Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 48
Helgarblað 13.–16. mars 201548 Sport
Nýr 2015 Renault Trafic sendibíll
Eigum á lager vel útbúna bíla
Aukabúnaður: Hliðarhurðir á báðum
hliðum - Bakkskynjari - Hraðastillir - Handfrjáls
búnaður fyrir síma - Loftkæling - USB tengi
- flottara Stereo - Plata í botni - skilrúm með
glugga - Gluggar í afturhurðum
Okkar verð 3.396 þús
á stuttum bíl án vsk.
←
Akademíur sem mala gull
Þ
að getur margborgað sig að
halda uppi öflugu unglinga
starfi eins og kom berlega í
ljós í fyrrasumar þegar úr
valsdeildarfélagið South
ampton seldi þrjá unga leikmenn
fyrir samanlagt 90,2 milljónir evra,
13,4 milljarða króna. Frá árinu 2012
er Southampton einmitt það lið í
Evrópu sem þénað hefur mest á sölu
uppalinna leikmanna. Þetta kemur
fram í úttekt sem greiningarfyrirtæk
ið CIES Football Observatory fram
kvæmdi og Daily Mail fjallaði um á
dögunum.
Lille í öðru sæti
Adam Lallana, Luke Shaw og Calum
Chambers yfirgáfu herbúðir South
ampton í fyrrasumar og fékk félag
ið í sinn hlut 13,4 milljarða króna.
Franska félagið Lille kemur þar á eftir
en frá 2012 hefur fé
lagið selt fimm upp
alda leikmenn fyrir
samtals 76 milljónir
evra, 11,3 milljarða króna.
Munar þar mest um belgíska lands
liðsmanninn Eden Hazard sem gekk
í raðir Chelsea sumarið 2012. Inni í
þessum tölum eru einnig Mathieu
Debuchy sem Newcastle keypti, og
síðar Arsenal, og Divock Origi sem
gengur í raðir Liverpool í sumar.
Stórliðin ekki ofarlega
Spænska félagið Real Sociedad, sem
Alfreð Finnbogason leikur með, er í
þriðja sæti en félagið seldi Antoine
Griezmann til Atletico Madrid í fyrra
sumar og Asier Illaramendi til Real
Madrid sumarið 2013. Athygli vek
ur að lið sem í daglegu tali teljast til
stórliða láta ekki mikið fyrir sér fara á
listanum. Real Madrid er í 6. sæti en
félagið hefur selt minni spámenn úr
akademíu sinni fyrir samtals 43 millj
ónir evra frá sumrinu 2012. Barcelona
kemur þar skammt á eftir með 38,8
milljónir evra. Þá er þýska stórliðið
FC Bayern í 12. sæti og Manchester
United í 13. sæti. n
n Southampton er það félag sem mest hefur fengið fyrir sölu á uppöldum leikmönnum
Lið Leikmenn Upphæð
1. Southampton (Eng) Calum Chambers, Adam Lallana, Luke Shaw 90,2
2. Lille (Fra) Gianni Bruno, Mathieu Debuchy, Lucas Digne, Eden Hazard, Divock Origi 76,0
3. Real Sociedad (Spá) Antonio Griezmann, Asier Illarramendi 62,2
4. Sevilla (Spá) Luis Alberto, José Campana, Antonio Luna, Alberto Moreno, Jesús Navas 51,5
5. Dortmund (Þýs) Daniel Ginczek, Mario Götze, Julian Koch, Lasse Sobiech, Koray Günter 43,5
6. Real Madrid (Spá) José María Callejón, Daniel Carvajal, Esteban Granero, Álvaro Morata 43,5
7. Barceolona (Spá) Thiago Alcantara, Jonathan dos Santos, Andreu Fontas, Bojan Krkic, Antonio Sanabria 38,8
8. Rennes (Fra) Y.M‘vila, T. Bakayoko, Y. Brahimi, K. Théophile, J. Kembo, D. Foulquier, Y. Jebbour 33,6
9. Montpellier (Fra) Rémy Cabella, Benjamin Stambouli, Mapou Yanga-Mbiwa, Younés Belhanda 33,5
10. St-Etienne (Fra) Faouzi Ghoulam, Josuha Guilavogui, Loris néry, Kurt Zouma 32,8
11. Swansea Joe Allen, Ben Davies 31,6
12. Bayern München Emre Can, Diego Contento, Raif Husic, Toni Kroos 31,1
13. Manchester United Michael Keane, Danny Welbeck, Robert Brady, Matt James, Joshua King 27,7
14. Paris St. Germain (FRA) Clément Chantome, Antoine Conte, Mamadou Sakho, Illan Boccara 25,2
15. Genoa (ÍTA) Richmond Boakye, Isaac Cofie, Stephan El Shaarawy, Dejan Lazerivic, Stefano Sturaro 24,5
16. Everton (ENG) Victor Anichebe, Jack Rodwell, Shane Duffy 23,9
17. Atalanta (ÍTA) Giacomo Bonaventura, Simone Colombi, Andrea Consigli, Manolo Gabbiadini, J. Olausson 24,5
18. Valencia (SPÁ) Juan Bernat, Carles Gil, Pablo Hernandez, Michel Herrero 23,2
19. Toulouse (FRA) Etienne Capoue, Daniel Gongré, Cheikh M'Bengue, Moussa Sissoko 22,2
20. Freiburg (ÞÝS) Oliver Baumann, Daniel Caligiuri, Johannes Flum, Matthias Ginter 20,8
Sæll Eden Hazard var
seldur á 45 milljónir
evra, á núverandi gengi,
frá Lille til Chelsea.
Ögurstund á
Old Trafford
M
anchester United tekur
á móti Tottenham í stór
leik helgarinnar í enska
boltanum. Aðeins munar
þremur stigum á liðun
um sem bæði eru í harðri keppni
um fjórða sætið sem gefur þátttöku
rétt í Meistaradeild Evrópu á næstu
leiktíð. United er í 4. sæti með 53
stig en Tottenham í 6. sæti með 50
stig. Ekki þarf að fjölyrða um mik
ilvægi leiksins fyrir bæði lið enda
er Meistaradeildarbaráttan óvenju
hörð þetta árið. Leikurinn fer fram á
sunnudag og hefst klukkan 16.
Á laugardag mætast Arsenal og
West Ham í nágrannaslag á Emir
ates. Arsenal er í 3. sæti með 54 stig
en West Ham er í 10. sæti með 39
stig. Þá tekur topplið Chelsea á móti
Southampton en Chelsea er með
fimm stiga forskot á Manchester
City sem er í 2. sæti. Southampton
er í 7. sæti með 49 stig og er ekki
búið að játa sig sigrað í baráttunni
um 4. sætið. City mætir Burnley á
útivelli í síðasta leik laugardagsins.
Lokaleikur þessarar 29. umferðar
fer fram á mánudagskvöldið þegar
Swansea tekur á móti Liverpool.
Swansea er í 9. sæti með 40 stig en
Liverpool, sem hefur verið á mikilli
siglingu undanfarnar vikur, er í 5.
sæti með 51 stig. n
Baráttan um Meistaradeildarsæti er hörð
Þurfa sigur Manchester United hefur verið
í talsverðu basli undanfarnar vikur og þarf á
sigri að halda gegn Tottenham á sunnudag.
Baldur Guðmundsson
Einar Þór Sigurðsson
baldur@dv.is / einar@dv.is