Morgunblaðið - 29.11.2016, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016
Tillaga hönnunarstofu breska
stjörnuarkitektsins Normans Fost-
er bar sigur úr býtum í samkeppni
um stækkun Prado-listasafnins í
Madríd. Spænski arkitektinn Car-
los Rubio er meðhöfundur tillög-
unnar sem hafði betur en fjórar
aðrar tillögur sem voru valdar til
nánari skoðunar. Voru þar á meðal
tillögur eftir aðra stjörnuarkitekta,
David Chipperfield og Rem Koolha-
as sem báðir hafa komið að hönnun
virtra safna og menningastofnana á
undanförnum árum.
Museu del Prado er eitt stærsta
og þekktasta listasafn Vesturlanda
og eitt helsta aðdráttarafl gesta
sem sækja Madríd heim. Meðal ger-
sema safnins eru verk eftir Velas-
quez, Goya og Bosch en stór hluti
safneignarinnar er þó alla jafna í
geymslu og með stækkuninni á að
bæta úr því.
Arkitektunum var falið að breyta
sögufrægri byggingu við hlið
Prado-safnsins, því sem eftir stend-
ur af Buen Retiro-höll Filipusar IV
frá 17. öld, í nýja álmu við safnið og
tvöfalda þar með sýningarýmið.
Samkvæmt tillögu Fosters og fé-
laga verður nýr og bjartur forsalur
reistur með suðurhlið bygging-
arinnar, sem verður lagfærð og
varðveitt, og þá verður sett nýtt
þak á bygginguna, sem verður
hækkuð um eina hæð.
Breyting Tölvugerð mynd sem sýnir útfærslu Normans Foster og félaga.
Foster og félagar
teikna nýtt Prado
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
„Jú, það má segja að það sé smá Kol-
rassa krókríðandi þarna. Þegar við í
hljómsveitinni komum aftur saman í
Hörpu í fyrra, í tilefni 100 ára kosn-
ingaafmælis íslenskra kvenna,
kveikti það að vissu leyti aftur í mér
hvað varðar til dæmis þennan opna
söngstíl og ég er viss um að Kolrassa
hefur haft svolítið áhrif í lagasmíð-
unum enda auðvitað alltaf partur af
mér,“ segir Elíza Newman aðspurð
hvort gáskinn á nýrri plötu hennar,
Straumhvörf, minni ekki eilítið á
hljómssveitina sem hún sló fyrst í
gegn með.
Straumhvörf er fjórða sólóbreið-
skífa Elízu og jafnframt tíunda
breiðskífan sem hún gefur út en Kol-
rassa krókríðandi gaf út fimm plötur
eftir að hafa slegið í gegn í Músíktil-
raunum fyrir um aldarfjórðung.
Elíza hefur verið viðloðandi alls
kyns fjölbreytt verkefni í tónlist,
bæði erlendis og hér heima en lög af
nýju plötunni, svo sem „Af sem áður
var“ og „Fagurgalinn“ hafa notið
mikilla vinsælda og spilunar í út-
varpi.
Endurspeglar breytingar
„Þetta er mjög fjölbreytt tónlist.
Gæti flokkast undir einhvers konar
indírokk-popptónlist en samt líka
söngvaskáldastíl. Ég fer um víðan
völl og brýt líka fullt af reglum, svo
sem að henda inn blokkflautu í rokk-
lag, fer úr hröðu tempói í rólegt og
formið er ekkert heilagt.“
Elíza semur öll lög og texta en
hennar helsta einkenni í textagerð,
einlægni og allt um lykjandi húmor
er allsráðandi en hún segist líka
reyna svolítið að garga á sjálfa sig
og aðra. Textarnir eru á íslensku en
eftir að hafa í mörg ár samið texta á
ensku fór Elíza aftur að semja á
móðurmálinu árið 2012, þá fyrst
plötu með afar viðeigandi titil þá;
Heimþrá, en ári síðar fluttist hún al-
farið heim þar sem Ísland var farið
að toga í hana eins og titill þeirrar
plötu vitnaði um.
„Það tók svolítinn tíma að venjast
því þarna árið 2012 að byrja aftur að
semja texta á íslensku en nú fæðast
öll lögin fyrst á íslensku en ekki
ensku. Mér finnst það hafa áhrif á
söngstílinn að syngja á íslensku, það
er eins og hann verði opnari og
kannski glæfralegri, ekki alveg eins
penn.“
Af hverju heitir platan Straum-
hvörf?
„Það endurspeglar hvar ég er
stödd. Ég bý við sjóinn og það hafa
verið breytingar hjá mér,“ segir
Elíza en hún býr í Höfnum á Reykja-
nesskaga ásamt eiginmanni sínum,
Gísla Kjaran Kristjánssyni upp-
tökustjóra, sem vann einnig með
henni plötuna. Elíza er tónlistar- og
umsjónarkennari í Reykjanesbæ og
segist, eins og fleiri kennarar, jafn-
vel vera að búa sig undir verkfall og
fylgist vissulega grannt með fram-
gangi þeirra mála.
„Ég er alin upp í Keflavík en hef
ekki búið á Reykjanesi í 20 ár og það
er mjög notalegt að vera komin
hingað. Ég held að nálægðin við
náttúruna og allt þetta rými hafi
gert mér gott þótt það hafi tekið mig
smátíma að ná mér niður eftir langa
veru í stórborg. Mér leið fyrst eins
og ég væri í endalausri sumarbú-
staðarferð og þurfi að láta rokið
berja vitleysuna úr mér og beita mig
aga.“
Fær í að vekja lög til lífsins
Gísli og Elíza kynntust úti í Lond-
on þar sem þau unnu bæði við tónlist
en Gísli hefur starfað mikið í London
og Noregi, sem upptökustjóri og
lagahöfundur.
„Það er hentugt að þekkjast vel og
geta með engum fyrirvara henst upp
á loft í upptökur þegar laus stund
gefst. Gísli er ótrúlega fær í að vekja
lög til lífsins og þægilegt að ég geti
komið fram með ómótaðar hug-
myndir og hann skilur hvað ég er að
fara.“
Elíza segist ætla að hafa aðvent-
una á fremur huggulegum og róleg-
um nótum í tónleikahaldi með litlum
tónleikum hér og þar, þar á meðal
órafmagnaða tónleika í kirkjunni í
Höfnum sunnudaginn 11. desember.
„Eftir áramót verður svo sett saman
band og farinn fjörugur hljómsveit-
arrúntur til að vekja fólk til lífsins
eftir hátíðirnar. Ég prófaði að spila
lögin í tónlistarþættinum Stúdíó A á
RÚV og það er ótrúlega gaman að
flytja þessi lög.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glæfralegri Elíza Newman segir það hafa áhrif á söngstílinn að syngja á íslensku, hann verði opnari og gáskafyllri.
Gáski Kolrössu á ferðinni
Straumhvörf heitir ný plata Elízu Newman Nær 25 ár frá því Elíza sló
fyrst í gegn með Kolrössu krókríðandi Tónlist sem brýtur reglur
JÓLAGJÖFIN í ár?
við kynnum arc-tic Retro
með keðju
Fyrir DÖMUR og HERRA
VERÐ AÐEINS:
34.900,-
Í kjölfar mikilla vinsælda Davids
Walliams sem barnabókahöfundar
eru breskir útgefendur í auknum
mæli farnir að leita til uppistandara
með skrif í huga. Húmor Walliams
hefur slegið í gegn hjá ungum les-
endum, en alls hafa bækur hans
selst í 14 milljónum eintaka víðs veg-
ar um heiminn, en bækur hans hafa
verið þýddar á 50 ólík tungumál. Frá
þessu greinir The Guardian.
David Fickling, ritstjóri barna-
bóka hjá David Fickling Books, telur
að ekki eigi að koma á óvart að grín-
leikurum á borð við Walliams þyki
gaman að skrifa fyrir börn. „Er
hægt að ímynda sér eitthvað betra
en að tala til hjarta ungra barna með
sögu sem þau muna til æviloka. Það
er fáum gefið að skrifa góðar sögur
og jafnvel ennþá færri gefið að vera
góðir uppistandarar.“
Fickling nefnir Lissu Evans, höf-
und Wed Wabbit sem væntanleg er í
næsta mánuði, sem gott dæmi um
höfund sem búi yfir hæfileikum til að
skrifa jafnt fyrir uppistand og unga
lesendur. Áður en Evans sneri sér
að barnabókum hafði hún skrifað
handrit að grínþáttum fyrir BBC.
„Alla útgefendur dreymir um að
komast yfir góðar sögur sem tala til
lesenda,“ segir Fickling og bendir á
að þekkt nafn tryggi þó ekki góðar
bækur. „Sumir gamanþáttahöf-
undar, eins og David Walliams,
skrifa frábæran texta fyrir unga les-
endur – en ég veit að gæði texta
hans skýrast að stórum hluta af því
hversu hart hann leggur að sér við
skrif sín,“ segir Fickling og bendir á
að líkja megi góðum rithöfundi við
söngvara: „Annaðhvort getur þú
sungið eða ekki!“
Vinsæll Bækur Davids Walliams
hafa selst í milljónum eintaka.
Uppistand-
arar skrifa