Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 13.–16. mars 2015 Stay put Saklaus maður var ákærður Ég vil gleymast Adolf Ingi Erlingsson varar erlenda ferðamenn við veðrinu. – DV Garðar Ólafsson verjandi Gunnars Scheving sem ákærður var í LÖKE-málinu. – DV Ung kona vill rétta af stafrænt mannorð sitt. – DV Myndin Afmælismót Friðriks Ólafssonar Skákmenn etja kappi í Hörpu þessa dagana, en þar er haldið þrítugasta Reykjavíkurskákmótið. Mótið er tileinkað Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga, en hann varð áttræður á árinu. mynd SIGtryGGur ArI N ýútkomin skýrsla Samkeppniseftirlitsins (SER) sem ber heitið „Leið- beining um samkeppni á dagvörumarkaði – Staða samkeppninnar“ er þungur dómur yfir versluninni í landinu og hlýtur að vera stjórnvöldum og neytend- um mikið áhyggjuefni. Í skýrslunni er dregin upp mynd af þeirri fákeppni sem ríkir á dag- vörumarkaði á Íslandi. Fram kemur að fjórar verslanakeðjur ráða 90% markaðarins. Þar af ræður stærsta keðjan, Hagar, um 50% markaðar- ins eftir að hafa selt 10-11 verslana- keðjuna frá sér en áður réðu Hagar 55% markaðarins. Hlutdeild Haga er reyndar meiri nú á höfuðborgar- svæðinu eða sem nemur um 54%. Í skýrslunni kemur fram sú skoðun að „Ekki séu komnar fram vís- bendingar um að staða Haga sem markaðsráðandi aðila á mark- aðnum hafi breyst.“ (bls.24) Tvær stærstu verslanakeðjurnar sem hafa 70% hlutdeild til samans lúta sama eignarhaldi þar sem hópur lífeyrissjóða á ráðandi hlut í báð- um keðjum. Ein meginniðurstaða skýrslunnar staðfestir það sem sá sem hér ritar og fleiri hafa haldið fram að verslunin hefur ekki skilað styrkingu krónunnar sem nam um u.þ.b. 5% á árunum 2011–2014 auk þess sem verð á dagvörum í heild hefur hækkað um 10%. Einnig kemur fram í skýrsl- unni að verslunin hefur ekki far- ið að tilmælum SER um að gerð- ir séu skriflegir samningar milli birgja og verslana um innkaup. Þar með festast í sessi þau mis- munandi viðskiptakjör sem tíðkast hafa og birtast í því að minni versl- anir njóta umtalsvert verri við- skiptakjara en stærstu keðjurnar og skekkja samkeppnisstöðu umtals- vert. Skýrslan staðfestir að álagning vara sem keypt er af skyldum fyr- irtækjum hefur hækkað merkjan- lega. Allt það sem áður er talið þýð- ir á mannamáli að neytendur eru að greiða hærra verð fyrir vöruna en efni standa til. Það eykur hins vegar framlegð verslunarfyrirtækja og í skýrslunni kemur fram að með- alarðsemi eigin fjár dagvörusmá- sala á Íslandi er rúmlega þreföld miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu og BNA eða um 35–40%! Það er ekki að furða að stóru versl- anakeðjurnar græði á tá og fingri á kostnað almennings. Hvað er til ráða? Í skýrslu SER kemur greinilega fram sá vanmáttur sem stofnunin og neytendur búa við til að hafa áhrif á ástandið á matvörumarkaðnum. SER getur einungis „lagt til“, „leið- beint“ eða sent tilmæli. Ekki verð- ur séð að stofnunin ráði yfir nein- um afgerandi úrræðum sem hægt er að grípa til ef tilmælum og leið- beiningum er ekki fylgt. Erfitt er fyrir neytendur að beita þrýstingi þar sem þeir eru í raun neyddir til að kaupa inn hjá einhverjum þeirra markaðsráðandi aðila sem ákvarða verð á markaði. Auk þess búum við Íslendingar við veikburða og sauð- meinlaus neytendasamtök sem hafa t.d. ekki tekið til máls um um- fjöllunarefni skýrslu SER undan- farin misseri. Þannig hafa Neyt- endasamtökin ekki lagt mat á það hversu mikið tregða verslunarinnar við að skila gengisstyrkingu krón- unnar hefur kostað neytendur á tímabilinu. Það sem helst virðist koma til greina fyrir neytendur til að knýja verslunina til verðlækkunar er að beina innkaupum tímabundið eða til frambúðar til minni og „óháðra“ kaupmanna. Einnig hlýtur að koma til skoðunar að íslensk alþýða geri þá kröfu til lífeyrissjóðanna sem hún er lögþvinguð til að greiða í að þeir beiti eigendavaldi sínu til að lækka vöruverð. Hægur vandi er fyrir lífeyrissjóðina að vinda ofan af ofurlaunum stjórnenda versl- unarfyrirtækjanna og lækka með því kostnað þeirra. Með því móti og með öðrum almennum að- haldsaðgerðum í rekstri fyrirtækj- anna skapast skilyrði fyrir lægra vöruverði. Mikilvægast er þó að almenningur láti verslunarmenn vita hug sinn með afgerandi hætti og láti af því vita að áframhaldandi okur verði ekki þolað. Safnast hefur verið saman á Austurvelli af minna tilefni. n Verslunin fær falleinkunn Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari „Hægur vandi er fyrir lífeyris- sjóðina að vinda ofan af ofurlaunum stjórnenda verslunarfyrirtækjanna. 1 Líkfundur við Sæbraut Lík af konu á sextugsaldri rak á land við Sólfarið á Sæbraut á mánudag. Mikill viðbúnaður lögreglu var við Sólfarið í kjölfarið. Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á konuna. Það voru ferðamenn sem fundu konuna. Lesið: 36.523 2 Situr fastur í blindbyl á Reykjanesbraut: ALLT STOPP Athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal sat fastur á Reykjanesbraut líkt og tugir annarra á þriðjudag þegar enn ein lægðin gekk yfir landið. „Ég hef aldrei séð verra veður. Ég er pikkfastur með endalaust af bílum í röð,“ sagði Jón Gunnar í samtali við dv.is. Lesið: 22.643 3 Drengurinn með grímuna bræðir hjörtu heims- byggðarinnar Níu ára kínverskur drengur er svo illa brunninn á andliti eftir slys sem hann varð fyrir fimm ára gamall, að hann þarf að ganga um með grímu. Lesið: 19.949 4 „Ég vil gleymast“ Fólk á rétt á því að hverfa af netinu samkvæmt niðurstöðu Evrópu- dómstólsins og hafa 175 Íslendingar beðið netrisann Google um að fjarlægja 573 hlekki úr niðurstöðum leitarvélar- innar. Einn þeirra sem vill gleymast ræddi við DV. Lesið 18.522 5 Kári tapar enn og aftur dómsmáli vegna einbýl- ishússins Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, til þess að greiða fyrirtækinu Torfi túnþökuvinnslu ehf. tæplega þrjár milljónir króna vegna verks sem starfsmenn þess unnu við heimili Kára árið 2012. Lesið: 17.043 Mest lesið á DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.