Morgunblaðið - 29.11.2016, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016
✝ Ármann ÓlafurSigurðsson
fæddist 25. ágúst
1921 í Neskaupstað.
Hann lést á Land-
spítalanum 21. nóv-
ember 2016.
Hann var sonur
hjónanna Halldóru
Sigurðardóttur frá
Krossi í Mjóafirði, f.
1886, d. 1921, og
Sigurðar Jónssonar,
formanns og skipstjóra í Nes-
kaupstað, f. 1888, d. 1975. Al-
systkini Ármanns voru Jón, f.
1911, d. 1948, Björg, f. 1915, d.
2002, Sigríður, f. 1918, d. 2008,
og Sigdór tvíburabróðir hans, f.
1921, d. 2014. Samfeðra voru
Sigurbjörg, f. 1926, d. 1948,
Rögnvaldur, f. 1928, d. 1984, og
Hrafnhildur, f. 1932, d. 2006.
Sjómennskan togaði hann til
sín ungan að árum, sem síðan
leiddi til þess að hann fór í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og út-
skrifaðist þaðan 1945. Árið 1945
kvæntist hann Guðfinnu Sigríði
sem hann var stýrimaður og
skipstjóri á bátum og togara. Þau
fluttu til Hafnarfjarðar 1955, þar
sem hann starfaði hjá Steinull hf.
og Rafgeymum hf. Árið 1982
keyptu þau Rafgeyma og stofn-
uðu í framhaldinu fyrirtækið
Rafgeymasöluna sem Ármann
rak til dauðadags og er til húsa á
Dalshrauni 17.
Ármann var áhugasamur
stangveiðimaður, bæði á silung
og lax, og gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Stangveiði-
félag Hafnarfjarðar, m.a. for-
mennsku í nokkur ár. Þegar
silungs- og laxveiði sleppti á
haustin tók skotveiði, m.a. gæsa-
veiði við – friðsæld Hlíðarvatns-
ins vék fyrir djúpum skurðum
Landeyjanna.
Sambýliskona Ármanns frá
1991 var Sigríður Hrólfsdóttir, f.
1955, sem deildi veiðiáhuga hans.
Dætur Sigríðar eru þær Sig-
urbjörg Jóhanna, f. 1972), gift
Einari B. Árnasyni, f. 1974, og
Moníka Sóley, f. 1975, gift Sæ-
mundi Valdimarssyni, f. 1975,
Skarphéðinsdætur. Sigurbjörg á
þrjú börn og Móníka tvær dætur
og tvo fóstursyni, sem öll kölluðu
hann Ármann afa.
Ármann verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
29. nóvember 2016, kl. 13.
Kristjánsdóttur frá
Vopnafirði, f. 1926,
d. 1989, og eign-
uðust þau fjögur
börn:
Kristján, f. 1944,
kvæntur Aðalheiði
Jóhönnu Björns-
dóttur, f. 1945, börn
þeirra Guðfinna
Sigríður, gift Ágústi
Svanssyni, Hanna
Birna, gift Vilhjálmi
Jens Árnasyni, Theodór, kvænt-
ur Maríu Pálsdóttur. Sigurbjörg
Jóna, f. 1949, gift Gylfa Sigurðs-
syni, f. 1947, sonur þeirra Ár-
mann, kvæntur Ásu Guðnýju Ás-
geirsdóttur. Rán, f. 1951, d. 1992,
sonur hennar Geir Gunnarsson.
Ægir Vopni, f. 1954, kvæntur
Ragnhildi Kristínu Ólafsdóttur, f.
1953, börn þeirra Íris Dögg, gift
Pétri Árnasyni, Ólafur Már,
kvæntur Hildi Georgsdóttur
Langafabörnin eru 12 og eitt
langalangafabarn.
Ármann og Guðfinna hófu bú-
skap í Neskaupstað 1944, þar
„Hann pabbi þinn er engum
líkur!“ er eitthvað sem ég og við
systkinin höfum heyrt ótal sinn-
um. Og nú þegar pabbi hefur
kvatt erum við enn og aftur
minnt á hversu ótrúlegur karl
hann var. Ekki aðeins lifði hann
lengur en flestir, heldur hélt
reisn sinni, krafti og léttu lund
fram undir það allra síðasta og dó
eins og hann hafði lifað; jákvæð-
ur, glaður og sáttur við sitt og
sína. Og þrátt fyrir aldurinn og
árin níutíu og fimm, fannst okkur
flestum eins og hann væri í raun
enn of ungur til að kveðja. Slíkur
var lífsviljinn, orkan og áhuginn á
náttúrunni, ferðalögunum, veið-
inni, pólitíkinni, íþróttunum og
bara lífinu sjálfu.
Allar minningar mínar um
pabba eru um mann sem lagði
sig fram um að lifa lífinu og var
um svo margt lánsamur maður.
Líkt og flestir sem fæddust á
fyrri hluta síðustu aldar ólst
hann upp við daglega lífsbaráttu
sem oft var hörð, erfið og óvæg-
in. En eins og með svo marga af
hans kynslóð, varð sú reynsla
ekki aðeins til að herða hann
heldur líka milda og minna á
hvað mestu skipti. Þannig var
forgangsröðun pabba alltaf skýr.
Hann hugsaði vel um fólkið sitt
og fjölskyldu, sinnti skyldum
sínum af samviskusemi og var
alltaf til staðar ef einhver þurfti
á hjálp hans að halda. Hann var
duglegur, ákafur og rammpóli-
tískur ýmist sem ungur maður
vel til vinstri eða eldri og þrosk-
aðri talsvert til hægri. Hann var
glaðvær, bjartsýnn og naut þess
að eiga góðar stundir í íslenskri
náttúru við veiðar, hvort sem
það var á fjöllum, í ám eða vötn-
um. Hann var hjálpsamur,
trygglyndur og baráttuglaður
fyrir allt sem honum var kært;
fyrirtækið sitt, fjörðinn sinn,
íþróttafélagið sitt en þó fyrst og
fremst fyrir fólkið sitt.
Ég var svo lánsamur að kynn-
ast pabba ekki aðeins sem sonur
hans, heldur einnig sem sam-
starfsmaður þegar ég hóf störf í
fyrirtæki hans fyrir um þrjátíu
árum. Pabbi hafði þá átt Raf-
geymasöluna til margra ára, unn-
ið þar áður sem almennur starfs-
maður og metnaður hans var
mikill fyrir hönd þessa rótgróna
hafnfirska fyrirtækis. Ákvörðun
um að hefja störf með pabba var
ekki endilega einföld. Við áttum
gott samband sem feðgar, en vor-
um afar ólíkir og hvorugur okkar
gat því vitað hvort svo náið sam-
starf gengi upp. En auðvitað var
pabbi ekki aðeins góður sam-
starfsmaður, heldur ljúfur,
lausnamiðaður og skemmtilegur
félagi. Ég er þakklátur fyrir að
hafa fengið tækifæri til að byggja
upp með honum starfsemi og
þjónustu sem ég veit að skipti
hann miklu, en ekki síður er ég
þakklátur fyrir að hafa í gegnum
samstarf okkar fengið tækifæri
til að kynnast honum með nýjum
hætti og eiga með honum lengri
tíma.
Nú þegar að leiðarlokum er
komið þakka ég fyrir allt sem
pabbi var mér, okkur Heiðu,
börnunum okkar og fjölskyldunni
allri. Sérstakar þakkir færi ég
Sigríði fyrir einstaka væntum-
þykju, stuðning og umhyggju.
Kristján Ármannsson.
Það eru ekki margir sem geta
státað af því að vera ennþá ótrú-
lega orkumiklir, skapandi og
skemmtilegir vel á tíræðisaldri.
Afi Ármann var einn af þeim.
Þegar við horfum til baka eig-
um við fjölmargar minningar um
mann sem var alltaf að; ýmist á
hlaupum við að þjónusta Hafn-
firðinga í Rafgeymasölunni; í
skutli á Saabnum með fjölskyldu-
meðlimi um allan bæ; að skjóta
fugla eða veiða fisk hér og þar um
landið; að fagna eða syrgja með
Haukum vegna íþróttaafreka eða
sorga; og svo afi sem fór allt með
ömmu Guðfinnu og síðar allt með
Sigríði sinni.
En fyrst og fremst munum við
eftir manni sem var alltaf glaður,
jákvæður og ákveðinn í því að
gera það besta úr lífinu og því
sem það færði honum. Við erum
þakklát fyrir að hafa þekkt hann
og kynnst þeim krafti sem ein-
kenndi hann til síðasta dags. Um
leið og við þökkum afa allt, send-
um við Sigríði okkar innilegustu
kveðjur og vonum að við og fólkið
okkar erfi eitthvað af hans ein-
stöku eiginleikum.
Guðfinna, Hanna
Birna og Theódór.
Ármann Ólafur
Sigurðsson
HINSTA KVEÐJA
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Sigurbjörg J. Skarphéð-
insdóttir og fjölskylda,
Monika S. Skarphéð-
insdóttir og fjölskylda.
Fyrir fimmtíu og
átta árum hitti ég
Davíð móðurbróður
minn og hans fjöl-
skyldu í Múlakampinum í
Reykjavík. Þá bjuggu enn margir
í bröggum. Húsið sem Davíð bjó í
var sko enginn braggi heldur höll
þó að það væri í sama hverfi og
braggarnir. Ég held að hann hafi
byggt það að mestu með eigin
höndum. Ég hitti hann og Lúllu
konu hans mjög reglulega í Þor-
lákshöfn þar sem foreldrar mínir
bjuggu þá og síðan í Hafnarfirði
og þá var alltaf hlegið og sprellað.
Davíð var sérfræðingur í að kæta
fólk með gamanmálum og harm-
ónikuspili.
Oft hitti ég hann á Dalhúsum,
sem er jörð sem stórfjölskyldan
á. Þegar við dvöldum þar vakti
hann okkur gjarnan klukkan 7 að
morgni með harmónikuspili og
sagði að nú ættu menn að fara að
vinna. Hann var vanur að vinna
og vildi halda öllum að verki.
Síðustu daga okkar áttum við í
nálægð við Hrafnistu í Hafnar-
firði en þar bjó hann sína síðustu
Davíð Rúrik
Höjgaard
✝ Davíð RúrikHöjgaard fædd-
ist 30. ágúst 1924.
Hann lést 12. nóv-
ember 2016.
Davíð var jarð-
sunginn 22. nóv-
ember 2016.
daga en ég í Boða-
hlein stutt frá. Dag
einn sl. sumar kom
hann á rafmagns-
skutlu, kominn í
heimsókn til mín í
Boðahleinina og átt-
um við góða stund
saman.
En þar kom að
hringt var til mín þar
sem mér var sagt að
hann væri ef til vill
að kveðja þessa jarðvist okkar.
Við hjónin kvöddum Davíð
frænda og það var gott að geta
kvatt hann meðan hann bjó
heima hjá sér. Það voru þung
skref vegna þess að ég skynjaði
hvert stefndi. Ég var feginn að
geta kvatt hann þarna því hann
yfirgaf þessa jarðvist nokkrum
klukkustundum síðar.
Nú tárin renna tregi í hjarta
traustur vinur skipti um bát
siglir nú sæinn nýja bjarta
sameinast vinir og fagna kát.
Kæri frændi, þakka þér öll
þessi ár sem ég hef haft þig sem
frábæran frænda í mínu lífi. Við
hittumst á öðrum lendum og þá
verður glatt á hjalla.
Við vottum ykkur einlæga
samúð, kæru frænkur, Margrét
og Ólöf, og ykkar fjölskyldum.
Megi minningin lifa um frá-
bæran mann.
Reynir og Henný.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
SIGRÍÐUR HERMANNSDÓTTIR
líffræðingur,
Kúrlandi 16, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 15. nóvember. Útför
hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 13.
.
Bjarni Guðmundsson,
Sigrún Henrietta Kristjánsdóttir,
Arndís Bjarnadóttir,
Guðmundur Hermann Bjarnason.
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
EINAR MARINÓSSON
aðstoðarforstjóri,
Klapparbergi 15, Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 22.
nóvember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 1.
desember klukkan 15.
.
Ólafía Katrín Kristjánsdóttir,
Margrét S. Einarsdóttir,
Sigríður Björk Einarsdóttir, Sveinn G. Gunnarsson,
Margrét Soffía Einarsdóttir,
Kristján Andri Einarsson,
Katrín Edda Einarsdóttir,
Sólon Birkir Sveinsson, Sölvi Freyr Sveinsson
og systkini hins látna.
Besti vinur minn og eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma, dóttir, systir og
mágkona,
HELGA JÓNSDÓTTIR,
Hjarðarhaga 17, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 25.
nóvember. Útför hennar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 1. desember klukkan
15. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á styrktarsjóð krabbameinssjúkra
barna.
.
Stefán Sigurðsson,
Dóra Stefánsdóttir, Anna Olsheimer,
Anna Stefánsdóttir, Sveinbjörn Finnsson,
Inga Gröndal,
Skúli Jónsson, Sigríður Björg Einarsd.
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA B. ÁGÚSTSDÓTTIR,
lést laugardaginn 26. nóvember.
.
Ásthildur Helgadóttir, Pétur Esrason,
Bryndís Helgadóttir, Halldór Vilhjálmsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EDDA INGIBJÖRG EGGERTSDÓTTIR,
Barðastöðum 11,
áður Stigahlíð 91, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 27. nóvember.
.
Guðný Edda Gíslad., Guðjón Kr. Guðjónsson,
Eggert Árni Gíslason, Petra Bragadóttir,
Halldór Páll Gíslason, Anna Helga Höskuldsd.,
Gunnar Þór Gíslason, Sólveig Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur minn, faðir, unnusti, bróðir,
mágur og frændi,
KRISTBJÖRN ÆGISSON,
Austurbrún 2, Reykjavík,
lést af slysförum 13. nóvember. Útförin fer
fram frá Guðríðarkirkju miðvikudaginn 30.
nóvember klukkan 15.
.
Jenný Ásgeirsdóttir,
Sólrún Líf Kristbjörnsdóttir,
Svanbjörg K. Magnúsdóttir,
María Gylfadóttir, Þorsteinn Björgvinsson,
Jenný, Andri og Bjarki.
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR STEFÁNSSON,
sem lést 19. nóvember verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju 2. desember kl. 13.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem
vilja minnast hins látna er bent á Flateyjarkirkju,
reikn.nr. 0309-26-012652, kt. 550169-5179.
.
Hafdís Jónsdóttir,
Kristrún Ásbjörg Ingólfsdóttir,
Þórarinn Æ. Guðmundsson, Ingibjörg J. Kristinsdóttir,
Stefán H. Guðmundsson, Gunnhildur Karlsdóttir
og barnabörn.