Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Page 24
Helgarblað 13.–16. mars 201524 Fréttir Erlent AuðkýfingAr Evrópu n Ríkasta fólkið í öllum stærstu löndum Evrópu n Spánverjinn Amancio Ortega trónir á toppnum n Aðeins tvær konur á listanum F orbes kynnti á dögunum ár- legan lista sinn yfir mestu auð- kýfinga heims. Bill Gates er enn ríkasti maður í heimi, en toppsætið hefur hann vermt 16 sinnum á síðasta 21 árinu. Tveir aðr- ir karlmenn, Mexíkóinn Carlos Slim Helu, eigandi Telemex og América Mó- vil, og Bandaríkjamaðurinn Warren Buffett, sem er framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway-samsteypunn- ar, fylgja honum fast á hæla. En það eru ekki bara Ameríkumenn sem eiga peninga. Á meðfylgjandi korti má sjá upplýsingar um auðæfi rík- ustu einstaklinga nokkurra stærstu Evrópulandanna. Spánverjinn og tískumógúllinn Amancio Orgega Ga- ona er ríkastur Evrópubúa en auðæfi hans eru metin á litla 8.643 milljarða króna. Það er meira en fjórföld lands- framleiðsla Íslands – öll verðmæti sem allir landsmenn skapa á einu ári. Næst á listanum er Liliane Bettencourt og fjölskylda hennar en hún er erfingi snyrtivörufyrirtækisins L‘Oréal. n Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is Björgólfur Thor Björgólfsson Ísland Auðæfi: 177 milljarðar króna Sæti á Forbes: 1.415 Björgólfur er aftur kominn á lista yfir auðugustu menn heims, en hann var fastagestur á listanum fyrir hrun. Hann er nr. 1.415 í röðinni en á listann komast þeir sem eiga meira en einn millj- arð dala. Árið 2007 var Björgólfur í 249. sæti. Björgólfur, sem á pólskt fjarskiptafyrirtæki og svolítinn eignarhlut í Actavis í gegnum félag sitt, Novator, er eini Íslendingurinn á listanum. Kjeld Kirk Kristiansen Danmörk Auðæfi: 2.272 milljarðar króna Sæti á Forbes: 129 Kristiansen er barnabarn stofnanda Lego, Ole Kirk Christiansen. Lego-kubbarnir njóta enn mikilla vinsælda um heim allan og virð- ast þær aðeins hafa aukist á undanförnum árum. Kristiansen stjórnaði fyrirtækinu í 25 ár áður en hann steig til hliðar árið 2004. Í dag er hann stjórnarformaður Lego, The Lego Group, auk þess að vera meirihluta- eigandi. Árið 2013 fjárfesti hann í Merlin Entertainments en meðal eigna þess eru Madame Tussaud-vaxmyndasöfnin.Hinduja-bræðurnir Bretland Auðæfi: 2.076 milljarðar króna Sæti á Forbes: 69 Hinduja-bræðurnir hirtu toppsætið í Bretlandi af Gerald Cavendish Grosven- or á síðasta ári. Bræðurnir, Srichand og Gopichand Hinduja, eru af indversku bergi brotnir en þeir fluttu til Bretlands árið 1979. Samsteypa þeirra, Hinduja Group, er umsvifamikil á ýmsum sviðum. Þannig er fyrirtækið móður- félag Ashok Leyland sem næststærsti vörubílaframleiðandi Indlands. Amancio Ortega Spánn Auðæfi: 8.930 milljarðar króna Sæti á Forbes: 4 Hinn spænski Ortega, 77 ára, er eitt allra stærsta nafnið í tískuheiminum en hann er stjórnarformaður og einn stofnenda fatafyrirtækisins Inditex sem er hvað best þekkt fyrir eignarhald á verslunarkeðjunni Zöru. Georg Schaeffler Þýskaland Auðæfi: 3.724 milljarðar króna Sæti á Forbes: 23 Shaeffler hirti toppsætið í Þýskalandi af Karl Albrect, stofnanda Aldi-verslunarkeðjunnar. Schaeffler er ásamt móður sinni, Mariu-Elisabeth Schaeffler-Thaumann, eigandi Schaeffler Group, en félagið er einn stærsti framleiðandi kúlulega og annarra slíkra íhluta í iðnaði. Dietrich Mateschitz Austurríki Auðæfi: 1.495 milljarðar króna Sæti á Forbes: 116 Mateschitz er maðurinn á bak við orkudrykkjaveldið Red Bull. Á síðustu tveimur árum hefur velta fyrirtækisins aukist um sextán prósent. Þetta hefur haft sín áhrif á auð Mateschitz sem hefur aukist um 1,6 milljarða dala frá síðasta lista Forbes. Þessi sjötugi Austur- ríkismaður á einnig hlut í Red Bull-kappakstursliðinu auk þess að eiga knattspyrnuliðin Red Bull Salzburg og Red Bull New York. Liliane Bettencourt Frakkland Auðæfi: 5.550 milljarðar króna Sæti á Forbes: 10 Liliane Bettencourt er erfingi snyrtivörufyrir- tækisins L'Oréal en faðir hennar stofnaði fyrirtækið árið 1909. Fyrirtækið er eitt það stærsta á sínu sviði í heiminum. Charlene de Car- valho-Heineken Holland Auðæfi: 1.606 milljarðar króna Sæti á Forbes: 107 Charlene er eins og nafnið gefur kannski til kynna erfingi Heineken-veldisins sem um langt skeið hefur verið fyrirferðar- mikið í framleiðslu á drykkjarvörum, aðallega bjór. Hún erfði fyrirtækið frá föður sínum, Henry Heineken, þegar hann lést. Auðæfi Charlene, sem þykir ekki vera mikið fyrir sviðsljósið, jukust um 1,2 milljarða dala á síðasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.