Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 8
Helgarblað 13.–16. mars 2015 Skuldsetning hafnarinnar skilað einni skóflustungu n Spáð 115 milljóna tapi Reykjaneshafnar á árinu n Bæjaryfirvöld ræða við kröfuhafa R eykjaneshöfn verður rekin með 115 milljóna króna tapi á þessu ári samkvæmt fjár­ hagsáætlun fyrirtækisins. Fari svo hefur Reykjanes­ höfn tapað um þremur milljörðum króna frá ársbyrjun 2009 og skuld­ irnar aukist um 3,7 milljarða. Bæjar­ yfirvöld í Reykjanesbæ eiga sam­ kvæmt heimildum DV í viðræðum við kröfuhafa hafnarinnar um lækk­ un á skuldum fyrirtækisins en þær nema um 7,5 milljörðum króna. Af­ koma fyrirtækisins í fyrra hefur ekki verið kynnt en áætlanir gerðu ráð fyrir um 300 milljóna tapi. Bæjaryfirvöld hafa undirritað sjö viljayfirlýsingar við jafnmörg fyrirtæki sem óskuðu eftir lóðum á iðnaðar­ og hafnarsvæðinu í Helgu­ vík á síðustu sex árum. Á þeim tíma hefur einungis ein skóflustunga ver­ ið tekin á svæðinu en stjórnendur Reykjaneshafnar reikna með því að framkvæmdir við tvær aðrar verk­ smiðjur hefjist á þessu ári. Þarf að greiða 2,3 milljarða Reykjaneshöfn er í eigu Reykjanes­ bæjar en fyrirtækið er fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna. Eins og komið hefur fram þá skuldar Reykjanesbær um 40 milljarða króna og er skuldsettasta sveitarfélag landsins en á í viðræðum við kröfu­ hafa um verulegar afskriftir. Uppbygging iðnaðarsvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í fram­ kvæmdum Reykjaneshafnar á meðan áform um stórfellda iðnað­ aruppbyggingu þar hafa ekki geng­ ið eftir. Reksturinn hefur því verið endurfjármagnaður með lántökum og kostnaður vegna þeirra ræður nú úrslitum um afkomu fyrirtækisins og sveitarfélagsins. Samkvæmt nýjustu fjárhagsáætl­ un Reykjaneshafnar þarf fyrirtækið að greiða 2,3 milljarða króna á næsta ári vegna langtímaskulda. Sama áætlun gerir ráð fyrir 730 milljóna veltu á árinu en eigið fé fyrirtækisins er neikvætt um 4,4 milljarða króna. Morgunblaðið hefur sagt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnað­ ar­ og viðskiptaráðherra, sé að skoða að semja lagafrumvarp sem eigi meðal annars að grynnka á skuld­ um Reykjaneshafnar. Heimildir DV herma að í frumvarpinu verði ein­ göngu gefin heimild fyrir því að ríkið geti komið að frekari fjárfestingum í Helguvík en ekki lækkun á skuldum hafnarinnar. Býst við fleiri skóflustungum Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn DV að tvö fyrir­ tæki, af þeim sjö sem hafa undirritað viljayfirlýsingar, horfi til þess að geta hafið framkvæmdir á svæðinu á þessu ári. Þar fyrir utan hafi forsvars­ menn United Silicon hf. tekið fyrstu skóflustungu að kísilmálmverk­ smiðju fyrirtækisins í ágúst í fyrra. Pétur segir útlit fyrir að nánar skýrist um tvö önnur verkefni á þessu ári en bætir við að ólíklegt sé að tvö fyrir­ tæki til viðbótar eigi eftir að sækja um lóð í Helguvík. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms í Helguvík. Fyrirtækið er annað af þeim tveim­ ur sem Pétur segir að vilji hefja fram­ kvæmdir á þessu ári. Thorsil hefur ekki samið um kaup á raforku og forsvarsmenn fyrirtækisins bíða enn niðurstöðu sérfræðiálits um mögu­ leg umhverfisáhrif verksmiðjunnar. Samkvæmt upplýsingum DV stefnir fyrirtækið G2 einnig að fram­ kvæmdum í Helguvík á þessu ári. Eigendur G2 vilja reisa um tíu þús­ und fermetra verksmiðju í Helgu­ vík sem myndi framleiða dísilolíu úr notuð dekkjum. Áætluð framleiðslu­ geta verksmiðjunnar er um 40 millj­ ónir lítra af olíu á ári og yrði hún framleidd fyrir innanlandsmarkað. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í tæp tvö ár. Reykjaneshöfn hefur einnig lofað fyrirtækinu Brúarfossi hf. lóð í Helgu­ vík undir vatnsverksmiðju. Brúarfoss hyggst fara í vatnsútflutning til þró­ unarlanda en verkefnið er ekki fjár­ magnað. Að auki hafa forsvarsmenn verkefnis sem ber vinnuheitið Arctic Tyres fengið vilyrði fyrir lóð. Ekki hafa fengist upplýsingar um stöðu verkefnisins. Að lokum hafa fyrir­ tækin Carbon Recycling, sem fram­ leiðir eldsneytið metanól í Svarts­ engi, og Fertil, sem hefur ráðist í frumáætlun um byggingu áburðar­ verksmiðju hér á landi, skrifað undir viljayfirlýsingar. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Framkvæmdir hafnar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sig- mundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra tóku fyrstu skóflustungu að kís- ílmálmverksmiðju United Silicon í ágúst í fyrra. 8 Fréttir Helguvik Jarðvegsframkvæmdum á lóð United Silicon er lokið og fyrirtækið auglýsti nýver- ið eftir starfsfólki til að vinna í verksmiðjunni. Hafnarstjórinn Pétur Jóhannsson. Wrapmaster Skammtari fyrir plastfilmur • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum og Byko Í eldHúsið Í Ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarBústaðinn engar flækjur - ekkert vesen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.