Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 29
Vikublað 3.–5. febrúar 201530 Lífsstíll Ísskápshurðin tilheyrir konunni Jóhanna rannsakaði ísskápshurðir og eigendur þeirra í BA-verkefni sínu Í sskápshurðin er sá hlutur heim- ilisins sem segir einna mest um heimilisfólkið. Ef þú skoðar bara ísskápshurðina hjá fólki, og ekkert annað, þá ættirðu að geta fengið mjög góða vísbendingu um hvernig fólk býr á heimilinu,“ segir Jóhanna S. Hannesdóttir, þjóð fræðingur, blaðamaður og rithöfundur. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem hún vann fyrir lokaverkefni sitt til BA-prófs í þjóðfræði við Háskóla Ís- lands. Verkefnið ber heitið Ísskáps- hurðir og eigendur þeirra – rannsókn á efnismenningu eldhússins. Líkt og nafnið gefur til kynna rannsakaði Jóhanna ísskápshurðir og hún er orðin ansi vön því að fólk hvái og reki upp stór augu þegar hún segir frá verkefninu. Nánast ekkert verið rannsakað „Þetta er mjög skrýtið viðfangsefni, ég veit það,“ segir hún hlæjandi þegar blaðamaður hefur samband. Jóhanna ætlaði sér í raun að skrifa um mun hefbundnara efni en fékk hálfgerða hugljómun og ákvað því að skipta um verkefni. „Ég var í heim- sókn hjá tengdaforeldrum mínum og var að horfa á ísskápshurðina þeirra og hugsaði með mér að hún væri allt öðruvísi en okkar. Svo fór ég að hugsa að eflaust væru engar tvær ísskápshurðir eins og í framhaldinu fór ég að spá í hvað ísskápshurðir gætu sagt um heimilsfólkið. Hvort maður gæti til dæmis séð fjölskyldu- gerðina?“ Jóhanna ætlaði sér fyrst að gera litla rannsókn á þessu óvenjulega viðfangsefni, en kennarinn sagði að þetta væri svo yfirgripsmikið að hún yrði að gera úr þessu BA-verkefni. Hún ákvað því að slá til þóað verk- efnið hafi verið óvenjulegt. „Þjóð- fræðin fjallar um allt mögulegt. Hún fjallar ekki bara um ævintýri og þjóðsögur, lopapeysur og þorramat. Þjóðfræðingar eru líka að rannsaka hversdagslífið í dag, þessa litlu hluti sem eru allt í kringum okkur,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að ísskápshurðir hafi lítið sem ekkert verið rannsak- aðar, hvorki á Íslandi né erlendis, og því sé nánast um frumrannsókn að ræða. Fyrir vikið hafi verkefnið verið enn meira spennandi. Heimilið og efnismenning eldhússins hefur hins vegar mikið verið rannsökuð og gat Jóhanna nýtt sér þær rannsóknir við sína rannsókn. Ætlað að skapa notalegtheit Jóhanna valdi viðmælendur sem áttu það sameiginlegt að vera konur í sambúð sem áttu börn, annaðhvort á heimilinu eða uppkomin. Um var að ræða fimm djúpviðtöl en að auki auglýsti hún eftir myndum af ís- skápshurðum á Facebook. Í leiðinni bað hún fólk að svara spurninga- skrá sem var sérstaklega hönnuð út frá djúpviðtölunum. Alls fékk hún 43 myndir frá alls kyns fólki. Niðurstöð- urnar voru að mörgu leyti áhuga- verðar en Jóhanna tekur fram að ekki megi yfirfæra þær yfir á allar ís- skápshurðir eða alla þjóðfélagshópa, enda sé aðeins um grunnrannsókn að ræða. Eins og við var að búast voru ísskápsseglar mjög algengir á ísskápshurðunum sem hún rannsakaði. „Þeir sem skreyttu ís- skápinn sinn á annað borð voru all- ir með einn eða fleiri ísskápssegla á sínum ísskáp. Svo kallaðir ferðasegl- ar voru vinsælir. Seglar sem höfðu verið keyptir á ferðalögum erlend- is eða innanlands. Þá var algengt að fólk væri með segla sem ætlað er að skapa notalegheit, eins og til dæmis „Besta mamma í heimi“ eða eitthvað í þeim dúr. Fólk var líka oft með listaverk, sérstaklega eftir börn. Jafnvel þeir sem áttu ekki börn voru með listaverk eftir lítinn frænda eða frænku. Ljósmyndir voru líka al- gengar, þá af fjölskyldumeðlimum. Ein kona sem var í átaki var með mynd af sjálfri sér þar sem hún var þéttari, svona sem áminningu um að borða hollt og stunda heilbrigðan lífsstíl. Svo var algengt að fólk væri með nafnspjöld, minnismiða og stundatöflur, sérstaklega barnafólk.“ Samhengi á milli fjölda barna og óreiðu Þá sá Jóhanna samhengi á milli þess hve mörg börn voru á heimilinu og hve mikið dót var á ísskápnum. „Þegar börn eru á heimilinu þá er oft meira sem þarf að muna og meira að gera. Í raun jókst óreiðan á ísskápn- um eftir því sem börnin voru fleiri. Svo þegar börnin flytja að heiman þá breytist þetta. Ísskápurinn verður oft snyrtilegri en jafnframt einmana- legri. Ég varð stundum sorgmædd þegar ég skoðaði aðsendu mynd- irnar, því þá sá ég svo vel hvernig ís- skápshurðin breyttist í takt við breytt fjölskyldumynstur. Þegar börn- in flytja heiman verður minna líf á heimilinu og ber ísskápshurðin þess glöggt merki.“ Jóhanna segir ástæðuna fyrir því að fólk hengi allt þetta dót á ísskáps- hurðina, en ekki einhvern annan stað, vera þá að þar sé einfaldlega mesta umferðin á heimilinu. Fólk þurfi að borða á hverjum degi og flestir fari því í ísskápinn á hverjum degi, stundum oft á dag. Þurfi fólk að muna eitthvað séu mestar líkur á því að það sjái það á ísskápnum. Rótgróið að konan fegri heimilið „Ísskápshurðin virðist líka hjálpa fólki við verðmætaflokkun. Ef börnin koma með myndir heim af leikskól- anum þá fara þær oft fyrst á ísskápinn og við tiltekt, sem á sér yfirleitt stað einu sinni á ári, til dæmis um jólin eða í lok annar, þá er tekin ákvörðun um hvort henni er hent eða hvort hún í fari í ramma eða möppu.“ Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar Jóhönnu eru það konurn- ar sem aðallega sjá um að setja eitt- hvað á ísskápshurðirnar og það þótti henni áhugavert. „Það tengdist því að konan sá oftast um að versla í matinn og elda. Ísskápshurðin virtist fyrst og fremst tilheyra kon- unni sem tengist því svo að eldhús- ið virðist frekar vera staður konunn- ar en karlmannsins. Ef karlmaðurinn á heimilinu var líka virkur í eldhús- inu, þá setti hann eitthvað á ísskáp- inn líka. En á þeim heimilum sem konan var lítið virk í eldhúsinu þá setti hún samt meira á ísskápinn en karlmaðurinn,“ útskýrir hún. „Eins og kvennabaráttan hefur áorkað miklu síðustu áratugi þá virðist það samt vera þannig að eld- húsið og heimilið tilheyri konunni. Það virðist vera rótgróið að konan sjái um að gera heimilið fallegt og notalegt þó að karlmaðurinn taki einhvern þátt í því.“ Jóhanna ítrekar þó að þetta sé bara miðað við niður- stöður hennar rannsóknar. Þá komst Jóhanna að því að eftir því sem hlutur er lengur á ísskáps- hurðinni þá virðist hann öðlast meira gildi fyrir eigandann. Hlutur- inn er kannski ekki merkilegur í upp- hafi en eftir að hafa verið á ísskápn- um í fjölda ára, í gegnum flutninga og tiltektir þá virðist fólki þykja æ vænna um hann. Ísskápshurðin eins og gríma „Það er einnig mjög áhugavert þegar fólk skreytir ekki ísskápshurðina sína þó að það geti það. Það var til dæmis ein sem sendi mér mynd af sínum ís- skáp sem var alveg óskreyttur. Það að skreyta ekki ísskápinn sinn segir líka mikið um fólk – rétt eins og skrautið. Þeir sem skreyta ekki ísskápshurðina eru oft einstaklingar sem þola illa drasl og vilja hafa allt mjög snyrti- legt í kringum sig. Þá er heimilið oft þannig að ekki má sjást neitt uppi á borðum og slíkt,“ segir Jóhanna, en eftir að hún að rannsakaði ísskáps- hurðir fór hún að sjá þær í nýju ljósi. Þá varð þetta líka til þess að hún fór að skreyta sinn ísskáp meira. Jóhanna spurði viðmælendur sína hvort þeim væri sama ef gestir stæðu fyrir framan ísskápinn þeirra og skoðuðu allt sem fest væri á hurðina og flestum fannst það í góðu lagi. „En flestir tóku fram að þeim þætti verra ef einhver opnaði ísskáp- inn og skoðaði hvað væri í honum. Það var eins og það væri persónu- legra. Ísskápshurðin er því í raun táknmynd fyrir okkur sjálf. Við setj- um upp ákveðna grímu og inni- haldið – okkar innri manneskja – er ekki fyrir alla að sjá,“ segir Jóhanna að lokum. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Fyrir framan ísskápinn Jóhanna er orðin vön því að fólki verði hissa þegar hún segist hafa skrifað BA-ritgerð um ísskápshurðir. Stór fjölskylda Ísskápshurð fimm manna fjölskyldu. Á barnmörgum heimilum þarf að muna margt og heldur ísskápshurðin ofar en ekki utan um skipulagið. Algengt er að fólk festi til að mynda stundatöflur á ísskápshurðina. Ísskápurinn hennar Jóhönnu Jóhanna segist meðvitað hafa farið að skreyta ísskáp- inn meira eftir að hún vann rannsóknina. Ís- skápurinn er í raun innbyggður í innréttinguna en Jóhanna segir fjölskylduna alltaf vera að fresta því að festa skápshurðina á. Þau vilja frekar geta skreytt ísskápinn að vild og þannig skapað hlýleika í eldhúsinu. Myndskreyttur Ísskápshurð með fjölda ljósmynda, en það er algengt að finna ljós- myndir á ísskápshurðum fólks. Einstæðingur Ísskápshurð einstæðings. Ísskápshurðir einstæðinga eru oft tómlegri en ísskápshurðir á barnmörgum heimilum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.