Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 37
Vikublað 3.–5. febrúar 201538 Fólk Bókmenntaelíta á Bessastöðum n Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent síðastliðinn föstudag Í slensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðastliðinn föstudag. Það var að sjálfsögðu forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti verðlaunin í þremur flokkum. Ófeigur Sigurðs- son hlaut verðlaun í flokki fagur- bókmennta fyrir skáldsöguna Ör- æfi, sem fékk mikið lof gagnrýnenda fyrir jól. Bryndís Björgvinsdótt- ir hlaut verðlaun í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir bókina Hafnfirðingabrandarann og Snorri Baldursson hlaut verðlaun í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyr- ir bók sína Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar. Bókmenntaelíta landsins var mætt á Bessastaði til að vera við- stödd verðlaunaafhendinguna og heiðra sigurvegarana. Meðal þeirra var Brynja Þorgeirsdóttir, ritstjóri Djöflaeyjunnar á RÚV. Samkvæmt heimildum DV hafa hún og Ófeigur Sigurðsson verðlaunahafi verið að slá sér upp í dágóðan tíma, en sam- bandið hefur farið nokkuð leynt. n ritstjorn@dv.is Brjálað að gera Þetta var heldur betur viðburðarík helgi hjá Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, listakonu og textasmið, en hún mætti ekki bara á Bessastaði ásamt manni sínum, Andra Ómarssyni, heldur átti hún líka lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag. Eins og það væri ekki nóg þá fékk nýjasti erfingi þeirra hjóna einnig nafn á sunnudaginn Bros á Bessastöðum Þeir virtust kampakátir, forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og forsetaritarinn Örnólfur Thorsson, og glottu út í annað þegar ljós- myndari smellti af. Skælbrosandi Herdís Þorgeirsdóttir, fyrr- verandi forsetaframbjóðandi, virtist kunna vel við sig í síðdegissólinni á Bessastöðum. Gaman á Bessastöðum Brynja Þor- geirsdóttir, ritstjóri Djöflaeyjunnar, brosti breitt þegar hún heilsaði forseta vor með handabandi við komuna á Bessastaði. Hún var eflaust spennt að sjá kærastann, Ófeig Sigurðsson, taka á móti verðlaunum. Þétt handtak Það virðist þétt og gott handabandið hjá forsetanum og Ófeigi Sigurðssyni verðlaunahafa. Honum hefur eflaust þótt gott að vita af góðvinkonu sinni, henni Brynju Þorgeirsdóttur, í salnum. Ljúfir tónar Gestir nutu ljúfra tóna Valdi- mars og kunnu vel að meta. Verðlaunahafar Nýkrýndir verðlaunahafar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara eftir afhendinguna. Þau Bryndís Björgvinsdóttir, Snorri Baldursson og Ófeigur Sigurðsson voru að vonum ánægð og stolt með viðurkenninguna. Spenna í loftinu Gestir á Bessastöðum voru spenntir að heyra hverjir hlytu verð- launin að þessu sinni. Þar á meðal Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sem gaf út bókina Lífríki Íslands. Fengu viðurkenningu í Hörpu Félag kvenna í atvinnulífinu heiðraði öflugar konur F élag kvenna í atvinnulífinu afhenti sínar árlegu viður- kenningar í Hörpu síðast- liðinn fimmtudag, að við- stöddum fjölda kvenna og karla sem standa í framlínu ís- lensks atvinnu- og viðskiptalífs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formað- ur félagsins, ávarpaði gesti og í kjölfarið afhenti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra þremur konum verðlaun í jafn mörgum flokkum. Guðbjörg Magnea Matthías- dóttir, einn aðaleigenda Ísfélags Vestmannaeyja og Árvakurs, út- gáfufélags Morgunblaðsins, hlaut hina svokölluðu FKA-viðurkenn- ingu. Hvatningarviðurkenning- una hlaut María Rúnarsdóttir, einn stofnenda Mint Solutions, og þakkarviðurkenninguna hlaut Guðný Guðjónsdóttir, eigandi Mokka-Kaffi. Guðný og maður hennar, Guðmundur Baldvins- son, stofnuðu Mokka-Kaffi fyrir 57 árum. n Þrjár flottar María Rúnarsdóttir hlaut hvatningarverðlaunin í ár, en hún er einn stofnenda Mint Solutions og vel að verð- laununum komin. Öflugar konur Guðbjörg Matthíasdóttir hlaut FKA-viður- kenninguna og tók við henni úr höndum Þórdísar Lóu og Ragnheiðar Elínar. Þær stilltu sér svo brosandi upp. Heilsast Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, og Guðbjörg Matthíasdóttir tókust í hendur yfir Guðnýju Guðjónsdóttur. Sú síðastnefnda varð að beygja sig aðeins til að handabandið gengið upp. Guðný heiðruð Guðný Guðjónsdóttir tók við verðlaununum ásamt dóttur sinni úr höndum Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns félags kvenna í atvinnulífinu, og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.