Morgunblaðið - 29.11.2016, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þínir nánustu vilja þekkja þinn innri
mann. Gefðu þér góðan tíma og gættu þess
að sleppa engu úr púsluspilinu.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt að miklu sé að stefna á vinnu-
staðnum máttu ekki fórna framanum öllu
sem þú átt. Gefðu þér tíma til að gaumgæfa
allar hliðar þess.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ljónið reynir allt hvað það getur að
fá sínu framgengt en veit samt sem áður að
ekki snýst allt um það sjálft. Hvaða nýjungar
leggur þú til? Notaðu tækifærið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gætir komið auga á tækifæri til
þess að vinna þér inn peninga á óvenjulegan
hátt. Vinnufélagarnir eru samstarfsfúsir og
þér er hlýtt í brjósti til þeirra á móti.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Dagurinn í dag er kjörinn til viðræðna
við þá sem valdið hafa á einhvern hátt. Klár-
aðu það sem þú ert með, gerðu það rétt og
láttu það spyrjast.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Rótin að vanda dagsins í dag felst í
eðlislægri skoðun sem þarf ekki endilega að
henta þér. Nýttu hana til hollra hluta, sem
bæði gefa þér ánægju og auka á hreysti þína.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er nauðsynlegt að eiga einhvern til
þess að deila með gleði og sorg því það er
engum hollt að byrgja allt inni. Dustaðu af
henni rykið, rétti tíminn er runninn upp.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu ekki aðra koma þér í vont
skap. Leyfðu öðrum að njóta þíns góða
skaps og þú munt ekki sjá eftir því, heldur
þvert á móti.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þetta er góður dagur til viðgerða
á heimilinu og til að ræða heimilisvandamál.
Hættu að gera lítið úr sjálfum þér; þú ert
ekki verri en hver annar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Slakaðu aðeins á, þér hættir til að
gera of mikið úr einföldustu hlutum, eins og
að mála eða færa húsgögnin. Njóttu þess og
efldu styrk þinn fyrir átakameiri tíma.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er ekkert að því að leyfa
barninu í sér að njóta sín. Einnig laðarðu að
þér manneskjuna sem þú þráir með því að
sýna hvað þú getur verið stöðugur og róandi
áhrifavaldur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú stendur frammi fyrir vandamáli
sem venjuleg viðbrögð duga skammt til að
leysa. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn
huga og leyfðu öðrum að létta undir með
þér.
Ólafur Stefánsson fylgist vel meðí pólitíkinni og er vel að sér í
þýskum skálskap. Hann skrifar í
Leirinn: „Þessa dagana, þegar póli-
tíkin er undir yfir og allt um kring,
fór ég í að snara kvæðiskorni eftir
Heinz Erhardt hinn þýska. Þó að ég
geti ekki fullyrt að allar þær skoð-
anir sem fram koma í kvæðinu eigi
sér talsmenn á Alþingi, þá eru
flokkarnir a.m.k álíka margir.
Segðu ei ljótt um sósíalista,
semdu frið við popúlista.
Stuðaðu ekki stjórnlynda,
né stefnuglaða frjálslynda.
Karpaðu ekki við konungholla,
eða kreddumenn sem staðir drolla,
- en lestu pistil landstjórninni,
langan helst, - það gagnast kynni .“
Kerlingin Á Skólavörðuholtinu
„var að spekúlera“ á fésbókarsíðu
sinni:
Því er ég sá þusari,
það er vont að skilja,
og utangátta einfari
án þess helst að vilja?
Sá Gamli þóttist vita sínu viti:
Um þig veit ég, elskan mín,
alveg bara helling.
Eðlileg er þusun þín.
Þú ert gömul kelling.
Kerlingin á Skólavörðuholtinu
lét hann ekki eiga neitt hjá sér:
Gömul bæði gerumst hró,
grimm er okkar hrelling,
ólíkt „sumum“ þyki ég þó
þrusu sexí kelling:)!
Atburðarásin getur verið hröð í
stjórnarmyndunarviðræðum. Bragi
Bergmann sendi mér limru í síðustu
viku: „Guðlaugur Þór Þórðarson
sagði á fimmtudaginn að hann vildi
sjá Bjarta framtíð, Framsóknar-
flokkinn, Viðreisn og Sjálfstæðis-
flokkinn reyna að mynda ríkis-
stjórn. Og ég sá fyrir mér formenn
þessara flokka bera saman bækur
sínar; þá Óttar, Sigurð Inga, Bene-
dikt og Bjarna. Þá fæddist limra:
Nú gilda handtökin hröð,
herramenn rýna í blöð.
Allt er að ske!
A – B – C – D.
Er stjórnin í stafrófsröð?
Stafrófið eða Stafrófsstjórnin er
nafn við hæfi ef formennirnir fjórir
ná að setja saman ríkisstjórn!“
Þessi vísa Hermanns Stefáns-
sonar á Boðnarmiði þarfnast ekki
skýringa:
Hinn formyrkvaða föstudag
flest er haft til sölu.
Satan fær með sér í drag
sálirnar allar með tölu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Pólitískur pistill, af
kerlingu og þeim gamla
Í klípu
„ÉG VIL BARA BENDA YKKUR BÁÐUM Á
AÐ ÞAÐ ER ÁSTÆÐULAUST AÐ VERA MEÐ
NEINN HETJUSKAP HÉRNA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„KANNSKI FYRIR BÍL EÐA BÁT,
EN ÉG FER SKO EKKI AÐ LÁNA
YKKUR TIL AÐ KAUPA MAT.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að gleyma ekki einu
sinni í sekúndu að hann
elskar þig.
ÉG TEL AÐ ÞÚ HAFIR FARIÐ
YFIR LÍNUNA MILLI BLUNDS
OG HUGSTOLS.
ÖFUND-
SJÚKUR?
ÞETTA ER
FRIBBI GAMLI...
HVERNIG GÆTI
HANN MÖGULEGA
SLEGIST?
HANN VILL
SLÁST Í
HÓPINN!
HANN ER
NOKKUÐ
FLINKUR MEÐ
STAFINN!
LÁN
Víkverji má til með að minna ís-lenska ökumenn á þá stað-
reynd að akreinarnar á hring-
torgum á Íslandi eru yfirleitt tvær.
Ekki ein. Heldur tvær. Margir
virðast eiga ofboðslega erfitt með
að muna þetta; þykir ekkert sjálf-
sagðara en að skera línuna þegar
og eins og þeim sýnist. Líkt og þeir
séu einir í heiminum. Víkverji lenti
einmitt á eftir bíl með langa kerru í
eftirdragi á hringtorgi á dögunum
og var sá bílstjóri greinilega sann-
færður um að önnur reinin væri
fyrir bílinn, hin fyrir kerruna. Eng-
in leið var að komast meðfram hon-
um gegnum hringtorgið. Víkverji
er raunar steinhættur að taka
sénsinn á þessu, bíður bara átekta
meðan bíllinn á undan rennir sér í
gegn, á einni akrein eða tveimur.
Bílstjórinn jafnvel að senda sms
eða taka „sjálfu“ á meðan. Er þetta
hægt?
x x x
Skemmtileg saga rifjaðist uppfyrir Víkverja á dögunum.
Þegar nokkrir ungir menn komu
saman vestur í Ameríku á níunda
áratugi síðustu aldar til að stofna
málmbandið Skid Row, sem telst til
svokallaðra Íslandsvina, var mikill
hugur í þeim. Öðrum gítarleik-
aranum þótti skírnarnafn sitt,
Dave Sabo, ekki duga í samhengi
þeirra afreka sem sveitin hugðist
vinna á komandi misserum og datt
því í hug að taka sér viðurnefnið
„The Worm“ eða „Ormurinn“. Til
öryggis ákvað hann að bera þessa
frábæru hugmynd undir sér eldri
og reyndari rokkara, Jon Bon Jovi,
en þeir voru kunningjar. „Nei, nei,
nei, nei,“ sagði Bon Jovi. „Þú kallar
þig ekki „Worm“, þú kallar þig
„Snake“! Það er miklu þéttara.“
Þar með var málið dautt og allar
götur síðan hefur Dave Sabo, sem
er ennþá gítarleikari í Skid Row,
verið þekktur undir viðurnefninu
„The Snake“, ellegar „Snákurinn“.
x x x
Víkverji ber lof á Ríkissjónvarpiðfyrir að breyta dagskrá sinni
síðustu daga til að minnast Gunn-
ars Eyjólfssonar sem féll frá fyrir
rúmri viku. Það er vel til fundið
þegar merkir listamenn af því tagi
eiga í hlut. víkverji@mbl.is
Víkverji
Treystu Drottni af öllu hjarta en
reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
(Orðskv. 3:5)