Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 13.–16. mars 201536 Fólk Viðtal
Jóhannes Haukur Jóhannesson greip
tækifæri lífs síns þegar honum bauðst hlutverk í
bandarísku sjónvarpsþáttunum A.D. Jóhannes Hauk-
ur ræðir um leiklistina sem bankaði óvænt upp á,
föðurleysið í æsku, ástina sem hann fann á Dubliner,
frægðina sem hann finnur fyrir eftir miðnætti og
sjálfsánægjuna sem hann gengst við kinnroðalaust.
Þ
etta er langstærsta verkefni
sem ég hef verið hluti af. Ég
heyrði töluna 42 milljónir
Bandaríkjadala en það er á
skala sem við þekkjum ekki
hér heima. Þetta hefur verið mik-
ið ævintýri,“ segir Jóhannes Haukur
Jóhannesson leikari, sem hefur að
mestu dvalið í Marokkó í Afríku síð-
an í september við tökur á banda-
rísku biblíusjónvarpsþáttunum A.D.
Lærisveinninn Tómas
Fyrsti þáttur verður frumsýndur á
NBC-sjónvarpsstöðinni á páskadag
og á Stöð 2 á þriðjudeginum á eft-
ir. Þættirnir eru meðal annars fram-
leiddir af Mark Burnett, sem er
maðurinn á bak við marga vinsæla
raunveruleikaþætti á borð við Sur-
vivor, The Apprentice og The Voice,
og fjalla um það sem gerist eftir að
Jesús hefur stigið upp frá dauðum
en Jóhannes Haukur leikur læri-
sveininn Tómas.
„Þetta er hæfilegt hlutverk og
alls ekki of stórt. Maður telur sig
ansi góðan í ensku en það er meira
en að segja það að leika á ensku
þegar maður er ekki vanur því. Ég
er í aukahlutverki og hef því feng-
ið pásur til að koma heim á milli.
Að þurfa að vera í burtu frá fjöl-
skyldunni er erfiðast. En ég er
heppinn. Aðalleikarinn er líka
tveggja barna faðir en hefur þurft
að vera þarna sleitulaust frá byrjun.
Svo fékk ég líka fjölskylduna til mín
í tólf daga í nóvember.“
Jesús í eróbikk
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Jó-
hannes Haukur tekur að sér hlut-
verk í verkefnum tengdum biblíu-
sögunum því hann lék einnig í
stórmyndinni Noah. „Svona biblíu-
verk virðast vera nýjasta tískan
þarna í Hollywood. Og ég skarta
fallegu biblíuskeggi sem þykir
kannski eftirsóknarvert. Þeir eru
duglegir þarna í Hollywood að láta
hvíta manninn leika næstum allar
persónur í Biblíunni þótt það sé nú
ekki alveg rétt. Reyndar stæra þeir
sig á því í þessum þáttum að búa
yfir fjölbreyttara leikaravali. Þarna
erum við með allra þjóða kvik-
indi og Jesús sjálfur, Juan Pablo di
Pace, kemur frá Argentínu. Við vor-
um öll mjög glöð þegar okkur tókst
að grafa upp þá staðreynd að hann
lék í Call On Me-myndbandinu þar
sem hann er eini karlmaðurinn í
eróbikk-tímanum. Það fannst okk-
ur skemmtilegt, öllum nema hon-
um,“ segir hann brosandi.
Grét sig í svefn
Þar sem tökur eru á endasprettin-
um á Jóhannes Haukur aðeins eft-
ir að fara einu sinni til Marokkó til
að ljúka einum tökudegi. „Ég er
ekki mikið fyrir að ferðast. Kon-
an mín er mun hrifnari af því og
er dugleg að draga mig til útlanda.
Fyrsta vikan úti var mér mjög erfið
en ég hafði aldrei verið svona lengi
í burtu frá börnunum mínum, ég
átti dálítið mikið erfitt og sérstak-
lega fyrstu nóttina. Ég hafði aldrei
komið til Afríku áður, hafði ferð-
ast allan daginn og farangurinn
minn var týndur. Um miðnætti var
ég kominn á hótel í Afríku eftir þrjú
flug með engan farangur og sá fyr-
ir mér að eiga ekki eftir að sjá börn-
in mín í margar vikur. Og ofan á allt
virkaði netið ekki. Ég lagðist bara á
koddann og grét mig í svefn. Harm-
ur minn var samt ansi sjálfselskur.
Hann snerist um að ég væri ekki
hjá börnunum mínum en ekki að
þau væru án mín. Enda vissi ég vel
að þau væru í góðum höndum á Ís-
landi hjá mömmu sinni. Ég var lík-
lega að yfirdramatísera þetta.“
Vel borgað verkefni
Tökur hafa farið fram við lítinn
smábæ í um fjögurra tíma akstri frá
Marrakesh. „Við höfum gantast með
að þetta sé „minimum security“-
fangelsi. Það er ekkert þarna. Það
er hægt að fara í göngutúra og keyra
til Marrakesh en lítið annað. En það
þýðir ekkert að væla yfir því. Þarna
er sól og blíða og góður matur. Og
svo er þetta vel borgað. Ég get ekki
kvartað yfir laununum. Þættirn-
ir eru framleiddir fyrir Bandaríkja-
markað og breskir leikarar segja að
mun betur sé borgað fyrir banda-
rískt efni en breskt. Það virðast all-
ir mjög sáttir við launin og ekki er
verra fyrir mig að fá borgað í pund-
um. Ég er kannski ekki orðinn rík-
ur en við þurfum allavega ekki að
hafa peningaáhyggjur á næstunni.
Annars er konan mín afar skynsöm
og lagði til að við myndum leggja
allt umfram inn á höfuðstólinn á
fasteignaláninu.“
Alinn upp af konum
Jóhannes Haukur er hálfur Fær-
eyingur en ólst að mestu upp í
Hafnarfirði þó með smá viðkomu í
Þórshöfn í Færeyjum sem og í Ár-
bænum. Hann var alinn upp af
mömmu sinni, Ingibjörgu Höllu
Guttesen, og móðurömmu en pabbi
hans, Jóhannes Haukur Hauksson
mjólkurfræðingur, bjó úti á landi og
sambandið við hann því takmark-
að framan af. „Foreldrar mínir voru
aldrei saman en í seinni tíð hef-
ur sambandið við pabba styrkst og
sérstaklega vegna þess að við eig-
um börn á sama aldri sem eru góð-
ir vinir,“ segir Jóhannes Haukur sem
var einbirni lengst af þótt hann eigi
átta hálfsystkini í dag.
„Ég var einn með mömmu í tíu
ár og svo kom litli bróðir minn sem
er sammæðra. Ég var ansi dekrað-
ur. Ég sé það eftir að hafa sjálfur
eignast börn. Börn eru endalaust að
reyna á mörkin og ég gerði það hik-
laust við móður mína – og varð ansi
ágengt að fá mínu fram. Ég man
líka að ég var ekkert alltof sáttur við
það þegar það átti að koma annað
barn inn á heimilið. Þótt það hafi
orðið allt í lagi með það þegar það
kom,“ segir Jóhannes sem minnist
áhyggjulausrar æsku. „Ég var lífs-
glatt og hamingjusamt barn þótt ég
hafi nánast alltaf fengið slæma um-
sögn fyrir hegðun frá kennurum. Ég
var ekki beint ókurteis en var bekkj-
artrúðurinn, alltaf að reyna að vera
fyndinn. Að öðru leyti var ég góður
námsmaður og gekk vel í skóla.“
Hann segir þó að fjarvera pabba
hans hafi lítið truflað hann. „Ég
velti mér aldrei upp úr því hvort
mig vantaði föðurímynd. Aðstæð-
urnar voru bara eins og þær voru
og það vildi bara svo til að á mínu
heimili var enginn pabbi. Fjöl-
skyldumynstur eru svo ólík. Sjálf-
ur sótti ég mínar fyrirmyndir í
mömmu og ömmu.“
Var karlremba
Jóhannes segir það þó hafa markað
sig að hafa verið alinn upp af kon-
um. „Samt sem áður, og það er dá-
lítið merkilegt, þá var ég rosaleg
karlremba þegar ég var yngri. Um
tvítugt átti ég til að vera óþolandi
dónalegur við konur. Kannski voru
amma og mamma of linar við mig.
Ég skammast mín fyrir þetta því ég
er ekki hrifinn af svona hegðun eða
því þegar karlar setja konum skorð-
ur út af kyni þeirra. Það var í raun-
inni ekki fyrr en ég fór í leiklistar-
skólann þar sem ég var með fjórum
konum í bekk sem þetta breyttist.
„Finnst ég oft
alveg frábær“
„Mér finnst svona
ákvarðanir svo
erfiðar og líkar best ef
hún ákveður hlutina
og tekur mig bara með
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is