks Kristján Arason og
Kjartan Ólafsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útför Gunnars H. Eyjólfssonar leikara
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stjórnandi öryggis- og umhverfis-
mála hjá United Silicon vonast til að
ljósbogaofn kísilmálmverksmiðjunn-
ar í Helguvík verði kominn í fullan
rekstur á næstu dögum. Þá verði
framleiðslan algerlega lyktarlaus.
Mælingar sýna að mengun er langt
undir viðmiðunarmörkum og þótt
Umhverfisstofnun fylgist vel með
þróun mála hefur ekki þótt ástæða
til að bregðast sérstaklega við kvört-
unum íbúa í nágrenninu.
Byrjað var að þurrka ofn verk-
smiðjunnar 11. nóvember. Það var
gert með timbri. Það skapaði viðar-
bruna með tilheyrandi reyk og lykt
sem ekki má fara í gegnum hreinsi-
virki verksmiðjunnar. Kristleifur
Andrésson, stjórnandi öryggis- og
umhverfismála, tekur fram að ein-
göngu hafi verið notað hreint timbur
þannig að reykurinn hafi verið
hættulaus.
Eftir 50 klukkutíma hitun með
timbri var kveikt á ofninum. Byrjað
var á lágmarks straumstyrk en auk-
ið smám saman við. Kristleifur segir
að ofninum sé stýrt með flóknum
tölvubúnaði sem þurfi að stilla. Á
ýmsu hafi gengið með það og enn sé
ekki kominn fullur straumstyrkur á
ofninn. Þegar ofninn kemst í fullan
rekstur verði framleiðslan algerlega
lyktarlaus. Kristleifur leggur
áherslu á að þrátt fyrir byrjunarörð-
ugleika við uppkeyrslu ofnsins hafi
engin skaðleg efni sloppið út í and-
rúmsloftið. Það sýni mengunarmæl-
ingar.
Enn kvartað
Umhverfisstofnun hefur fylgst
með þróuninni í Helguvík vegna
kvartana sem borist hafa, sérstak-
lega fyrir viku. Sigríður Kristjáns-
dóttir teymisstjóri segir að talið hafi
verið fyrir helgi að brunalyktin frá
verksmiðjunni væri að minnka. Þá
var það samdóma álit Umhverfis-
stofnunar og sóttvarnalæknis að
ekki væri ástæða til að grípa til sér-
stakra aðgerða núna en áfram yrði
fylgst með. Sigríður tekur fram að
aftur hafi farið að berast kvartanir
um helgina og verið sé að kanna
þær.
Fulltrúar frá Umhverfisstofnun
munu funda með bæjarráði Reykja-
nesbæjar um málið næstkomandi
fimmtudag.
Sérfræðingar frá framleiðendum
búnaðar og starfsmenn sambæri-
legrar verksmiðju í Evrópu vinna
með starfsmönnum United Silicon
að gangsetningu verksmiðjunnar og
þjálfun starfsmanna. Kristleifur seg-
ir að ekkert í þessu ferli hafi komið
þeim á óvart. Það séu svo margir
þættir sem þurfi að stilla saman.
Kristleifur tekur fram að heilsufar
starfsmanna sé mjög gott. Enginn
hafi kvartað undan óþægindum
vegna mengunar.
Ofninn að komast í fullan rekstur
Framleiðsla í kísilmálmverksmiðju United Silicon á að verða lyktarlaus þegar ofninn nær fullum hita
Mælingar sýna að þrátt fyrir byrjunarörðugleika er mengun í Helguvík undir viðmiðunarmörkum
Kísilmálmur Verksmiðja United
Silicon meðan á byggingu stóð.
Utanríkisráðu-
neytið ætlar að
greiða íslenskum
fjölmiðli 10 millj-
ónir króna til að
fjalla um þróun-
armál í eitt ár. Á
vef Ríkiskaupa er
auglýst eftir um-
sækjendum, en
ekki er um formlegt útboð að ræða.
Tilgangurinn er sagður sá að auka
umfjöllun frjálsra fjölmiðla um þró-
unarmál.
Í lýsingu verkefnisins kemur fram
að stjórnvald sem fari með opinbera
þróunarsamvinnu hafi ríkar skyldur
um upplýsingagjöf um málaflokkinn.
Þessar skyldur taki einkum til þess
að upplýsa hvernig skattfé sé varið
og hvaða árangur hafi náðst.
Verkefnið er sagt til reynslu í eitt
ár með áskilnaði um framlengingu
tvisvar til eins árs í senn. Þeir sem
bjóða vilja í verkefnið þurfa að vera
fréttamiðlar á íslenskum fjölmiðla-
markaði og reka vefmiðil með að lág-
marki 120 þúsund flettingar á viku.
Þá eru einnig kröfur um fjölda
frétta, en birta þarf að lágmarki 60
fréttir um þróunarmál mánaðarlega
og fjórar fréttaskýringar á mánuði.
Greiða fjöl-
miðlum fyrir
umfjöllun
Jafnaðarmenn
og Sjálfstæðis-
flokkurinn stofn-
uðu til meiri-
hlutasamstarfs í
bæjarstjórn
Fjallabyggðar í
gærkvöldi. Mál-
efnasamning-
urinn milli
flokkanna
tveggja var sam-
þykktur af Jafnaðarmannafélagi
Fjallabyggðar og fulltrúaráði
Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð.
Steinunn María Sveinsdóttir,
oddviti Jafnaðarmanna, verður
áfram formaður bæjarráðs og
Helga Helgadóttir, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, verður forseti
bæjarstjórnar. Þá verður Gunnar
I. Birgisson áfram bæjarstjóri
Fjallabyggðar. Meirihluti Jafn-
aðarmanna og Fjallabyggðarlist-
ans féll á dögunum þegar Kristinn
Kristjánsson, fulltrúi F-listans,
gekk úr samstarfinu. Jafn-
aðarmenn báru við trúnaðarbresti
á meðan Kristinn segir vegið að
æru sinni og að hann muni tjá sig
betur um málið síðar.
laufey@mbl.is
Jafnaðarmenn og
Sjálfstæðisflokkur
saman í Fjallabyggð
Gunnar I.
Birgisson