Morgunblaðið - 29.11.2016, Síða 13
Ljósmynd/Matthías Kristiansen
Útsýni Fagurt suðurevr-
ópskt umhverfi blasir við
úr gluggunum í Höfn.
bara blað og penna eða tölvu til að
vinna sína vinnu. Ljósmyndari sem
hefur komið til okkar, segist vera að
„skrifa“ borgina þegar hann myndar
Marseille. Við köllum Höfn „une es-
cale d’écriture(s)“ sem má þýða sem
ritviðkomuhöfn.“
Höfn í mörgum skilningi
„Mér datt strax í hug að þetta
ætti að heita Höfn. Marseille er risa-
stór höfn, en við búum í norðurhverfi
borgarinnar, sem hefur á sér slæmt
orð, en sem við elskum og viljum
vernda. Rétt hjá okkur er önnur og
minna heillandi iðnaðarhöfn. Höfn er
fyrir mér eins og á íslensku og ensku
„haven“, staður sem maður er öruggur
á, en líka „harbour“ þar sem fólk vinn-
ur. Mér fannst því nafnið passa vel til
að tengja Marseille og Reykjavík, jafn-
vel þótt Frakkar geta ekki borið það
fram,“ segir Dominique og hlær.
„Þótt nafnið sé íslenskt og félag-
ið pinkulítið er það samt alþjóðlegt.
Ég hef tekið á móti fólki alls
staðar að úr heiminum, eins
og sjá má á heimasíðu Hafn-
ar. Nú síðustu ár hafa komið
margir Íslendingar og sumir
oftar en einu sinni.“
Dominique segir mjög
misjafnt hversu lengi fólk
dvelji hjá þeim, en oftast sé
það í einn til tvo mánuði, en
það megi ekki vera lengur en
í fjóra mánuði.
„Það er ekki bannað að
vera bara í eina viku, en það
er bara rétt svona til að finna
lyktina af Marseille og lista-
mannaíbúðinni, kynnast okkur og sjá
hvort fólk haldi að þetta sé rétti stað-
urinn fyrir það til að koma og vinna
á.“
Nýir vinir og gönguferðir
Mikilvægur þáttur í starfsemi
Hafnar er að koma gestunum í sam-
band við listamenn og fræðimenn í
Marseille.
„Jean er kennari í myndlistar-
skólanum í Aix-en-Provence, og við
þekkjum margt fólk í lista- og fræði-
mannageiranum. Ég byrja alltaf á því
að kynna gestinum okkar hverfið og
sögu þess. Síðan finn ég út hvað hann
Góður fé-
lagsskapur
Ragnar Helgi
Ólafsson, fjöl-
listamaður, og
kisan Pastisse
njóta góðs af
einu af dá-
semdarmat-
arboðum Dom-
inique.
Nánari upplýsingar:
www.hofn.free.frÁ góðri stund Hjónin Linda Vilhjálmsdóttir og Mörður Árnason með Jean
og Dominique sem sýndu þeim syðsta hluta Marseille-borgar
þarf til þess að fá sem mest út úr dvöl
sinni í Höfn og í Marseille. Oft held ég
matarboð og kynni hann fyrir einum
af vinum okkar sem mér finnst hann
eiga eitthvað sameiginlegt með. Við
bjóðum fólki með okkur á tónleika og
alls konar uppákomur, og á hverjum
degi er ég með hugmynd að einhverju
skemmtilegu að gera.“
Höfn er líka hluti af íbúasam-
tökum norðurhluta Marseille, sem
nefnist „Hotel Du Nord“ sem er
reyndar titill á mjög frægri gamalli
bíómynd.
„Það er mikil saga í þessu hverfi
og samtökin bjóða upp á göngutúra
með einstakri leiðsögn íbúanna sem
oftar en ekki eru fræðimenn. Gest-
irnir okkar hafa haft mjög gaman af
því að taka þátt í þeim.“
Ísland er líka landið mitt
„Hjá okkur er ekkert opinbert
val eins og í frægum og stórum lista-
residensíum, og við viljum ekki fá fólk
af því að það er frægt eða hefur gefið
frá sér visst mikið efni. Ef þú ert ung-
ur og upprennandi listamaður, sem
hefur jafnvel aldrei gefið neitt út,
þýðir það alls ekki að þú komist ekki
að hjá okkur í Höfn. Listamennirnir
senda okkur upplýsingar um sig og
verkefnið sem þeir ætla að vinna að í
Höfn, og við veljum eftir því hvort
okkur finnist við hafa eitthvað að
bjóða þeim sem skiptir þá máli og
getur auðgað líf manneskjunnar og
listamanninn sem hún geymir,“ segir
Dominique, sem óskar þess að fólk
gæti fengið styrk frá landinu sínu til
að dvelja í Höfn, en hún segir allt of
mikla skriffinnsku fylgja því að sækja
um styrki frá franska ríkinu.
„Þess vegna þarf fólk að borga
smá leigu sem er 490 evrur á mánuði,
en það er allt innifalið í því, auk þess
sem ég þvæ af fólki föt og rúmfatnað
og er alltaf boðin og búin að hjálpa.“
Hefur Höfn hjálpað þér að halda
íslenskunni þinni svona vel við?
„Ísland er alveg jafnmikið landið
mitt og Frakkland er. Ég lærði þetta
tungumál og hef reynt að geyma eins
mikið af því inni í mér og ég hef get-
að. Nú koma margir Íslendingar til
mín að dvelja í Höfn, sem er auðvitað
gott tækifæri til þess að æfa mig.
Sonur minn býr á Íslandi og þar á ég
líka ömmustrákinn Úlf, svo ég reyni
núorðið að fara einu sinni á ári að
heimsækja þá,“ segir Dominique að
lokum.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016
Grunnur að góðu lífi
34 ára reynsla í fasteignasölu
Þorlákur Ómar Einarsson,
löggiltur fasteignasali.
Sími 820 2399
thorlakur@stakfell.is
Sam Rees, aðjunkt við Listaháskóla
Íslands, heldur erindið The crude, the
bad and the ugly kl. 12.15 á morgun,
miðvikudaginn 30. nóvember, í húsa-
kynnum skólans í Þverholti 11. Yf-
irskrift erindisins, sem Rees flytur á
ensku, mætti þýða sem hinn óheflaði,
hinn vondi og hinn ljóti, og er það
hluti af Sneiðmynd, fyirlestraröð
hönnunar- og arkitektúrdeildar.
Í fyrirlestrinum mun Rees lýsa
verkferlum, núverandi þráhyggju
sinni og áhrifum frá sviði DIY-
menningar, teikninga, teiknimynda-
sagna og kvikmynda. Hugsanlega
mun hann auk þess fjalla um boð (og
bönn) við gerð rafskauta úr bréfak-
lemmum til að knýja flug „Ronald
Macdonalda“, óstarfhæfi íslensks
víkinga-kvikmyndahúss í anda 9. ára-
tugarins, dulinn öfuguggahátt í Twi-
light-þríleiknum, arkitektúr gervi-
gæludýra, afríska endurgerð á
Spiderman, sérvitringa með vatns-
þráhyggju frá miðri 18. öld auk þess
að syngja lög um draugalim Kevins
Bacon.
Fyrirlesturinn er opinn almenningi.
Sneiðmynd Sam Rees í Listaháskóla Íslands
Fyrirlestraröð Sam Rees kemur víða við í fyrirlestri sínum, t.d. fjallar hann um
áhrif frá sviði DIY-menningar, teikninga, teiknimyndasagna og kvikmynda.
Hinn óheflaði, vondi og ljóti