Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 3.–5. febrúar 20158 Fréttir Fiskbúðin Hafrún Skipholti 70 • 105 Reykjavík • Sími: 552-0003 / 895-5636 Fagur, Fagur Fiskur úr sjó Lenti í sjálfheldu á Úlfarsfelli Björgunarsveitir á höfuðborgar­ svæðinu sóttu konu á sunnu­ dagskvöld sem var í sjálfheldu á Úlfarsfelli. Konan, sem var í för með annarri, gekk upp bílslóð­ ann á fellið og þegar hún var komin nálægt toppnum féll hún og rann niður hengju með þeim afleiðingum að hún komst hvorki lönd né strönd. Mik­ il þoka var á staðnum og áttuðu konurnar sig ekki á því hvar þær voru nákvæmlega staddar. Tæpri klukkustund eftir að sveitirnar voru kallaðar út var búið að finna konurnar og koma þeim niður af fellinu. Voru þær báðar heilar á húfi, samkvæmt fréttatilkynningu frá Slysavarna­ félaginu Landsbjörg. Lentu vegna veikra farþega Tvær flugvélar þurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Þetta kemur fram í dagbók lög­ reglunnar á Suðurnesjum. Í fyrra tilvikinu var um að ræða vél frá Omni Air International sem var á leið frá Jacksonville í Bandaríkjunum til Shannon á Írlandi. Farþeginn var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðis­ stofnun Suðurnesja. Í síðara til­ vikinu var um að ræða flugvél á leið frá Moskvu til New York. Farþeginn var einnig fluttur undir læknishendur á Heil­ brigðisstofnun Suðurnesja. Seðlabankinn með tögl og hagldir í SPB Eignasafn Seðlabankans kaupir meginþorra allra samþykktra krafna í þrotabú Sparisjóðabankans K auptilboð Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) í kröfur að lágmarki 55 millj­ arða króna að nafnvirði á þrotabú Sparisjóðabank­ ans (SPB), áður Icebank, í skiptum fyrir kröfur á hendur slitabúi Kaup­ þings, hefur verið samþykkt, sam­ kvæmt heimildum DV. Miðað við að endurheimtur almennra samn­ ingskröfuhafa SPB eru áætlaðar um 23% er markaðsvirðni krafnanna að minnsta kosti tæplega þrettán millj­ arðar króna. Frestur kröfuhafa til að taka af­ stöðu til tilboðsins, sem var lagt fram undir lok þar síðustu viku, rann út síðastliðinn föstudag og fékkst sam­ þykki lágmarksfjölda kröfuhafa til að fallast á tilboðið. Þannig er orðið ljóst að Seðlabankinn hefur eignast nánast allar kröfur á hendur Spari­ sjóðabankanum og hefur því tögl og hagldir í þrotabúinu. Greint var frá því í Viðskipta­ Mogganum síðastliðinn fimmtu­ dag að bandaríski fjárfestingabank­ inn Morgan Stanley freistaði þess að kaupa kröfur á þrotabú Spari­ sjóðabankans og byði í skiptum kröfur á Kaupþing með 6% álagi. Samkvæmt öruggum heimildum DV var Morgan Stanley hins vegar aðeins milligönguaðili fyrir hönd Eignasafns Seðlabanka Íslands sem er raunverulegur kaupandi krafn­ anna. Morgan Stanley hefur ver­ ið ráðgjafi fyrir hönd slitastjórnar Kaupþings frá árinu 2013 og hefur meðal annars haft umsjón með að kanna mögulega sölu á hlut kröfu­ hafa í Arion banka til erlendra fjár­ festa. Tómas Jónsson, formaður slitastjórnar Sparisjóðabankans, vildi aðspurður ekkert tjá sig um málið í samtali við DV. Ekki náð­ ist í Hauk C. Benediktsson, fram­ kvæmdastjóra ESÍ, þrátt fyrir ítrek­ aðar tilraunir. Flýtir fyrir uppgjöri Með kaupum á kröfunum á SPB standa væntingar til þess að hægt verði að ljúka slitum á búinu fyrr en ella. Tilraunir slitastjórnar Spari­ sjóðabankans til að ljúka uppgjöri með nauðasamningi hafa ekki bor­ ið árangur fram til þessa. Seðla­ banki Íslands hefur ekki verið reiðubúinn að veita nauðsynlegar undanþágur í tengslum við fyrri nauðasamningstillögur sem gerðu meðal annars ráð fyrir útgreiðslu gjaldeyris til erlendra samnings­ kröfuhafa. Í kringum 90% samþykktra kröfu hafa Sparisjóðabankans eru erlendir aðilar, þar á meðal Morgan Stanley, en meirihluti þeirra er sömuleiðis kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna. Með því að eignast kröf­ ur á Kaupþing – í skiptum fyrir kröf­ ur á SPB – gefst erlendum kröfuhöf­ um nú hugsanlega færi að selja þær kröfur á markaði fyrir erlend­ an gjaldeyri en engin viðskipti hafa hins verið með kröfur SPB. Fjárhæð samþykktra krafna SPB, sem Eigna­ safn Seðlabankans hefur núna eign­ ast að langstærstum hluta, nemur um 85 milljörðum. Markaðsvirði þeirra er um nítján milljarðar. Dómsmálið úr sögunni? Ágreiningur hefur ríkt undanfar­ in misseri um kröfur ESÍ í þrota­ bú SPB og til hefur staðið að útkljá þau mál fyrir dómstólum. Samtals nema kröfur ESÍ, reistar á veðlánum sem Seðlabankinn veitti Icebank fyr­ ir bankahrunið 2008, um 225 millj­ örðum króna. Slitastjórn SPB hafn­ aði hins vegar þessum kröfum að stærstum hluta. Samkvæmt heim­ ildum DV er nú gert fastlega ráð fyr­ ir því að ekkert verði af fyrirhuguðu dómsmáli milli ESÍ og slitastjórnar SPB heldur verði gert samkomulag um uppgjör á kröfunum. Miðað við rammasamkomulag að nauðasamningsfrumvarpi sem var kynnt í mars 2013, sem DV hef­ ur undir höndum, var áætlað að ESÍ myndi eignast 126 milljarða al­ menna kröfu á SPB og greiðslur úr búinu til Seðlabankans næmu sam­ tals 73 milljörðum. Seðlabankinn hefur þegar gengið að veðsettum eignum SPB að fjárhæð 45 milljarð­ ar en þar er um að ræða skuldabréfa­ kröfur á gömlu bankana, ríkisskulda­ bréf og skuldabréf á Íbúðalánasjóð. Verðbréfafyrirtækið Arctica Fin­ ance var ráðgjafi að kaupunum og sá um samskipti við innlenda kröfu hafa fyrir hönd Morgan Stanley, sam­ kvæmt upplýsingum DV. n Hörður Ægisson hordur@dv.is ESÍ Haukur C. Benediktsson er fram- kvæmdastjóri Eignasafns Seðlabanka Íslands. Formaður slitastjórnar Tómas Jónsson vildi ekkert tjá sig um málið. Kröfuhafi Eignasafn Seðlabankans hefur nú eignast nánast allar kröfur á þrotabú Sparisjóðabankans. MynD Sigtryggur Ari Fjárfestingabanki Morgan Stanley var milligönguaðili að kaupunum fyrir hönd ESÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.