Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 3.–5. febrúar 20158 Fréttir
Fiskbúðin Hafrún
Skipholti 70 • 105 Reykjavík • Sími: 552-0003 / 895-5636
Fagur, Fagur
Fiskur úr sjó
Lenti í
sjálfheldu á
Úlfarsfelli
Björgunarsveitir á höfuðborgar
svæðinu sóttu konu á sunnu
dagskvöld sem var í sjálfheldu
á Úlfarsfelli.
Konan, sem
var í för með
annarri, gekk
upp bílslóð
ann á fellið og
þegar hún var
komin nálægt
toppnum féll
hún og rann niður hengju með
þeim afleiðingum að hún komst
hvorki lönd né strönd. Mik
il þoka var á staðnum og áttuðu
konurnar sig ekki á því hvar þær
voru nákvæmlega staddar.
Tæpri klukkustund eftir að
sveitirnar voru kallaðar út var
búið að finna konurnar og koma
þeim niður af fellinu. Voru þær
báðar heilar á húfi, samkvæmt
fréttatilkynningu frá Slysavarna
félaginu Landsbjörg.
Lentu vegna
veikra farþega
Tvær flugvélar þurftu að lenda
á Keflavíkurflugvelli um helgina
vegna veikinda farþega. Þetta
kemur fram í dagbók lög
reglunnar á Suðurnesjum. Í
fyrra tilvikinu var um að ræða
vél frá Omni Air International
sem var á leið frá Jacksonville
í Bandaríkjunum til Shannon
á Írlandi. Farþeginn var fluttur
til aðhlynningar á Heilbrigðis
stofnun Suðurnesja. Í síðara til
vikinu var um að ræða flugvél
á leið frá Moskvu til New York.
Farþeginn var einnig fluttur
undir læknishendur á Heil
brigðisstofnun Suðurnesja.
Seðlabankinn með
tögl og hagldir í SPB
Eignasafn Seðlabankans kaupir meginþorra allra samþykktra krafna í þrotabú Sparisjóðabankans
K
auptilboð Eignasafns
Seðlabanka Íslands (ESÍ) í
kröfur að lágmarki 55 millj
arða króna að nafnvirði á
þrotabú Sparisjóðabank
ans (SPB), áður Icebank, í skiptum
fyrir kröfur á hendur slitabúi Kaup
þings, hefur verið samþykkt, sam
kvæmt heimildum DV. Miðað við
að endurheimtur almennra samn
ingskröfuhafa SPB eru áætlaðar um
23% er markaðsvirðni krafnanna að
minnsta kosti tæplega þrettán millj
arðar króna.
Frestur kröfuhafa til að taka af
stöðu til tilboðsins, sem var lagt fram
undir lok þar síðustu viku, rann út
síðastliðinn föstudag og fékkst sam
þykki lágmarksfjölda kröfuhafa til
að fallast á tilboðið. Þannig er orðið
ljóst að Seðlabankinn hefur eignast
nánast allar kröfur á hendur Spari
sjóðabankanum og hefur því tögl og
hagldir í þrotabúinu.
Greint var frá því í Viðskipta
Mogganum síðastliðinn fimmtu
dag að bandaríski fjárfestingabank
inn Morgan Stanley freistaði þess
að kaupa kröfur á þrotabú Spari
sjóðabankans og byði í skiptum
kröfur á Kaupþing með 6% álagi.
Samkvæmt öruggum heimildum
DV var Morgan Stanley hins vegar
aðeins milligönguaðili fyrir hönd
Eignasafns Seðlabanka Íslands sem
er raunverulegur kaupandi krafn
anna. Morgan Stanley hefur ver
ið ráðgjafi fyrir hönd slitastjórnar
Kaupþings frá árinu 2013 og hefur
meðal annars haft umsjón með að
kanna mögulega sölu á hlut kröfu
hafa í Arion banka til erlendra fjár
festa.
Tómas Jónsson, formaður
slitastjórnar Sparisjóðabankans,
vildi aðspurður ekkert tjá sig um
málið í samtali við DV. Ekki náð
ist í Hauk C. Benediktsson, fram
kvæmdastjóra ESÍ, þrátt fyrir ítrek
aðar tilraunir.
Flýtir fyrir uppgjöri
Með kaupum á kröfunum á SPB
standa væntingar til þess að hægt
verði að ljúka slitum á búinu fyrr
en ella. Tilraunir slitastjórnar Spari
sjóðabankans til að ljúka uppgjöri
með nauðasamningi hafa ekki bor
ið árangur fram til þessa. Seðla
banki Íslands hefur ekki verið
reiðubúinn að veita nauðsynlegar
undanþágur í tengslum við fyrri
nauðasamningstillögur sem gerðu
meðal annars ráð fyrir útgreiðslu
gjaldeyris til erlendra samnings
kröfuhafa.
Í kringum 90% samþykktra
kröfu hafa Sparisjóðabankans eru
erlendir aðilar, þar á meðal Morgan
Stanley, en meirihluti þeirra er
sömuleiðis kröfuhafi í slitabú föllnu
bankanna. Með því að eignast kröf
ur á Kaupþing – í skiptum fyrir kröf
ur á SPB – gefst erlendum kröfuhöf
um nú hugsanlega færi að selja
þær kröfur á markaði fyrir erlend
an gjaldeyri en engin viðskipti hafa
hins verið með kröfur SPB. Fjárhæð
samþykktra krafna SPB, sem Eigna
safn Seðlabankans hefur núna eign
ast að langstærstum hluta, nemur
um 85 milljörðum. Markaðsvirði
þeirra er um nítján milljarðar.
Dómsmálið úr sögunni?
Ágreiningur hefur ríkt undanfar
in misseri um kröfur ESÍ í þrota
bú SPB og til hefur staðið að útkljá
þau mál fyrir dómstólum. Samtals
nema kröfur ESÍ, reistar á veðlánum
sem Seðlabankinn veitti Icebank fyr
ir bankahrunið 2008, um 225 millj
örðum króna. Slitastjórn SPB hafn
aði hins vegar þessum kröfum að
stærstum hluta. Samkvæmt heim
ildum DV er nú gert fastlega ráð fyr
ir því að ekkert verði af fyrirhuguðu
dómsmáli milli ESÍ og slitastjórnar
SPB heldur verði gert samkomulag
um uppgjör á kröfunum.
Miðað við rammasamkomulag
að nauðasamningsfrumvarpi sem
var kynnt í mars 2013, sem DV hef
ur undir höndum, var áætlað að
ESÍ myndi eignast 126 milljarða al
menna kröfu á SPB og greiðslur úr
búinu til Seðlabankans næmu sam
tals 73 milljörðum. Seðlabankinn
hefur þegar gengið að veðsettum
eignum SPB að fjárhæð 45 milljarð
ar en þar er um að ræða skuldabréfa
kröfur á gömlu bankana, ríkisskulda
bréf og skuldabréf á Íbúðalánasjóð.
Verðbréfafyrirtækið Arctica Fin
ance var ráðgjafi að kaupunum og sá
um samskipti við innlenda kröfu hafa
fyrir hönd Morgan Stanley, sam
kvæmt upplýsingum DV. n
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
ESÍ Haukur C. Benediktsson er fram-
kvæmdastjóri Eignasafns Seðlabanka Íslands.
Formaður slitastjórnar Tómas Jónsson
vildi ekkert tjá sig um málið.
Kröfuhafi Eignasafn
Seðlabankans hefur nú
eignast nánast allar kröfur á
þrotabú Sparisjóðabankans.
MynD Sigtryggur Ari
Fjárfestingabanki Morgan Stanley var milligönguaðili að kaupunum fyrir hönd ESÍ.