Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 13.–16. mars 201524 Fréttir Erlent AuðkýfingAr Evrópu n Ríkasta fólkið í öllum stærstu löndum Evrópu n Spánverjinn Amancio Ortega trónir á toppnum n Aðeins tvær konur á listanum F orbes kynnti á dögunum ár- legan lista sinn yfir mestu auð- kýfinga heims. Bill Gates er enn ríkasti maður í heimi, en toppsætið hefur hann vermt 16 sinnum á síðasta 21 árinu. Tveir aðr- ir karlmenn, Mexíkóinn Carlos Slim Helu, eigandi Telemex og América Mó- vil, og Bandaríkjamaðurinn Warren Buffett, sem er framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway-samsteypunn- ar, fylgja honum fast á hæla. En það eru ekki bara Ameríkumenn sem eiga peninga. Á meðfylgjandi korti má sjá upplýsingar um auðæfi rík- ustu einstaklinga nokkurra stærstu Evrópulandanna. Spánverjinn og tískumógúllinn Amancio Orgega Ga- ona er ríkastur Evrópubúa en auðæfi hans eru metin á litla 8.643 milljarða króna. Það er meira en fjórföld lands- framleiðsla Íslands – öll verðmæti sem allir landsmenn skapa á einu ári. Næst á listanum er Liliane Bettencourt og fjölskylda hennar en hún er erfingi snyrtivörufyrirtækisins L‘Oréal. n Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is Björgólfur Thor Björgólfsson Ísland Auðæfi: 177 milljarðar króna Sæti á Forbes: 1.415 Björgólfur er aftur kominn á lista yfir auðugustu menn heims, en hann var fastagestur á listanum fyrir hrun. Hann er nr. 1.415 í röðinni en á listann komast þeir sem eiga meira en einn millj- arð dala. Árið 2007 var Björgólfur í 249. sæti. Björgólfur, sem á pólskt fjarskiptafyrirtæki og svolítinn eignarhlut í Actavis í gegnum félag sitt, Novator, er eini Íslendingurinn á listanum. Kjeld Kirk Kristiansen Danmörk Auðæfi: 2.272 milljarðar króna Sæti á Forbes: 129 Kristiansen er barnabarn stofnanda Lego, Ole Kirk Christiansen. Lego-kubbarnir njóta enn mikilla vinsælda um heim allan og virð- ast þær aðeins hafa aukist á undanförnum árum. Kristiansen stjórnaði fyrirtækinu í 25 ár áður en hann steig til hliðar árið 2004. Í dag er hann stjórnarformaður Lego, The Lego Group, auk þess að vera meirihluta- eigandi. Árið 2013 fjárfesti hann í Merlin Entertainments en meðal eigna þess eru Madame Tussaud-vaxmyndasöfnin.Hinduja-bræðurnir Bretland Auðæfi: 2.076 milljarðar króna Sæti á Forbes: 69 Hinduja-bræðurnir hirtu toppsætið í Bretlandi af Gerald Cavendish Grosven- or á síðasta ári. Bræðurnir, Srichand og Gopichand Hinduja, eru af indversku bergi brotnir en þeir fluttu til Bretlands árið 1979. Samsteypa þeirra, Hinduja Group, er umsvifamikil á ýmsum sviðum. Þannig er fyrirtækið móður- félag Ashok Leyland sem næststærsti vörubílaframleiðandi Indlands. Amancio Ortega Spánn Auðæfi: 8.930 milljarðar króna Sæti á Forbes: 4 Hinn spænski Ortega, 77 ára, er eitt allra stærsta nafnið í tískuheiminum en hann er stjórnarformaður og einn stofnenda fatafyrirtækisins Inditex sem er hvað best þekkt fyrir eignarhald á verslunarkeðjunni Zöru. Georg Schaeffler Þýskaland Auðæfi: 3.724 milljarðar króna Sæti á Forbes: 23 Shaeffler hirti toppsætið í Þýskalandi af Karl Albrect, stofnanda Aldi-verslunarkeðjunnar. Schaeffler er ásamt móður sinni, Mariu-Elisabeth Schaeffler-Thaumann, eigandi Schaeffler Group, en félagið er einn stærsti framleiðandi kúlulega og annarra slíkra íhluta í iðnaði. Dietrich Mateschitz Austurríki Auðæfi: 1.495 milljarðar króna Sæti á Forbes: 116 Mateschitz er maðurinn á bak við orkudrykkjaveldið Red Bull. Á síðustu tveimur árum hefur velta fyrirtækisins aukist um sextán prósent. Þetta hefur haft sín áhrif á auð Mateschitz sem hefur aukist um 1,6 milljarða dala frá síðasta lista Forbes. Þessi sjötugi Austur- ríkismaður á einnig hlut í Red Bull-kappakstursliðinu auk þess að eiga knattspyrnuliðin Red Bull Salzburg og Red Bull New York. Liliane Bettencourt Frakkland Auðæfi: 5.550 milljarðar króna Sæti á Forbes: 10 Liliane Bettencourt er erfingi snyrtivörufyrir- tækisins L'Oréal en faðir hennar stofnaði fyrirtækið árið 1909. Fyrirtækið er eitt það stærsta á sínu sviði í heiminum. Charlene de Car- valho-Heineken Holland Auðæfi: 1.606 milljarðar króna Sæti á Forbes: 107 Charlene er eins og nafnið gefur kannski til kynna erfingi Heineken-veldisins sem um langt skeið hefur verið fyrirferðar- mikið í framleiðslu á drykkjarvörum, aðallega bjór. Hún erfði fyrirtækið frá föður sínum, Henry Heineken, þegar hann lést. Auðæfi Charlene, sem þykir ekki vera mikið fyrir sviðsljósið, jukust um 1,2 milljarða dala á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.