Morgunblaðið - 29.11.2016, Síða 9

Morgunblaðið - 29.11.2016, Síða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is H ér er að ei n s sý n d u r h lu ti af b ílu m íb o ð i. Fu llt ve rð er ve rð hv er s b íls m eð au ka b ún að i. A uk ab ún að ur á m yn d um g æ ti ve rið an na r en ía ug lý st um ve rð d æ m um .* Fi m m ár a áb yr g ð g ild ir ek ki m eð at vi nn ub ílu m . KJARAKAUP 8.595.000 kr. Audi A4 B9 Avant 4x4 Sport 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur Fullt verð: 9.550.000 kr. 955.000 kr. Afsláttur HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni nýrra sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi – allir með fimm ára ábyrgð. Nýttu tækifærið og fáðu þér nýjan gæðabíl fyrir jólin! Nú er tækifærið að fá sér nýjan bíl! KJARAKAUP 4.430.000 kr. VW Passat Highline 1.4 TSI / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 5.330.000 kr. 900.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 4.990.000 kr. VW Amarok Double Cab 2.0 TDI / Dísil / Beinskiptur* Fullt verð: 5.840.000 kr. 850.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 2.450.000 kr. Skoda Rapid Spaceback Ambition 1.2 TSI / Bensín / Beinsk. Fullt verð: 2.890.000 kr. 440.000 kr. Afsláttur kr. Intense / 4x4 / Dísil / Sjálfskiptur Fullt verð: 4.990.000 kr. kr. Afsláttur KJARAKAUP 4.490.000 MMC ASX 500.000 KJARAKAUP 3.190.000 kr. VW Cross Polo 1.2 TSI / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 3.580.000 kr. 390.000 kr. Afsláttur Jafntefli varð í tólftu og síð-ustu einvígisskák MagnúsarCarlsen og Sergei Karjakin íNew York í gær eftir aðeins 24 leikja dauflega viðureign. Loka- niðurstaðan er því 6:6 og fleiri skákir verða ekki tefldar með venjulegum umhugsunartíma sem á tæknimáli útleggst 100 30 á fyrstu 40 leikina, 50 30 á næstu 20 leiki og síðan 15 30 til að ljúka skákinni. Einvígið verður til lykta leitt í skákum með styttri umhugsunartíma. Í gær gerði Magnús Carlsen enga tilraun til þess að nýta sér það hag- ræði sem felst í því að vera með hvítt og virtist sáttur með að útkljá ein- vígið í fjórum at-skákum sem tefldar verða næsta miðvikudag hinn 30. nóvember sem er afmælisdagur hans. Hann verður þá 26 ára gamall. Úrslitaskákirnar hefjast kl. 19 að ís- lenskum tíma og tímamörkin eru 25 10 þ.e. hvor skákmaður fær 25 mín- útur á alla skákina að viðbættum 10 sekúndum sem bætast við tímann eftir hvern leik. Verði enn jafnt tefla þeir tvær hraðskákir með tíma- mörkunum 5 3 og ef ekki hafa feng- ist úrslit þá tekur við bráðabani en sá sem dregur hvítt verður að vinna og hefur betri tíma svo munar mín- útu, 5 3 á móti 4 3. Margir hafa kosið að tefla með svörtu undir þeim kringumstæðum. Það er því ljóst að úrslitin í heims- meistaraeinvíginu munu ráðast á miðvikudaginn en skákunnendur geta búið sig undir magnaða baráttu því styttri tímamörkin bjóða yfirleitt upp fjörugar skákir og mikla spennu. Magnús sigurstranglegri en hann hefur orðið heimsmeistari í at- skák árin 2014 og 2015. Í gær féllu leikir þannig en skákin stóð í rúm- lega 30 mínútur: New York 2016; 12. einvígisskák: Magnús Carlsen – Sergei Karjak- in Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 Berlínar-vörnin hefur verið afar vinsæl með fremstu skákmanna æ síðan Kramnik beitti henni í einvígi sínu við Kasparov árið 2000. 4. 0-0 Rxe4 5. He1 Rd6 6. Rxe5 Be7 7. Bf1 Rxe5 8. Hxe5 0-0 9. d4 Bf6 10. He1 He8 11. Bf4 Hxe1 12. Dxe1 Re8 13. c3 d5 14. Bd3 g6 15. Ra3 c6 16. Rc2 Rg7 17. Dd2 Bf5 18. Bxf5 Rxf5 19. Re3 Rxe3 20. Dxe3 De7 21. Dxe7 Bxe7 22. He1 Meinlaus leikur sem inniheldur þó eina gildru, 22. … Kf8 tapar vegna 23. Bh6+! Ke8 24. Bg5 og biskupinn fellur. 22. … Bf8 23. Kf1 f6 24. g4 Kf7 Jafntefli. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AFP Einvígi Magnús Carlsen og Sergei Karjakin á fundi með fjölmiðlum í New York í gær áður en lokaumferðin fór fram. Þar varð jafntefli enn og aftur. Úrslit ráðast á afmælisdegi Magnúsar Carlsen Um árabil hefur starfsfólk Mat- vælastofnunar talið að eggjafram- leiðandinn Brúnegg hafi blekkt neytendur með sölu sinni á vistvæn- um eggjum. Skilyrði hafi ekki verið uppfyllt til að geta merkt framleiðsl- una sem vistvæna. Þetta kom fram í umfjöllun Kast- ljóss í gærkvöldi en eggin hafa verið merkt sem vistvæn landbúnaðar- afurð og seld á tæplega 40% hærra verði en venjuleg búhænuegg. Matvælastofnun hefur ítrekað gert athugasemdir við aðbúnað á eggjabúum Brúneggja og lagt dag- sektir á fyrirtækið sem nema 2,6 milljónum króna. Samkvæmt umfjöllun Kastljóss hafa fjölmargar athugasemdir verið gerðar á eggjabúum Brún- eggja frá árinu 2007 og eftir miklar þving- unaraðgerðir fór fyrirtækið loks að kröfum um dýra- velferð. Í umfjölluninni þvertók framkvæmdastjóri Brún- eggja, Kristinn Gylfi Jónsson, fyrir það að neytendur hefðu verið blekktir. Sagði hann fyrirtækið jafn- an hafa brugðist við athugasemdum Matvælastofnunar og gert úrbætur. Í kjölfar Kastljóssþáttarins upp- lýsti Melabúðin að brúnegg yrðu tekin úr sölu, að sinni. Telja Brúnegg hafa blekkt neytendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.