Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU. ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 Ljósmynd/Logi Hilmarsson Gestgjafar Dominique og Jean stofnuðu Höfn árið 2007 og hafa tekið á móti fjölda lista- og fræðimanna síðan. Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Margir muna eftir Dom-inique Poulain, frönskuleikbrúðukonunni semsetti svip sinn á listalíf Reykjavíkur á níunda áratugnum. „Ég var grímu- og leikbrúðu- gerðarkona og vann fyrir bíómyndir, sjónvarp, auglýsingar og leikhús. Í Frakklandi hafði ég mikið unnið í leikbrúðuleikhúsum og árið 1981 var mér boðið að taka þátt í þriggja mán- aða námskeiði fyrir upprennandi leik- brúðugerðarfólk í Charleville- Mézieres, þar sem alþjóðleg leik- brúðuhátíð er haldin. Þar kynntist ég Messíönu Tómasdóttur, sem hafði áhrif á að ég ákvað að fara í þrjá mán- uði til Íslands – sem urðu tíu ár. Ég bjó á Íslandi 1982-1992,“ segir Dom- inique sem í dag hefur á heimili sínu í Marseille listamannaíbúðina Höfn, sem margir íslenskir listamenn þekkja til og hafa dvalið í. Hugmyndin mótast Eftir Íslandsdvölina flutti Dom- inique aftur til Frakklands með son sinn Loga sem fæddist á Íslandi, og í Marseille fann hún ástina í Jean, besta vini sínum frá mennta- skólaárunum. „Við Jean stofnuðum Höfn árið 2007 eftir að hafa mótað hugmyndina í nokkur ár. Á árunum 1992-2007 hafði ég bara efni á að fara þrisvar til Íslands, en aftur á móti bauð ég mörgum íslenskum vinum mínum heim til okkar í Marseille, og þeir höfðu mjög gaman af því,“ segir Dominique „Annað sem hafði áhrif á að við komum á fót listamannabústaðnum Höfn var að húsið okkar er mjög stórt. Það er gamall bóndabær byggður árið 1902, kannski ekki mjög fallegt en sjarmerandi hús. Þegar dóttir Jeans og Logi flugu úr hreiðr- inu fannst okkur það of stórt og fór- um að taka að okkur að hýsa lista- menn sem voru að vinna í Marseille til skamms tíma.“ Skrifað á marga vegu Núna er í Höfn lítil íbúð með öllu; svefnherbergi, baðherbergi, eld- húsi og vinnuhorni, umkringd litlum fallegum garði. „Þetta er allt saman alveg prí- vat, þótt íbúðin sé áföst okkar húsi. Fólkið sem dvelur þar getur verið al- veg út af fyrir sig, en ég er alltaf tilbúin að aðstoða og hjálpa við hvað sem er. Í Höfn dvelja alls konar lista- menn, árið um kring. Ég talaði fyrst um við Jean að við skyldum bjóða rithöfundum, skáldum og þýðendum að dvelja þarna. Hugmyndin var bókmennta- tengd frá mínu sjónarhorni, líka af því að það er engin vinnustofa í íbúð- inni, eins og t.d. fyrir myndhöggvara. En svo vildum við víkka skilgrein- inguna út og bjóða líka tónlistarfólki, tölvufræðingum og fræðimönnum hvers konar. Öllu fólki sem er að „skrifa“ á sinn hátt; fólki sem þarf Listamenn eiga athvarf í Höfn Dominique Dominique Poulain bjó um áratugaskeið á Ís- landi og hefur síðan hald- ið tengslum við land og þjóð sem hún lítur á sem sína. Síðustu ár hefur hún auðgað líf margs ís- lensks listamannsins sem hefur dvalið hjá henni í öruggri Höfn í Marseille. Hvaða tækifæri fá innflytjendur til náms og starfa og hvernig nýtist fjöl- breyttur og dýrmætur mannauður þeirra samfélaginu? Þessum spurn- ingum verður m.a. velt upp á málþingi Rauða krossins um mann- auð innflytjenda kl. 13-17 í dag, þriðjudaginn 29. nóvember, í fund- arsal Arion banka, Borgartúni 19. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins, setur málþingið, og Eliza Reid, forsetafrú, flytur opnunarerindi. Yfirskrift erindis Davors Puruðiã, lögfræðings, er Mat á menntun - störf við hæfi. Hafa innflytjendur sömu tækifæri, hverjar eru helstu hindr- anir? og Amal Tamimi, stjórnmála- fræðingur og framkvæmdastjóri Jafnréttishúss, flytur erindið Að lifa og starfa á íslensku. Tækifæri inn- flytjenda með litla formlega mennt- un. Eftir hádegishlé fjallar Sóley Jóns- dóttir, ráðgjafi við móttöku flótta- fólks í Noregi, um fyrirkomulag Norð- manna við mat á menntun erlendis frá, og Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri IKEA, er með erindi um starfsfólk af fjölþjóðlegum uppruna og samfélagslega og siðferðilega ábyrgð atvinnurekenda. Að lokum verða umræður í hópum um hvernig við getum gert betur. Málþingið, sem fer fram á íslensku og verður túlkað á ensku, er öllum op- ið og enginn aðgangseyrir. Málþing Rauða krossins um mannauð innflytjenda Hvaða tækifæri fá innflytjendur? Morgunblaðið/RAX Fjölgar hratt Fjöldi nemenda af erlendum uppruna er í skólum landsins. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Þótt bækur séu í lykilhlutverki á bókasöfnum landsins, er þangað margt fleira að sækja og þar má margt læra. Heilabrot er til dæmis fastur liður á þriðjudögum hjá Bóka- safni Kópavogs, aðalsafninu við Hamraborg, og er þá nemendum grunnskóla boðið upp á ókeypis heimanámsaðstoð undir leiðsögn kennara. Nemendur þurfa ekki að skrá sig og þeim er í lófa lagið að mæta, því engin er mætingarskyldan. Þá er ýmislegt á prjónunum hjá Hannyrðaklúbbnum Kaðlín sem kem- ur saman á 2. hæð safnsins á kl. 14 til 16 á hverjum miðvikudegi og prjónar af fingrum fram. Klúbbfélagar gætu svo dokað við í hálftíma á morgun eftir að prjónaskapnum lýkur og hlýtt á nemendur Tónlistarskóla Kópavogs, sem hyggjast gleðja safngesti á að- ventunni með klassískri jólatónlist, en þeir hefja leikinn á morgun kl. 16.30. Það er margt síðra en að bregða sér á bókasafn í svartasta skammdeginu. Vefsíðan www.bokasafn- kopavogs.is/ Tónlist Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs gleðja gesti á aðventunni. Nám, prjón og tónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.