Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 19
20 Umræða Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Reisupassar eru rómantískir „Gott hjá þér að sýna þessa myndir og elsku barn ég vona svo innilega að þú lærir af þessu og kennir öðrum í leiðinni. Mikið óskaplega máttu vera þakklát að hafa ekki keyrt á annan bíl og tekið líf. Þú átt framtíðina fyrir þér og óskandi að þú nýtir reynslu þína og látir gott af þér leiða, fyrir þig og aðra.“ Jonna Sverrisdóttir um myndir sem Brynja Mist Snorradóttir birti af sjálfri sér eftir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og lent í umferðarslysi. Óhætt er að segja að myndirnar hafi vakið mikla athygli en Brynja Mist missti stjórn á bifreiðinni sem skall á ljósastaur. „Hvað er í gangi! Eru verkalýðsfélögin búin að glutra niður ávinningi áratuga baráttu einsog ekkert sé, allt horfið út í veður og vind? Maður spyr, hverju eru þessi félög að fagna 1. maí, með lúðrahljómi og blaktandi fánum? Þetta er gjörsamlega ólíðandi og vekur spurningar um hvort þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Svona ógeð þarf að uppræta svo fljótt sem auðið er annars eitrar þetta út frá sér. Það er augljóst að verkalýðsfélögin hafa sofið á verðinum. Neytendur þurfa líka að sameinast um að sniðganga þau fyrirtæki sem haga sér svona.“ Sveinbjörn Halldórsson sýnir Fróða Frímanni Kristjánssyni stuðning en honum var sagt upp störfum hjá Eldsmiðjunni eftir að hann barðist fyrir því að fá trúnaðar- mann kjörinn hjá fyrirtækinu og greitt fyrir yfirvinnuárið 2012. Það er fyrirtækið FoodCo sem á Eldsmiðjuna, en fyrirtækið á einnig Aktu taktu, en dv.is greindi frá því á dögunum að ungri stúlku, Emmu Jóhönnu Pálínudóttur, var sagt upp, örfáum dögum eftir að hún tilkynnti um kynferðislega áreitni á vinnustað. „Að þolandinn sé jafn varnarlaus gegn geranda eins og dæmin sanna er kjaftshögg fyrir löggjafann. Málaflokkur sem þessi er ekki til þess fallinn að afla þingmönnum á löggjafarþinginu vinsælda og því er hann ekki í forgangi hvað varðar úrbætur og að réttur þolandans sé skýrður og bættur. Hvað eiga margir þolendur ofbeldis og niðurlægingar sem eru í sporum Julie eftir að þola mikla höfnun, niðurlægingu og réttur þeirra að engu hafður meðan gerandinn gengur laus sigri hrósandi? “ Athugasemd um Julie Ferguson sem varð fyrir því að kynlífs- myndband af henni var lekið á netið af fyrrverandi elskhuga hennar. Hæstiréttur felldi nálgunarbannsúrskurð úr gildi sem héraðsdómur hafði úrskurðað. 9 8 14 F yrir þá sem vilja ekki loka augunum fyrir veruleikan- um verður útþynning og samþjöppun á öllum sviðum stöðugt meira áberandi í sam- félaginu. Afkomendur einstaklinga og fjölskyldna tengjast í atvinnu- rekstri, hjónaböndum og andlegum störfum svo úr verður menningar- og stjórnarfarslegt kraðak og lítil von um endurnýjun frá hendi skrattans úr sauðarleggnum. Skrattinn merk- ir utanaðkomandi afl sem brýtur stirða hugsun og starfshætti. Ef ekk- ert breytist fer þjóðfélagið í mauk líkt kæfu úr rollukjöti sem fólk trúir að sé lostæti. Kæfan verður með síend- urteknu sama bragði en fólk finnur það ekki fyrir sjálfsánægju tungunn- ar. Kæfa er áberandi í listum, stjórn- málum og athafnalífinu. Sú aðferð við að sitja að völdum ríkir ekki hér, að faðir fari með son og biðji um hönd dóttur hliðstæðu sinna til þess að sameina jarðir og yfirráð, sem var algengt áður hjá ríkjandi stéttum, heldur skynjar ís- lenskur sonur hvaða kost hann eigi að velja. Valda- og menntastéttum þykir sjálfsagt að þær fæðist með rétt til að auka yfirráð sín með innbyrð- is hjónaböndum en hneykslast t.d. á því að í löndum araba ber stúlku að lúta föður sem fær hana í hend- ur manni í hagsmunaskyni. Hjá okk- ur þarf fjölskyldan ekki að standa í slíku, erfingjum er í hagsmunablóð borið að lúta hagkvæmninni. Þannig sameinast afkvæmi á sama sviði og foreldrarnir. Börn leikara fara í leik- list og sambúð með börnum annarra leikara og sjóða kæfu á sviði. Og rithöfundar tengjast gjarna þeim sem stunda ritiðn eða starfa við að „skipuleggja listaviðburði“. Mennta- maður fer í sambúð með mennta- konu sem hefur í það minnsta lokið við að skrifa mastersritgerðina sína. Háskólasamfélagð myndar MA- hjónabönd og mastersritgerðasam- býli. Engum finnst slíkt vera ótækt eða fáránlegt í lýðræði, þótt frelsi þess beri einkenni sjálfvalins ófrels- is í andlegri fátækt. Fátt hindrar að afkvæmi útvatni sig: leikari útvatnar sig sjálfur í leikkonu, skáld útvatnar sig í skáldkonu. Eðlisávísun lætur út- þynntu börnin rata á jötuna, svipað og belja ratar á básinn þótt hún megi nú ramba frjáls í fjósi áður en vélin mjólkar hana. Samfélagið er eins og þegar sól- þurrkaði saltfiskurinn varð að trosi. Þótt þorskurinn hefði glatað gildi og bragð þótti trosið ásættanlegt í maga. Eins er með menninguna núna. Í henni er flest útþvælt efni sem hefur velkst í fjölmiðlum, orðið tros um „hrunið“ eða stúlku sem fór á ball en vaknaði með karl ofan á sér og stirðnað í tómi líkama og sál- ar. Hún heldur að tilfinningin merki að henni hafi verið nauðgað og veit ekki að þetta merkir það eitt að hún fékk algera fullnægingu þegar kóngur hitti drottninguna: snípinn. Fyrst í kvennabaráttunni var snípur- inn hafinn á stall og upp til skýja sem forsenda fyrir rétti konunnar til unaðar af hálfu karlmannsins. Nú er snípurinn næstum gleymdur nema hann lifir sem drottning við hlið kóngsins, ef réttir aðilar para sig innan hagsmuna og frægðar í þjóð- félagi sem áræðir varla út fyrir blind- götuna sína og telur sér trú um að hún sé breiðgata lögð heimsfrægum hellusteinum. n „Ef ekkert breytist fer þjóðfélagið í mauk líkt kæfu úr rollu- kjöti sem fólk trúir að sé lostæti. Kæfan verður með síendurteknu sama bragði en fólk finnur það ekki fyrir sjálfsánægju tungunnar. Kæfa er áber- andi í listum, stjórnmál- um og athafnalífinu. Guðbergur Bergsson rithöfundur Til umhugsunar Útþynningin í samþjöppuninni Mynd SiGtryGGUr Ari JóHAnnSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.