Morgunblaðið - 29.11.2016, Síða 11
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Pels Karl og Ester, eigendur Pelsins.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Ester Ólafsdóttir og Karl Steingrímsson
opnuðu litla búð við Njálsgötu 14 árið 1976
eða fyrir nákvæmlega 40 árum. Búðin fékk
nafnið Pelsinn og er enn rekin í dag af þeim
hjónum og hefur alltaf verið staðsett í miðbæ
Reykjavíkur. Nú er verslunin komin í nýtt
og glæsilegt húsnæði við Tryggvagötu.
„Við stoppuðum stutt við á Njálsgötunni
og vorum þar í rúm fjögur ár þegar við
færðum okkur yfir í Kirkjuhvol á móts við
Dómkirkjuna. Þaðan fórum við svo fyrir að
verða fjórum árum yfir á Tryggvagötu í nýtt
húsnæði.“
Margt breyst á 40 árum
Verslunarrekstur í miðbænum hefur tekið
miklum breytingum á þeim 40 árum sem
hjónin Ester og Karl hafa rekið verslun sína
og bendir Ester sérstaklega á þróunina sem
fylgir fjölgun ferðamanna.
„Bara uppbyggingin hérna við Tryggva-
götuna er ótrúleg en það eru veitingastaður
og verslanir á hverju horni. Miðbærinn allur
hefur tekið stakkaskiptum á mjög skömmum
tíma. Mér finnst ég sjá mun á honum á
hverju ári,“ segir Ester og bætir því við að
ferðamenn sæki ekki bara í veitingastaði
heim heldur einnig verslanir bæjarins.
„Ferðamenn sækja mikið í Pelsinn og þeir
koma ekki bara til að skoða.“
Fjölgun ferðamanna er ekki eina breyt-
ingin sem Ester hefur orðið vör við á síðustu
40 árum því hún segir yngra fólk sækja
verslunina í auknum mæli.
„Auðvitað hefur mjög margt breyst á
þessum 40 árum sem við höfum rekið Pels-
inn en það er eftirtektarvert hvað yngra fólk
er farið að versla meira en áður. Viðskipta-
vinir okkar voru gjarnan fólk sem komið var
yfir það sem kalla mætti stærsta hjallann í
að koma sér upp heimili. Það er því ánægju-
leg breyting að sjá fólk á öllum aldri koma
hingað inn,“ segir hún.
Vildu selja fallegar flíkur
Hjónin hafa starfað hlið við hlið í 40 ár og
segir Ester samstarfið alltaf hafa verið gott.
„Okkur leiðist aldrei og ég er ekki enn bú-
in að fá nóg af honum,“ segir hún sposk á
svip en þau opnuðu Pelsinn með það í huga
að bjóða viðskiptavinum sínum upp á fal-
legar flíkur úr góðu og klassísku sniði.
„Feldskerum hefur fjölgað í dag og versl-
unum sem selja skinnvörur en um tíma vor-
um við ein á markaðnum. Upphaflegt mark-
mið okkar hefur þrátt fyrir það ekkert
breyst, þ.e. að selja fallegar flíkur. Flíkur
sem eru góð fjárfesting en ég á 30 gamlan
jakka sem ég nota enn,“ segir Ester.
Það sem einkennir Pelsinn er eigendurnir,
þau vinna saman, eru alltaf til taks og þrátt
fyrir að loka versluninni á hverju sumri í tvo
til þrjá mánuði er alltaf hægt að taka upp
tólið og hringja í annaðhvort Karl eða Ester.
Verslunin er m.ö.o. alltaf opin.
Fagna 40 árum saman í Pelsinum
Eigendur og viðskiptavinir Pelsins fögnuðu fertugsafmæli verslunarinnar um helgina Reksturinn
hófst árið 1976 á Njálsgötu Hefur alltaf verið í miðbænum en er nú rekinn við Tryggvagötu
Verslun Pelsinn er nú til húsa í nýju húsnæði við Tryggvagötu sem Ester Ólafsdóttir og Karl Steingrímsson komu sjálf að uppbyggingu á.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
Á HVERJUM DEGI
STUÐLUM VIÐ MÖRG
AÐ KYNFERÐISOFBELDI
MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA
Í HINA ÁTTINA.
Í HVAÐA ÁTT HORFIRU? Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Tvær í
einni
Kr. 8.900
Str. M-XXXL
Litir: Vínrautt, svart, blátt
Jólagjöfin hennar
Tryggvagötu 18 - Sími 552 0160 - Opið alla virka daga kl. 13.00-18.00
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Margar gerðir af
Heelys rúlluskóm
Verð 12.995
Ný sending
með
ljósum
Rangur myndatexti
Rangur texti birtist með meðfylgj-
andi mynd af Gunnari Eyjólfssyni í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um
liðna helgi. Myndin er af Gunnari í
hlutverki Prosperó í Ofviðrinu eftir
Shakespeare, í sýningu Þjóðleik-
hússins. Beðist er velvirðingar á
þessu.
LEIÐRÉTT