Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 21
Helgarblað 13.–16. mars 2015 Fréttir 21
ÖRYGGISVÖRUR
VERKTAKANS
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
– Þekking og þjónusta í 20 ár
Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík
www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30.
Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
DoDge - Chrysler
Jeep - ForD - gM
- Stofnað 1947
Smiðjuvegur 34 (Gul gata) • Sími: 564 6200 & 552 2255
sérverslun
Með varahluti í
aMerískar biFreiðar
Góðvinur Pútíns, saddams
hussein oG ChuCk norris
numinn af geimverum
Lofaði GSM-símum
Bendlaður við spillingu og óhófleg fjárútlát
n Í fyrstu forsetakosningunum lofaði
hann sérhverjum kjósanda 100 dollurum
og að allir hirðingjar fengju GSM-síma.
Kalmykía er eitt fátækasta svæði Evrópu
og hann bar sigur úr býtum.
n Fyrsta verk hans var að afnema þing
landsins enda hefur hann ekki mikla trú á
lýðræði. Hann setti svo síðar á fót annað
þing sem var hliðhollara honum.
n Kirsan hefur ítrekað verið sakaður um að
kaupa sér atkvæði í kosningum FIDE. Fá-
menn skáksambönd frá Afríku fá peninga
og ýmsan búnað að gjöf frá forsetanum.
n Hann var gagnrýndur harðlega fyrir að
eyða peningum ríkisins, Kalmykíu, í eigin
gæluverkefni, t.d. um 50 milljónum dollara
í skákþorp, Chess City, í höfuðborginni.
Hann segist hafa borgað allt úr eigin vasa.
n Margir eru á þeirri skoðun að vera hans
sem forseti FIDE komi í veg fyrir að stór
alþjóðleg fyrirtæki vilji styrkja skákíþróttina
og ýta henni framar í sviðsljósið.
Lífvörðurinn
dæmdur fyrir
morð
Hinn 8. júní
1998 fannst
blaðakon-
an Larisa
Yudina myrt
í höfuðborg
landsins,
Elista. Hún hafði
verið stungin til bana. Yudina tilheyrði
stjórnarandstöðunni og hafði gagnrýnt
Kirsan harðlega. Eftir langa rannsókn
voru tveir menn handteknir og dæmdir
fyrir morðið, annar þeirra var fyrrverandi
lífvörður Kirsans. Engar sannanir fundist
fyrir því að Kirsan hefði fyrirskipað
morðið. „Ég hef verið gagnrýndur allt
mitt líf og glímt við pólitíska and-
stæðinga. Það truflar mig ekki og
tilheyrir því að vera í pólitík,“ sagði
Kirsan og gaf í skyn að hann óttaðist
ekki gagnrýna opinbera umræðu.
Kalmykía Sjálfstjórnarlýðveldi í Rússlandi, sem liggur að Kaspíahafi. Íbúar landsins eru
aðeins um 300 þúsund og fátækt er mikil. Flestir starfa við landbúnað og aðallega sauðfjár-
rækt. Á tímum Sovétríkjanna var landið talið tilvalið til fjárbeitar, þangað voru fluttar allt of
margar skepnur og landið er nú á lista Sameinuðu þjóðanna yfir umhverfisslys. Kalmykía er í
raun eina manngerða eyðimörk heims. Mynd wiKipedia.org
í hugmyndina og ég mun ræða málið
við Kim-Jong-Un í Moskvu en hann
er væntanlegur í opinbera heimsókn
þangað á næstu vikum.“ Og nú er for-
setinn kominn á flug: „Ég er einnig
að reyna að skipuleggja sams konar
viðburð á milli ísraelskra barna og
palestínskra, helst við vegginn sem
Ísraelsmenn reistu. Skákin er frábær
leikur til þess að sameina fólk, það
þarf ekkert tungumál, bara að kunna
mannganginn.“ n
Kirsan og gaddafi Gagnrýnendur Kirsans segja hann nota skákina sem átyllu til þess að
fara í opinberar heimsóknir víða um lönd. Jafnvel í öðrum tilgangi en stuðla að framgangi
íþróttarinnar.
geimverur? Í alvöru? Pútín var undr-
andi á yfirlýsingum Kalmykíuleiðtogans um
ferðalag sitt með geimverum.
Kaupum meira af raftækjum
Afnám vörugjalda virðist vera að skila sér
Í
slendingar drógu úr matarinn-
kaupum, en juku bæði innkaup
á áfengi og raftækjum samkvæmt
gögnum Rannsóknarseturs versl-
unarinnar. Þar kemur fram að eins
prósenta samdráttur varð í veltu
dagvöruverslana í febrúar að raun-
virði sem felur í sér að magn inn-
kaupa á þessum vörum minnkaði
sem því nemur. Dregur rannsóknar-
setrið þá ályktun að hugsanlega sé
um að ræða áhrif af hækkun virðis-
aukaskatts á matvæli um síðustu
áramót. Salan á raftækjum jókst á
sama tíma um fjórðung og spilar
afnám vörugjalda eflaust inn í. Ís-
lendingar hafa keypt meira af sjón-
vörpum og hljómflutningstækjum,
eða 42,6 prósent meira, og 31 pró-
sent meira af símum.
Þá kemur að auki fram að sala á
áfengi jókst um 2,3 prósent að raun-
virði í febrúar frá febrúar í fyrra og
verð á áfengi var einu prósenti lægra
en í fyrra. Á síðustu sex mánuðum
hefur sala á áfengi aukist um rúm-
lega 4 prósent að raunvirði miðað
við sömu sex mánuði árið áður. n
Hellingur
af símum
Íslendingar
eru óðir í
snjallsíma.