Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 14
Helgarblað 13.–16. mars 201514 Fréttir Við prentum skýrslur - allt árið • Kjölheftun • Kjöllímdar • Rafræn vefútgáfa • Allar stærðir • Allt að 124 síður • Þykkari kápa • 80 -130 gr. innsíður Umslag annast prentanir ársskýrslna á gæðapappír og sér um allan frágang í framhaldinu. Stafræn prentun ársskýrslna er góður kostur og heldur kostnaði niðri og skiptir þá engu hvort óskað sé eftir einu eintaki af ársskýrslu eða 100. Hið sama gildir um annars konar skýrslur, t.d. afkomuskýrslur fyrir hvern fjórðung eða hálfsárslega, eða annars konar prentefni sem fyrirtæki eða félög þurfa að prenta og dreifa til hluthafa og/eða viðskiptavina. Fáðu tilboð í síma: 533 5252 eða umslag@umslag.is Við bjóðum hraða og góða þjónustu! Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is V inna ráðgjafa stjórnvalda í haftamálum miðar að því að ekki sé forsvaranlegt að veittar verði neinar undan- þágur til erlendra kröfuhafa bank- anna nema að því gefnu að hægt yrði að veita sambærilegar undan- þágur fyrir aðra sem eru fastir undir höftum í hagkerfinu. Þannig hefur komið fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráð- herra, síðast í umræðum á Alþingi í lok janúar síðastliðinn, að ekki komi til greina að íslensk stjórnvöld „fari í einhvers konar samningaferli [við kröfuhafa] um það hvers konar að- lögun þarf að eiga sér stað eftir nám hafta. Það verður ekki samið um það.“ Stjórnvöld ætluðu að mynda sér „eigin skoðun á því hvað þurfi að gerast til þess að hægt sé að hleypa eignum slitabúanna og öðrum eign- um út fyrir höft, hvort sem það eru aflandskrónur eða aðrar krónur sem vilja komast út úr íslenska hag- kerfinu. Þegar við höfum komist að niðurstöðu um það erum við ekki til samninga um það.“ Viðbúið er að fulltrúar kröfu hafa muni láta á það reyna – hver svo sem niðurstaðan verður í vinnu stjórn- valda að nýrri áætlun um losun hafta – hvort íslensk yfirvöld séu að brjóta gegn alþjóðlegum sáttmálum með því hamla útgreiðslu á erlend- um eignum til kröfuhafa, til dæm- is með sérstöku útgöngugjaldi upp á tugi prósenta. Fastlega er gert ráð fyrir því að þar muni lögmenn kröf- uhafa einkum horfa til bandarískra dómstóla á grundvelli 15. kafla gjaldþrotalöggjafarinnar. Viðbrögð dómarans við gjald- þrotadómstólinn í New York nú í vikunni kunnu hins vegar að gefa til kynna að það verði hægara sagt en gert fyrir lögmenn kröfuhafa að færa rök fyrir því að framganga ís- lenskra yfirvalda gagnvart erlend- um kröfuhöfum sé með þeim hætti að ástæða sé til þess fyrir dóm- stólinn að hafa bein afskipti af slita- meðferðinni. Kröfuhafar horfa til bandarískra dómstóla Kröfuhafar snupraðir af bandarískum dómara n Lögmenn kröfuhafa kvörtuðu yfir framgangi mála á Íslandi n „Þú ert bara að þvaðra“ D ómari við bandarískan gjaldþrotadómstól í New York-fylki gaf afar lítið fyrir málflutning lögmanna er- lendra kröfuhafa íslensku slitabúanna í vikunni þar sem þeir gagnrýndu að lítið hefði þokast í átt að samkomulagi við íslensk stjórn- völd vegna áforma um að ljúka uppgjöri búanna með nauðasamn- ingum og útgreiðslu á erlendum gjaldeyri til kröfuhafa. „Þetta hljómar ekki eins og eitt eða neitt sem þessi dómstóll geti eða muni gera nokkuð með,“ sagði Stuart M. Bernstein dómari þegar regluleg fyrirtaka vegna greiðslu- stöðvunar Glitnis vestanhafs fór fram fyrir dómstól á Manhattan síðastliðinn þriðjudag. „Þú ert bara að þvaðra,“ bætti Bernstein við, og beindi orðum sínum að lögmanni Akin Gump sem er fulltrúi stærstu kröfuhafa gömlu íslensku bank- anna. Fjallað er um fyrirtökuna í fréttaskeyti frá Debtwire sem DV hefur undir höndum. Sú stað- reynd að lögmenn erlendra kröfu- hafa hafi mætt fyrir dómstólinn markar tímamót en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt gerist síðan slita- bú Glitnis fékk vernd Alríkisdóm- stóls Bandaríkjanna samkvæmt 15. kafla þarlendra gjaldþrotalöggjafar í ársbyrjun 2009. Hin íslensku slita- búin, Kaupþing og gamli Lands- bankinn, hafa einnig fengið slíka réttarvernd. Hingað til hafa aðeins fulltrúar slitastjórna íslensku bank- anna mætt fyrir dómstólinn í New York þar sem farið er yfir stöðu slitameðferðarinnar með reglulegu millibili. Vilja greiða út erlendar eignir „Sex og hálft ár er liðið. Enn hefur engin áþreifanlegur árangur orðið í átt að samhljóða samkomulagi,“ sagði Abid Qureshi, lögmaður Akin Gump, þegar hann ávarpaði dóm- arann. Vísaði hann meðal annars til þess að nánast engar viðræður hefðu átt sér stað við íslensk stjórn- völd. Þá kæmi ekki til greina af hálfu kröfuhafa föllnu íslensku bankanna, útskýrði Qureshi, að fallast til dæm- is á útgöngugjald sem yrði í kringum 35% á allar eignir slitabúanna, líkt og DV hefur áður greint frá. Lögmenn alþjóðlegu lögmanna- stofunnar Akin Gump, sem áður störfuðu undir merkjum Bingham, eru ráðgjafar erlendra kröfuhafa – að langstærstum hluta vogunar- sjóðir – sem eiga yfir 70% allra krafna á hendur íslensku slitabú- unum. Benti lögmaður Akin Gump á að samkvæmt fyrirliggjandi til- lögum að nauðasamningi Glitnis sé gert ráð fyrir útgreiðslu erlendra eigna sem myndi ekki hafa neikvæð áhrif á gengi íslensku krónunnar eða greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. Þar væri meðal annars um að ræða bandarísk ríkisskuldabréf að fjár- hæð 1,1 milljarður Bandaríkjadala, jafnvirði um 150 milljarða króna, sem heyrðu undir lögsögu dóm- stólsins á Manhattan. Dómarinn vísaði hins vegar til þess að hann gæti ekkert aðhafst þar sem ekki væri neitt samkomulag fyrir til staðar fyrir hann til að hafa skoðun á. „Þetta hljómar ekki eins og eitt eða neitt sem þessi dómstóll geti eða muni gera nokkuð með,“ sagði Bernstein. Versta mögulega sviðsmyndin Vaxandi óþreyju hefur gætt á meðal kröfuhafa slitabúanna hve hægt hefur miðað hjá stjórnvöldum að koma fram með áætlun um losun hafta og að ekki hafi fengist skýr svör af hálfu Seðla- bankans vegna umsóknar Glitnis og Kaupþings um undanþágu frá höft- um í tengslum við áform þeirra um nauðasamninga. Ljóst er að lögmenn kröfuhafa hafa lagt í mikla greiningu á því til hvaða lagalegu úrræða þeir geti gripið náist ekki samkomulag um að ljúka uppgjöri búanna með nauða- samningi sem kröfuhafar telja ásætt- anlegt. Versta mögulega sviðsmyndin að þeirra mati, eins og sagt er frá í frétt Debtwire, er ef niðurstaðan af vinnu ráðgjafa stjórnvalda að áætlun um losun hafta muni fela það í sér að kröf- uhöfum verði gefinn sá kostur einn að ganga að einhliða skilyrðum stjórn- valda (e. take-it-or-leave-it deal). Tilgangur slitabúanna á sín- um tíma með því að sækjast eftir viðurkenningu dómstóls í Banda- ríkjunum samkvæmt fyrrnefndum 15. kafla gjaldþrotalaga var einkum sá að tryggja jafnræði kröfuhafa og í því skyni að að eignir þeirra yrðu meðhöndlaðar með samsvar- andi hætti hvar sem þær væri að finna í heiminum. Lausafé Glitnis í erlendum gjaldeyri, sem nam um 660 milljörðum í árslok 2014, sam- anstendur að langstærstum hluta af erlendum ríkisskuldabréfum og innstæðum vistaðar í erlendum lánastofnunum. n Hörður Ægisson hordur@dv.is „Þetta hljómar ekki eins og eitt eða neitt sem þessi dóm- stóll geti eða muni gera nokkuð með. Lögmaður Akin Gump „Sex og hálft ár er liðið. Enn hefur engin áþreifanlegur árangur orðið í átt að samhljóða samkomu- lagi,“ sagði Abid Qureshi. Glitnir Er með réttarvernd dómstóls í Bandaríkjunum samkvæmt 15. kafla þarlendra gjaldþrotalöggjafar. Dómari Stuart M. Bernstein, dómari við gjaldþrotadóm- stól í New York-fylki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.