Morgunblaðið - 29.11.2016, Page 27
reyndist fjölskyldunni erfiður fram-
an af. Úr þessu rættist þó nokkuð
og tókst á endanum að koma pilt-
inum til mennta. Eiga foreldrar
hans heiður skilinn fyrir þolinmæði
og þrautseigju í uppeldinu.
Tuttugu og sjö ára gamall innrit-
aðist hann í Lagadeild Háskóla Ís-
lands og lauk þaðan embættisprófi
á tilsettum tíma. Fékk hann í fram-
haldinu styrk til frekara laganáms
við Háskólann í Oxford þaðan sem
hann útskrifaðist með gráðu í Evr-
ópurétti og samanburðarlögfræði. Í
framhaldinu bætti hann svo við sig
MBA-gráðu frá Oxford
Brookes-háskóla.
Hefur fengist við margt
Haraldur hefur á starfsævinni
fengist við fjölmargt. Hann vann
sem rótari og hljóðtæknimaður
fyrstu árin og reyndi jafnvel fyrir
sér sem tenórsaxófónleikari með
stórsveitinni Júpíters. Allt endaði
það nú þegar laganámið tók við.
Síðast tók hann í saxófóninn á aðal-
fundi Orkuveitu Reykjavíkur í vor
með hljómsveitinni Sjálfsvorkunn
sem í eru Jón Gnarr og fleiri.
Haraldur hefur jöfnum höndum
fengist við stjórnun fyrirtækja og
lögfræðistörf í gegnum tíðina. Þá
hefur hann gripið í kennslu á báð-
um þessum sviðum. Haraldur hefur
undanfarin ár starfað sem einn eig-
enda LMB lögmanna í Reykjavík.
Haraldur hefur sinnt félags-
störfum af ýmsum toga í gegnum
tíðina. Einna stoltastur er hann af
því að hafa um skeið verið í stjórn
Nýlistasafnsins án þess að hafa
bakgrunn í listum. Auk þess að
hafa áhuga á vinnu hefur komið
fyrir að hann hafi brugðið sér á
hestbak eða jafnvel rennt fyrir fisk.
Aðspurður segist Haraldur um-
fram allt vera fjölskyldumaður.
Hann segir að augljóst sé að hjóna-
band hans hafi haft mikil og góð
áhrif á hann og að hann mæli ár-
angur sinn í lífinu með því hversu
mikinn áhuga fjölskyldumeðlimir
hafi á samvistum við hann.
Vegna stórafmælisins ætlar Har-
aldur að taka sér frí í vinnunni í
dag, en það er ekki á hverjum degi
sem það gerist, og hyggst hann
eyða honum með konunni og fjöl-
skyldu.
Fjölskylda
Eiginkona Haraldar er Ágústa
Kristín Andersen, f. 25.1. 1971,
hjúkrunarfræðingur, dóttir Jór-
unnar Andersen, fyrrverandi
starfsmanns Dvalarheimilisins í
Hveragerði, og er hún bús. þar.
Börn: Ívar Elí Sveinsson, stjúp-
sonur, f. 1.12. 1992, læknanemi í
Reykjavík, sambýliskona hans er
Kristín Sigurvinsdóttir laganemi;
Matthías Tryggvi Haraldsson, f.
17.2. 1994, nemi í sviðslistum við
Listaháskóla Íslands, og Jórunn
Elenóra Haraldsdóttir, f. 31.10.
2005.
Systkini Haraldar eru Rán
Tryggvadóttir, f. 26.5. 1959, lög-
fræðingur og doktorsnemi í
hugverkarétti, bús. í New York, og
Ketilbjörn Rúdolf Tryggvason, f.
27.4. 1962, verkfræðingur, bús. í
Þýskalandi.
Foreldrar Haraldar eru hjónin
Siglinde Sigurbjarnarson, f. 30.1.
1937, bókavörður í Reykjavík, og
Tryggvi Sigurbjarnarson, f. 9.7.
1935, verkfræðingur í Reykjavík.
Úr frændgarði Haraldar Flosa Tryggvasonar
Haraldur Flosi
Tryggvason
Ketill Helgason
bóndi á Álfsstöðum
Kristín Hafliðadóttir
húsfr. á Álfsstöðum á Skeiðum
Sigurbjörn Ketilsson
skólastjóri í Njarðvík
Hlíf Tryggvadóttir
kennari í Njarðvík
Tryggvi Sigurbjarnarson
verkfræðingur í Reykjavík
Tryggvi Matthíasson
smiður í Garði
Kristín Þórðardóttir
húsfreyja í Garði
Albin Klein
eimreiðarstjóri í Thüringen
Anna Klein
húsfreyja í Thüringen
Rudolf Klein
skrifstofumaður
í Thüringen
Eleonora Klein
húsfreyja í Thüringen
í Þýskalandi
Siglinde Sigurbjarnarson
bókavörður í Reykjavík
Julius Hubrich
bókbindari í Thüringen
Elisabeth Hubrich
húsfreyja í Thüringen
Í Þríhnúkagíg Haraldur og synir.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016
100 ára
Jónína G. Valdimarsdóttir
85 ára
Anna J. Ingólfsdóttir
Gerður Guðbjörnsdóttir
Guðmundur Haraldsson
Hallur Kristján Stefánsson
Loftur Pálsson
Margrét Sveinsdóttir
Runólfur J. Sölvason
80 ára
Erla Steingrímsdóttir
Gylfi Jónsson
75 ára
Guðmundur Jakobsson
Guðrún Sigríður
Þórarinsdóttir
Indiana Höskuldsdóttir
Jóna Margrét
Kristjánsdóttir
Margrét Lárusdóttir
Mary Louise Wilson
Oddur Friðrik Helgason
Ólafur Geirsson
Yngvi Dalur Hafdal
Ingvarsson
70 ára
Ann Mari Hansen
Áslaug Gísladóttir
Jón Ingi Ólafsson
Kolbrún Sigurðardóttir
Líndís Lilja Sigurðardóttir
Páll Kristmundsson
Sigurður Gíslason
60 ára
Ólöf Sigríður Davíðsdóttir
Páll Valdemar Ólafsson
Sigrún Þorsteinsdóttir
Sigurlaug Björk
Guðmundsdóttir
Steinunn Helga
Björnsdóttir
50 ára
Grettir Hreinsson
Grímur Sæmundsson
Guðrún Þorbjörg
Þórðardóttir
Haraldur Flosi Tryggvason
Jose Rodriguez Sanchez
Jóhannes Ólafsson
Jón Valgeir Þorsteinsson
Katrín Haukdal
Magnúsdóttir
Malgorzata Krzeminska
Margrét Alma Sveinsdóttir
María Þórarinsdóttir
Rósa María Waagfjörð
Rudolf Grétar Björnsson
Soffía Helga Kristjánsdóttir
Valdimar Sigurðsson
Þór Thorarensen
40 ára
Andrzej Nowacki
Bertel Ingi Arnfinnsson
Eiríkur Guðni Ásgeirsson
Hildur Arnardóttir
Ingvar Sigurður Alfreðsson
Jirina Tina Baresová
Jóhanna Svava
Sigurðardóttir
Jóhann Hannesson
Karl Gustav Carlsson
30 ára
Andrés Jón Esrason
Atli Sævarsson
Gunnhildur Eik
Svavarsdóttir
Hafsteinn Reykjalín
Stefánsson
Hugrún Vignisdóttir
Jesus Cedron Vigo
Mária Lujza Rigó
Rúnar Sigurðsson
Til hamingju með daginn
40 ára Karl er fæddur og
uppalinn Garðbæingur og
býr á Álftanesi. Hann er
dúklagningarmaður og
veggfóðrari að mennt og
starfar sjálfstætt við þá
iðn.
Sonur: David Isak Filip-
ovic Carlsson, f. 2007.
Foreldrar: Carl Bjarni
Rasmusson, f. 1940, fv.
flugvélstjóri , og Edda
Klingbeil, f. 1941, hús-
móðir. Þau eru bús. í
Reykjavík.
Karl Gustav
Carlsson
40 ára Ingvar er frá Egils-
stöðum en býr í Kópavogi.
Hann er tölvunarfræð-
ingur hjá Vodafone.
Maki: Anna Sigrún Ás-
mundsdóttir, f. 1978,
kennari í Kársnesskóla.
Börn: Viktor Örn, f. 2004,
Ásmundur Steinar, f.
2010, og Þórunn Arna, f.
2014.
Foreldrar: Alfreð Steinar
Rafnsson, f. 1944, og Kar-
ólína Ingvarsdóttir, f.
1945, bús. á Egilsstöðum.
Ingvar Sigurður
Alfreðsson
30 ára Hugrún er frá Þor-
lákshöfn en er búsett á
Selfossi og er sálfræð-
ingur hjá Árnesþingi.
Maki: Karl Ágúst Hanni-
balsson, .f. 1983, íþrótta-
fræðingur.
Börn: Baltasar, f. 2010,
og Dagmar, f. 2014.
Foreldrar: Vignir Arn-
arson, f. 1962, trygginga-
ráðgjafi og bílasali, og
Dagný Magnúsdóttir, f.
1965, glerlistakona og
kaffihúseigandi.
Hugrún
Vignisdóttir
Sigríður Sigurðardóttir
hefur varið doktors-
ritgerð sína við Iðn-
aðarverkfræði-, vélaverk-
fræði og tölvunarfræði-
deild Háskóla Íslands.
Hún hlaut doktors-
nafnbót í iðnaðarverk-
fræði fyrir ritgerð sem
ber heitið „Modelling and
Simulation for Fisheries
Management“ eða Grein-
ing fiskveiðistjórnunar-
kerfa: notkun líkana og
hermunar.
Markmið rannsóknarinnar var að
stuðla að bættri fiskveiðistjórnun. Til-
gangurinn var að þróa líkön og herma
fiskveiðistjórnunarkerfi með það að
markmiði að bera saman ólíkar nálg-
anir í stjórnun veiða. Það var gert með
því að líta á áhrif þeirra á valdar breyt-
ur sem eru ýmist hagrænar, líffræði-
legar eða félagslegar. Rannsóknin var
þverfagleg og sameinaði líkangerð og
hermun, sem á rætur að rekja til verk-
fræði, og sjávarútvegsfræði sem
byggjast á vistfræði, hagfræði og fé-
lagsfræði. Þrjú líkön voru þróuð,
blendings (e. hybrid) hermilíkan sem
samanstendur af kviku kerfislíkani (e.
system dynamics mod-
el) og strjálu-atburða
hermilíkani (e. discrete-
event simulation model)
og nýrri tegund líkana
sem er í ætt við ein-
ingalíkön (e. agent-
based models). Einn
angi rannsóknarinnar
fjallaði um brottkast en
þar voru tólf aðferðir til
að draga úr brottkasti
metnar kerfisbundið
með svokallaðri SVÓT
greiningu sem felur í sér
að greina styrkleika, veikleika, ógnanir
og tækifæri.
Doktorsverkefnið var samstarfs-
verkefni milli Háskóla Íslands og Matís
en verkefni Sigríðar voru hluti af
tveimur alþjóðlegum rannsóknarverk-
efnum sem Matís var þátttakandi í:
EcoFishMan og BADMINTON. Hið fyrr-
nefnda hafði það meginmarkmið að
koma með tillögur að bættu fisk-
veiðistjórnunarkerfi í Evrópu og hið
síðarnefnda snerist um rannsóknir á
brottkasti á afla. Sigríður varði hluta
námstímans erlendis, við Kaliforníu-
háskóla í Berkeley og Chalmers
tækniháskólann í Gautaborg.
Sigríður Sigurðardóttir
Sigríður Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík árið 1983. Foreldrar hennar eru Anna
Ólafsdóttir og Sigurður Helgason. Eiginmaður Sigríðar er dr. Egill Maron Þor-
bergsson og eiga þau dótturina Önnu Ísafold. Sigríður starfar hjá Arion banka
við áhættustýringu.
Doktor