Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 20
Helgarblað 13.–16. mars 201520 Fréttir Lakkað smeLLuparket • 30 ára ábyrgð Parket & gólf • Ármúla 32, 108 Reykjavík • S: 5681888 • parketoggolf.is Verð: 9.060 kr. m² Nú á tilboðsverði: 6.342 kr. m² Hágæða PlankaParket - eik Sauvage einstakt tilboð -30% afsláttur ATH TAkmArkAð mAgn Parket og gólf Góðvinur Pútíns, saddams hussein oG ChuCk norris n Kirsan Ilyumizhanov er forseti Alþjóðaskáksambandsins n Segist hafa verið brott­ K irsan Ilyumizhanov er væg- ast sagt umdeildur maður. Í sautján ár var hann forseti Kalmykíu, sem er sjálfstjórn- arlýðveldi innan Rússlands. Hann sat á rússneska þinginu og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum innan þingsins. Við fall Sovétríkj- anna auðgaðist hann gríðarlega, að- allega vegna viðskipta með kóreska bíla, og að hans sögn hefur hann nýtt alla sína fjármuni í þágu Kalmykíu og hinnar ástríðunnar í lífi sínu, skák- listarinnar. Kirsan hefur verið forseti FIDE, alþjóðaskáksambandsins, síð- an 1995. Gagnrýnendur hans segja að skilin á milli ríkishirslna Kalmyk- íu og veskis hans séu óljós og hann vakti athygli á alþjóðlegum vettvangi þegar hann sagðist hafa verið brottn- uminn af geimverum. Síðastliðinn þriðjudag heimsótti hann Ísland í fyrsta sinn. Að sögn Skáksambands Íslands (SÍ) hafði hann sjálfur frumkvæði að því að koma til landsins og kom það nokk- uð á óvart því SÍ hefur aldrei stutt hann innan FIDE. Tilefnið var upp- haf Alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótsins, einnar þekktustu skákhá- tíðar heims. Hann staldraði stutt við, aðeins í tæpan sólarhring, en hann sóttist eftir því að fá að heiðra einn forvera sinn í starfi, Friðrik Ólafsson, sem gegndi forsetaembætti FIDE 1978–1982, í tilefni af stórafmæli hans og að heimsækja gröf eins af merkustu mönnum samtímans að hans mati, Bobbys Fischer. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund að Kirsan Iluymizhanov sé ábyrgur fyrir allri þeirri spillingu og voðaverkum sem hann er sakaður um. Þetta er smávaxinn og nettur maður, flottur í tauinu og býður af sér góðan þokka. Hann talar frekar bjagaða ensku en hann virkar auð- mjúkur, brosir mikið og hlær. Þegar maður leitar eftir upplýsingum um hann á vefnum þá blasir hálfgerð reyfarasaga við. Gular geimverur Hinn 17. september 1997 var Kirsan, að eigin sögn, brottnuminn af geim- verum. Hann var staddur í íbúð sinni í Moskvu þegar þær tóku hann í ferðalag í geimskipi sínu og að hans sögn voru bílstjóri hans og tveir vin- ir til vitnis um það að hann hvarf úr íbúðinni í einhvern tíma en birt- ist svo þar aftur. Hann lýsti þeim þó óljóst, að þær hefðu verið gular, talað við hann með hugsanaflutn- ingi og að mörgu leyti svipað til okk- ar mannanna. „Áður en ég ákvað að segja frá reynslu minni fór ég vandlega yfir mögulegar afleiðingar. Fjölskylda mín gæti álitið mig galinn og orðið fyrir aðkasti, á rússneska þinginu gæti ég misst trúverðugleika og þetta gæti kostað samband mitt við mikil- væga viðskiptafélaga. Ég er ekki vit- laus, ég hugsa alltaf nokkra leiki fram í tímann eins og góður skákmaður. Hins vegar var ég á þeirri skoðun að mér bæri skylda til þess að upplýsa um þetta og það er vegna þess að orð mín hafa vigt. Ef venjulegur borgari myndi halda þessu fram fengi hann líklega flýtimeðferð á viðeigandi stofnun en þegar forseti lýðveld- is heldur slíku fram þá hlustar fólk. Þetta gerðist og ég vildi opna um- ræðuna. Að trúa á geimverur er rök- rétt, samt er ég talinn galinn, en þeir sem trúa á Guð eru taldir eðlilegir.“ Viðbrögðin við yfirlýsingu hans voru blendin og flestir töldu að ein- hverjar skrúfur hefðu losnað í kollin- um á honum. Þar á meðal Vladimír Pútín. Þó ekki meira en svo að póli- tískur andstæðingur innan þings- ins fór fram á opinbera rannsókn um hvort Kirsan hefði upplýst geim- verurnar um ríkisleyndarmál. Vinur Gaddafi og Saddam Hussein Kirsan hefur frá 1995 verið forseti FIDE, alþjóða skáksambandsins, og ferðast út um allan heim til þess að breiða út fagnaðarerindið. Sérstak- lega hefur hann áhuga á að innleiða skák í skóla og segir að íþróttin sé frábært tæki til þess að þjálfa huga barna. Hann kom skákkennslu á sem skyldu fyrir 1.–3. bekk í Kalmyk- íu og segir að árangurinn hafi verið framúrskarandi. Hann heimsækir þó sjaldan vestræn lönd, þar nýtur hann lítillar hylli. Hann virðist þó vera au- fúsugestur einræðisherra. Hann heimsótti meðal annarra Moammar Gaddafi til Líbíu og Saddam Hussein til Írak. „Ég er sendiherra skákar- innar og ég heimsótti þá til þess að efla íþróttina í þessum löndum. Það er skylda mín og ég skil ekki að ég sé gagnrýndur fyrir það. Báðir voru mjög áhugasamir um að efla skákina innan sinna landa og það fór vel á með okkur.“ Saddam var sérstaklega góður vinur hans og meðal annars bauð Kirsan honum landsvæði í Kal- mykíu svo að hann gæti sest þar að. Hann dvelur þó ekki lengi við þessa vægast sagt umdeildu menn en hef- ur sagt í öðrum viðtölum að þeir hafi gert margt gott fyrir sínar þjóð- ir og ekki sé ástandið betra nú þegar þeim hefur verið steypt af stóli. Hann áréttar þó eitt: „Ég er búddisti og ég fordæmi ofbeldi og blóðsúthellingar. Ég vil stuðla að friði.“ Kim-Jong-Un væntanlegur í heimsókn Í því samhengi greinir hann frá metn- aðarfullum fyrirætlunum sínum þar sem skákin eigi að vera vopn í barátt- unni fyrir friði. „Ég er að skipuleggja fjöltefli milli barna frá Suður-Kóreu og Norður-Kóreu á landamærum ríkjanna. Leiðtogar í suðrinu tóku vel Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Furðulegar staðreyndir um Kirsan Ilyumizhanov n Chuck Norris er persónulegur vinur hans og trúbróðir. Hann hefur heimsótt Kalmykíu tvisvar. n Steven Seagal einnig en hann var út- nefndur heiðursborgari í Kalmykíu. Heiður sem hlotnast fáum. n Richard Gere og Sharon Stone eru einnig vinir hans og hafa komið í heim- sókn. n Dýrkar og dáir Lenín (en amma Leníns var frá Kalmykíu). Bauð ráðamönnum í Kreml milljónir dollara fyrir að fá að flytja lík Leníns til Kalmykíu. n Heimsótti páfa og lét reisa í kjölfarið kaþólska dómkirkju í heimalandinu. Þar býr einn kaþólikki. Sá er víst bara sáttur. n Dalai Lama er andlegur leiðtogi hans. n Stofnaði safn í höfuðborginni þar sem sýningin „Planet Kirsan“ er í forgrunni. n Árið 1996 lýsti hann því yfir að Urala, helsta fótboltalið landsins, hefði náð samningum við Diego Maradona. Meðferð á Kúbu kom í veg fyrir að hann spilaði fyrir liðið. n Er sannfærður um að skákin hafi komið til jarðarinnar frá geimverum. Segist hafa skoðað 3.000 ára skákborð í nokkrum heimshlutum sem eru alveg eins. Það er aðeins ein útskýring á því að hans mati. n Hann hefur sagt í viðtölum að geimverurnar hafi falið leynd skilaboð í skákinni. „Ég er ekki vit­ laus, ég hugsa alltaf nokkra leiki fram í tímann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.