Morgunblaðið - 29.11.2016, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.11.2016, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 Ástralsk-norskt tríó, The Dark, treður upp á djasskvöldi Kex Hos- tels við Skúlagötu í kvöld. Hefur það leik klukkan 20.30. Meðlimir eru Ástralinn Daniel Rorke á saxófóna og Norðmenn- irnir Aksel Jensen á kontrabassa og Ole Mofjell á trommur. Tríóið hefur nýlega gefið út sinn fyrsta geisla- disk og sækir áhrif til norrænnar tónlistar, framsækins New York- spuna og heimstónlistar. Ástralsk-norskt djasstríó leikur Tríó Félagarnir í tríóinu The Dark. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég kynntist þessari músík í gegn- um einn af kennurum mínum í New York,“ segir bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson um tónlist bras- ilíska tónskáldsins Hermeto Pas- coal. Sigmar Þór lauk BFA-gráðu í tónlist frá The New School for Jazz and Contemporary Music í New York sl. vor, en á námstíma sínum tók hann þátt í samspili undir stjórn bandaríska gítarleikarans Richard Boukas þar sem brasilísk tónlist var tekin fyrir. „Ég heill- aðist svo mikið af músíkinni og sér- staklega af verkum Hermeto að mig langaði að kynna þetta fyrir Ís- lendingum, en eftir því sem ég kemst næst hefur hann lítið sem ekkert verið leikinn hérlendis,“ seg- ir Sigmar Þór sem leikur tónlist eftir Hermeto Pascoal og aðra fylgdarmenn hans á tónleikum Múl- ans á Björtuloftum annað kvöld, miðvikudag, kl. 21. Hljóðadagbók frá sextugsafmælisári sínu Yfirskrift tónleikanna er Viva Hermeto! sem helgast, að sögn Sig- mars Þórs, af því að Pascoal fagn- aði fyrr á árinu áttræðisafmæli sínu. „Tónlistinni má lýsa sem nú- tímalegum brasilískum djassi sem blandar saman akústískum sóló- hljóðfærum og rafmagnaðri hryn- sveit. Á tónleikunum má heyra ýmsar gerðir brasilískra stíla, m.a. samba, choro, baião, maracatu, marcha og frevo,“ segir Sigmar Þór, en allar útsetningar gerði fyrr- nefndur Boukas. „Meðal þess sem við leikum eru fimm verk úr lagaflokknum Cal- endário do Som [Hljóðadagbók] sem Hermeto samdi á sextíu ára afmælisári sínu. Í tilefni afmælisins samdi hann eitt lag á dag í heilt ár,“ segir Sigmar Þór og bendir á að auðveldlega megi í lögunum fimm heyra ólíka stemningu tón- skáldsins eftir dögum. Með Sigmari Þór, sem spilar á rafbassa, koma fram Sigurður Flosason og Ólafur Jónsson á saxó- fóna og klarínett, Ásgeir Ásgeirs- son á gítar, Kjartan Valdemarsson á píanó, Einar Scheving á trommur og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básúnu og slagverk. „Maður reynir alltaf að fá þá öfl- ugustu sem manni dettur í hug,“ segir Sigmar Þór þegar hann er spurður um vel skipaða hljómsveit sína. „Þetta lá beint við. Það er erf- iðast að fá blástursleikarana, því þeir eru að spila á fleiri en eitt hljóðfæri og skipta um hljóðfæri milli laga. Ég var svo lánsamur að fá Sigrúnu Kristbjörgu með mér í verkefnið, því hún lærði úti í Bras- ilíu og þekkir þessa tónlist alveg út og inn. Hún er algjör reynslubolti í þessari tónlist. Það á reyndar líka við um Ásgeir.“ Gott mótvægi við jólatónlistina Sem fyrr segir lauk Sigmar Þór námi frá Bandaríkjunum sl. vor eft- ir þriggja ára dvöl í landinu. „Þegar ég útskrifaðist frá FÍH var ég stað- ráðinn í að sækja mér framhalds- menntunar erlendis. Ég hefði alveg getað hugsað mér að fara til Evr- ópu, en einhvern veginn æxlaðist það þannig að ég prófaði að senda umsókn í The New School, en Ari Bragi Kárason trompettleikari lauk þaðan námi 2012 og lét vel af skól- anum. Ég gerði mér engar sér- stakar vonir um að komast inn, en greip gæsina þegar tækifæri gafst,“ segir Sigmar Þór og bendur á að skólinn standi framarlega þegar komi að framúrstefnulegri músík, djassi og samtímatónlist. „Kennarar skólans standa fram- arlega á því sviði. Það er mikill kostur að bæði kennurum og nem- endum eru ekki settar mjög þröng- ar skorður hvað varðar tónlist og tónlistarsköpun,“ segir Sigmar Þór sem seinni hluta námsins lagði aukna áherslu á að nema tónsmíðar samhliða kontrabassanáminu, en af- rakstur þess mátti heyra á tón- leikum hans á sumardagskrá Múl- ans í sumar. „Maður þarf alltaf að vera með mörg járn í eldinum, þannig að þetta er spurning um að finna sér tíma til að semja,“ segir Sigmar Þór þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé með nýja tónlist í smíðum. Spurður hvort fjörug brasilísk rythma- og djasstónlist eigi vel við á aðventunni svarar Sigmar Þór því játandi. „Þessi tónlist myndar ljóm- andi gott mótvægi við alla jóla- tónlistina sem einkennir árstím- ann,“ segir Sigmar Þór og hvetur tónlistarunnendur til að mæta í Hörpu og njóta eldheitra bras- ilískra tóna. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu. Almennt miðaverð er 2.000 krónur, en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar eru seldir í miðasölu Hörpu, á harpa.is og tix.is. „Með mörg járn í eldinum“  Tónleikar til heiðurs Hermeto Pascoal á Múlanum annað kvöld kl. 21  Sjö manna hljómsveit leikur fjöruga brasilíska tónlist á aðventunni Morgunblaðið/Ófeigur Hljómsveitin Frá vinstri: Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður Flosason, Sigmar Þór Matthíasson, Ólafur Jónsson, Kjartan Vademarsson og Einar Scheving. Stuttu eftir að John Lydon, fyrrver- andi söngvari bresku pönksveit- arinnar Sex Pistols, opnaði Pönk- safn Íslands með pompi og prakt stóð Joe Corré, sonur Malcolms McLaren, stofnanda og umboðs- manns Sex Pistols, fyrir brennu í London um helgina þar sem hann brenndi, að hans sögn, pönkminja- gripi að verðmæti fimm milljónir punda, um 700 milljónir króna. Pönkminjasafn sitt brenndi Corré á pramma á Thames-fljóti í viðurvist fjölmiðlamanna og móður sinnar, tískuhönnuðarins Vivienne Westwood, en sjálfur framleiðir hann undirfatnað undir heitinu Agent Provocateur. Með brunanum vildi Corré mót- mæla því að pönkið væri orðið að hverri annarri markaðsvöru, „til að selja manni eitthvað sem mann vantar ekki neitt,“ sagði hann við viðstadda og bætti við að pönkið hefði flutt öflug skilaboð, tekist á við hræsni og hvatt menn til að komast sjálfir að sannleikanum. Corré mótmælir því að í London sé nú undir yfirskriftinni „Punk Lond- on“ haldið upp á að fjórir áratugir séu síðan bandaríska hljómsveitin Ramones lék í borginni og hratt það pönkbylgjunni þar af stað. Með- al þess sem Corré brenndi voru föt af John Lydon og allskyns aðrir hlutir tengdir sögu Sex Pistols. AFP Mótmæli Brenndir voru pönkgripir og brúður í líki stjórnmálamanna. Brenndi verðmæta minjagripi um pönkið BAD SANTA 2 6, 8, 10 FANTASTIC BEASTS 3D 6, 9 HACKSAW RIDGE 8, 10.45 TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.