Morgunblaðið - 29.11.2016, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016
Já, alveg rétt, ég á afmæli á morgun,“ sagði Andri Ólafsson,aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, og virtist koma af fjöllum þeg-ar blaðamaður sló á þráðinn til hans í gær. „Ég er í prófum núna
og hef lítið haft hugann við afmælið eða einhverjar uppákomur. Mað-
ur verður samt að taka sér smá hlé frá lestri til að halda upp á daginn
með fjölskyldunni en það verður minna þetta árið en venjulega. Það
verður fagnað þegar maður er búinn í prófum.“ Andri er í MBA-námi
við Háskóla Íslands og verður næsta próf á morgun. Afmælisveislan
verður því líklega í styttri kantinum hjá 36 ára gamla aðstoðar-
ritstjóranum í ár.
Andri tók við núverandi starfi í ágúst en var þar áður ritstjóri Ís-
lands í dag á Stöð 2. Hann er þó alls ekki ókunnugur prentmiðlunum
því þar á undan hafði hann lengi verið fréttastjóri á Fréttablaðinu, en
hann hóf störf í Skaftahlíðinni árið 2004. „Ég hef starfað á hinum
ýmsum miðlum þar og meira að segja áður en þetta hét 365. Það hent-
ar mér mjög vel að vera í blaðamennsku, allir dagar eru ólíkir inn-
byrðis og maður byrjar með hreint borð á hverjum degi.
Ég hef lítinn tíma núna fyrir áhugamál vegna námsins en mér
finnst gaman að fara á skíði og reyni að fara eins og oft og ég get í
Bláfjöll og norður á Akureyri og þegar einstaklega vel árar til Aust-
urríkis. Á sumrin finnst mér gaman að fara út að labba í náttúrunni
með göngupoka en upp á síðkastið hafa þetta verið styttri ferðir með
konu og dóttur. Við erum samt enn í gönguhóp sem fer árlega í nokk-
urra daga ferð.“
Andri er í sambúð með Bryndísi Sigurðardóttur, markaðs-
sérfræðingi hjá Símanum. Dóttir þeirra er Margrét, f. 2013.
Feðginin Andri ásamt Margréti sem verður fjögurra ára í janúar.
Vissi ekki af afmælinu
Andri Ólafsson er 36 ára í dag
H
araldur Flosi
Tryggvason fæddist
á Sólvangi í Hafnar-
firði 29. nóvember
1966. Hann bjó í
Álfaskeiðinu fyrstu tvö árin en
flutti þá með fjölskyldunni að Íra-
fossi við Sog þar sem faðir hans
gegndi stöðu stöðvarstjóra í nokkur
ár.
Haraldur litli ólst þar upp í frelsi
sveitarinnar og hefur eiginlega ekki
enn jafnað sig á flutningnum á möl-
ina árið 1974 þegar fjölskyldan
flutti í Hvassaleitið í Reykjavík þar
sem Haraldur býr enn með eigin-
konu og börnum.
Þó svo að drengurinn hafi um
margt þótt efnilegur þá var hann
með eindæmum ódæll unglingur og
Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður – 50 ára
Um áramót Haraldur og Ágústa ásamt börnum þeirra og Ingu Bragadóttur vinkonu.
Er fjölskyldumaður
fyrst og fremst
Hjónin Haraldur og Ágústa á góðri stund fyrir örfáum árum.
Eik Magnúsdóttir, Erna Björg Zeda Topal, Unnar Darri Magnússon og Kristján
Valur Árnason.söfnuðu flöskum og seldu happdrættismiða fyrir badmintonfélag
og gáfu sölulaun til Rauða krossins að upphæð 3.000 krónur.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is