Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Virðing RéttlætiVR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 WWW.VR.IS Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum til formanns og í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. Um er að ræða annars vegar einstaklingsframboð til formanns, sjö sæti í stjórn og þrjú til vara. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til formanns og 15 vegna einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar. Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista uppstillinganefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 6. febrúar 2015. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á heimasíðu VR www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegari upplýsingar birtar um framboð til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. 30. janúar 2015 Kjörstjórn VR Gjaldþrotum fækkaði Nýskráðum einkahlutafélögum á árinu 2014 fjölgaði um sex pró- sent samanborið við árið 2014. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á mánudag. Alls voru 2.050 ný félög skráð á árinu. Mest fjölgun nýskráninga var í flokknum Sérfræðileg, vís- indaleg og tæknileg starfsemi, eða sem nemur 33 prósentum. Gjaldþrotum einkahlutafé- laga á árinu 2014 fækkaði um 14 prósent frá fyrra ári. Alls voru 795 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á árinu, samanborið við 920 árið áður. Gjaldþrotum í flokknum Fasteignaviðskipti hefur fækkað mest, eða um 36 prósent, að sögn Hagstofu Íslands. F élag sjúkraþjálfara harmar þá ákvörðun stjórnvalda að endurnýja ekki samning sinn við Hrafnistu um rekstur endurhæfingarrýma sem ætluð eru öldruðum sem enn búa í eigin hús- næði. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu sem stjórn Félags sjúkraþjálfara sendi frá sér. „Endurhæfingarrýmin hafa verið mikilvæg starfsemi í þágu aldraðra þar sem þeim hefur gefist kostur á innlögnum þar sem unnið hefur ver- ið að því að viðhalda færni fólks til að búa áfram í eigin húsnæði,“ segir í tilkynningunni. Að mati félagsins er þessi gjörningur „í hróplegri and- stöðu“ við það markmið að efla getu og færni fullorðins fólks til að halda eigið heimili eins lengi og auðið er. Sjúkraþjálfun sé ríkur þáttur í því að efla fólk og viðhalda færni þess og þarna sé tekið af fullorðnu fólki dýr- mætt úrræði á því sviði. Slíkt muni auka álag bæði á heilbrigðiskerfið og aðstandendur. „Félag sjúkraþjálfara lýsir furðu sinni á framkvæmdinni og leggur áherslu á að endurhæfing er ein alhagkvæmasta meðferð fjár- muna í heilbrigðiskerfi okkar og skil- ar margföldum sparnaði á öðrum sviðum heilbrigðis- og velferðar- þjónustunnar.“ n Harma lokunina Endurhæfingarrýmum á Hrafnistu lokað Flestir hjá FME með yfir 700 þúsund í laun A lls 83 af um 120 starfsmönn- um Fjármálaeftirlitsins (FME) eru með meira en 700 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Þar af eru tíu starfsmenn með meira en eina milljón króna í laun. Þetta kemur fram í svari FME við fyrirspurn DV en með heildarlaun- um er átt við mánaðarlaun auk yfir- vinnu og orlofs á yfirvinnu. Sam- kvæmt svarinu er ljóst að meðallaun starfsmanna eftirlitsins hafa hækkað frá árinu 2011 þegar mikil umræða skapaðist um launakjör starfsmanna og stjórnarmanna FME. Launakostnaður aukist ár frá ári Árið 2011 voru meðallaun starfs- manna eftirlitsins um 660 þúsund krónur á mánuði og þá voru einungis þrír starfsmenn með yfir eina milljón króna í heildarlaun. Þetta kom fram í svari FME við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins. Launakostnaður FME hefur auk- ist ár frá ári síðan 2009. Árið 2013 námu laun og launatengd gjöld 1,34 milljörðum króna og höfðu þá auk- ist um 64 milljónir frá árinu á undan. Launakostnaðurinn jókst um 517 milljónir frá árinu 2010 og um meira en helming miðað við 2009. Meðal- launakostnaður á hvern starfsmann var því um 930 þúsund krónur árið 2013 samanborið við 745 þúsund krónur árið 2010. Starfsmenn FME eru í dag ríflega 120 talsins en til samanburðar störf- uðu 43 hjá ríkisstofnuninni í árslok 2007. Sigurður Valgeirsson, upplýs- ingafulltrúi FME, segir engin áform um að annað hvort fækka eða fjölga starfsmönnum stofnunarinnar. Tvær hliðar á sama peningi Morgunblaðið greindi í október í fyrra frá bréfi sem samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila sendi Höllu Sigrúnu Hjartardóttur, þáverandi stjórnarformanni FME, þann 16. júní 2014. Í bréfinu kom fram að nefndin, sem er skipuð fulltrúum fyrirtækja innan Samtaka fjármálafyrirtæka (SFF), hefði viljað sjá hraðari starfs- mannafækkun hjá FME. Lýstu þeir vonbrigðum nefndarinnar með það að FME sæi ekki fyrir sér meiri fækk- un starfsmanna á komandi árum en rekstraráætlanir stofnunarinn- ar gera ráð fyrir. Að mati samráðs- nefndarinnar hygðist stofnunin því „festa inni til framtíðar“ þann kostn- aðarauka sem eftirlitsskyldir aðilar á fjármálamarkaði hefðu tekið á sig í kjölfar bankahrunsins 2008. Bréfið er undirritað af Hermanni Björnssyni, forstjóra Sjóvár, og í því segir einnig að skilningur hafi ríkt á því að bregðast þyrfti við þeim aðstæðum sem komu upp 2008 og útheimtu auk- inn rekstrarkostnað FME. Hins vegar hafi verið reiknað með því að mann- afli og kostnaður myndu lækka þegar sérstökum verkefnum sem tengdust fjármálahruninu væri lokið. Rúmum tveimur mánuðum eftir að samráðsnefndin sendi stjórnarfor- manni FME bréfið birtist ný úttekt Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á fylgni FME við 29 kjarnareglur Basel-nefndar- innar um skilvirkt bankaeftirlit. Í úttekt- inni varar AGS við því að auknar líkur séu á því að fjármálafyrirtæki fari á ný að falast eftir kröftum starfsfólks FME. Ástæðan sé aukin uppgangur íslensks efnahagslífs. Kom þar einnig fram að helmingur starfsfólks FME hafði starfað hjá stofnuninni skemur en fimm ár og aðeins örfáir í fleiri en tíu ár. Telur AGS því áríðandi að stofnunin marki sér stefnu um hvernig henni getur haldist á starfsfólki á komandi árum. n n Tíu með meira en milljón í laun n Engin áform um að fækka starfsmönnum Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Launakostnaður FME frá hruni 2013: 1.340 milljónir króna 2012: 1.276 milljónir króna 2011: 1.074 milljónir króna 2010: 823 milljónir króna 2009: 646 milljónir króna Hærri launakostnaður Með fjölgun starfsmanna hefur launakostnaður FME aukist ár frá ári síðan 2009. Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri Fjármálaeftirlitsins. 74 prósent virkir á vinnu- markaði Um áramót voru um 2.400 manns í þjónustu á vegum VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, en í tilkynningu kemur fram að 1.783 einstaklingar komu nýir inn í þjónustu hjá VIRK á árinu 2014 og fjölgaði þeim um tæp 9 pró- sent frá fyrra ári en þá leituðu 1.639 einstaklingar til VIRK. 1.066 einstaklingar luku þjón- ustu 2014, um 18,5 prósent fleiri en 2013 en þá útskrifuðust 899 einstaklingar. Alls hafa tæplega 3.800 manns útskrifast frá VIRK frá upphafi og um 74 prósent þeirra eru virk á vinnumarkaði við útskrift.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.