Morgunblaðið - 29.11.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 29.11.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 booking@hotelork.is | www.hotelork.is Gjafabréf áHótel Örk Notaleg upplifun í sveitasælunni á Hótel Örk er tilvalin jólagjöf Andrew Roberts, sagnfræðingurog blaðamaður, skrifaði grein í The Daily Telegraph í gær og furðaði sig á viðbrögðum leiðtoga Vesturlanda við fregnum af and- láti Fidels Castro. Roberts gagn- rýndi að leiðtogar lýðræðisríkja skuli ekki geta sagt opinskátt hvað illir einræðisherrar á borð við Castro hafi verið; margfaldir mann- réttindabrjótar, kvalarar og harð- stjórar.    Hann benti á aðundirsátar harðstjórans hafi, samkvæmt Am- nesty International, hneppt 8.600 manns í fangelsi af pólitískum ástæðum, og það aðeins á síðasta ári.    Þrátt fyrir þetta hafi leiðtogarheimsins logið til um hvers konar maður þessi harðstjóri hafi raunverulega verið.    Roberts nefnir sem dæmi umþessa leiðtoga þá Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, Jimmy Carter, fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna, Francois, Hollande, forseta Frakk- lands, og síðast en ekki síst for- sætisráðherra Kanada, Justin Tru- deau, sem sagði um Castro að hann hefði um langt skeið verið „vinur Kanada og fjölskyldu minn- ar.“    Það er mikið til í því hjá Robertsað það er töluvert áhyggjuefni þegar leiðtogar á Vesturlöndum þora ekki að segja sannleikann um helstu harðstjóra heimsins.    Í Norður-Kóreu hefur verið lýstyfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fráfalls Fidels Castro. Það kemur ekki á óvart og verður ein- hverjum leiðtogum Vesturlanda vonandi umhugsunarefni. Fidel Castro Undarleg viðbrögð STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.11., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík 2 rigning Akureyri 3 skýjað Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 9 rigning Ósló -3 léttskýjað Kaupmannahöfn -1 heiðskírt Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki -4 léttskýjað Lúxemborg 0 heiðskírt Brussel 1 heiðskírt Dublin 7 skýjað Glasgow 4 alskýjað London 5 léttskýjað París 4 heiðskírt Amsterdam 1 heiðskírt Hamborg 0 heiðskírt Berlín 0 léttskýjað Vín 1 heiðskírt Moskva -5 snjóél Algarve 17 léttskýjað Madríd 13 léttskýjað Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 15 skúrir Róm 13 heiðskírt Aþena 16 skýjað Winnipeg 1 snjókoma Montreal -1 alskýjað New York 6 léttskýjað Chicago 8 alskýjað Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:42 15:52 ÍSAFJÖRÐUR 11:16 15:27 SIGLUFJÖRÐUR 11:00 15:09 DJÚPIVOGUR 10:18 15:14 Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar og er það skipað táningum á aldrinum 14 til 18 ára, alls staðar að af landinu. Ráðinu er ætlað að vera stofnuninni innan handar með ráðgjöf um málefni og verkefni er varða börn og ungmenni. Alls skipa 22 ungmenni ráðið, þ.e. 12 stúlkur og 10 drengir, og var hóp- urinn tilnefndur af samstarfsaðilum Menntamálastofnunar í kjölfar sam- ráðsfundar í vor með fulltrúum úr hinum ýmsu ungmennaráðum. Fulltrúar í ungmennaráði eru: Anna Mínerva Kristinsdóttir; Ást- þór Jón Tryggvason; Berglín Sólbrá Bergsdóttir; Bjarki Steinar Við- arsson; Brynja Rún Guðmunds- dóttir; Eyrún Magnúsdóttir; Guð- munda Bergsdóttir; Guðný Rós Jónsdóttir; Gunnar Ágústsson; Haukur Orri Kristjánsson; Hulda Margrét Sveinsdóttir; Inga Huld Ármann; Ingibjörg Ragnheiður Linnet; Jón Ragnar Magnússon; Júlíus Viggó Ólafsson; Jökull Ingi Þorvaldsson; Kristján Helgason; Marta Valdís Reykdal; Sara Rós Hulda Róbertsdóttir; Sigrún Birna Steinarsdóttir; Sigurður Ingvi Gunnþórsson og Sindri Smárason. Ungmenni skipa ný- stofnað ráð  Ætlað að aðstoða Menntamálastofnun Ísland og Svíþjóð reka lestina á Norðurlöndum í alþjóðlegum sam- anburði í almennum lestri, stærð- fræðikunnáttu og vísindaþekkingu nemenda, samkvæmt Nordic Stat- istics 2016. Í skýrslunni, sem kemur út á veg- um Norðurlandaráðs, er að finna margvíslegan fróðleik um stöðu Norðurlanda í samanburði við ESB, Bandaríkin og Japan. Einnig er staða hvers lands skoðuð fyrir sig í einstaka málaflokkum. Finnar koma best út þegar kemur að menntun en Ísland og Svíþjóð reka lestina, í það minnsta þegar horft er til fyrrnefndra flokka. Þar eru bæði lönd töluvert fyrir neðan meðaltal OECD. Hlutfall háskólastúdenta á aldrin- um 20-39 ára hefur hækkað á öllum Norðurlöndum en hlutfallið er næst- hæst á Íslandi, örlítið lægra en í Danmörku. Ísland vermir hins vegar botninn með Noregi þegar kemur að fjár- munum til rannsókna og menntunar, miðað við hlutfall af þjóðarfram- leiðslu. Lækkar hlutfall Íslands tölu- vert frá árunum 2000 og 2005 en þá var Ísland aðeins á eftir Svíþjóð og Finnlandi. Miðað er við tölur frá árinu 2014 og því óvíst hver staða Ís- lands er í dag í þessum samanburði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skýrsla Nordic Statistics 2016 er komin út. Þar má finna ýmsan fróðleik. Ísland á eftir í mennta- málum á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.