Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Síða 24
Vikublað 11.–13. ágúst 201520 Menning
Espresso t ime bo l la l í nan fæst í s tærr i Hagkaups vers lunum
Espresso time bollalínan er björt, litaglöð lína
fyrir kaffi elskendur. Bollarnir eru 100ml postulíns-
bollar sem eru uppþvottavéla- og örbylgjuvænir.
Einfaldir og þægilegir.
Kaupauki
Gjafapoki
fylgir við kaup
á tveimur
bollum
ÚRVAL
FÆÐUBÓTAREFNA
Glæsibæ & Holtagörðum
Netverslun: www.sportlif.is
Sterkustu
brennslu-
töflur í
Evrópu
Vettvangur til að ræða
róttækar hugmyndir
Þ
arna er fjallað um efni sem
maður heyrir oft ekki um
annars staðar í samfélags-
umræðunni, þetta eru fyr-
irlestrar um róttækar hug-
myndir og pólitík,“ segir Pontus
Järvstad, einn skipuleggjenda Rót-
tæka sumarháskólans, sem fer fram
nú í vikunni.
Boðið verður upp á þrettán mál-
stofur á sjö dögum – þar af þrjár á
ensku. Engin skráning er nauðsyn-
leg, frítt er inn og allir velkomnir á
meðan húsrúm leyfir, en skólinn
verður til húsa í menningarmiðstöð-
inni Múltíkúltí við Barónsstíg.
„Allir eru velkomnir. Það eru
engar kröfur gerðar á fólk um
menntun eða þátttöku í einhverjum
aktívisma eða neitt slíkt – þær kröf-
ur sem við gerum til þátttakenda
er að þeir virði fólkið sem þeir eru
með í rýminu,“ segir Sólveig Anna
Jónsdóttir, sem einnig situr í fram-
kvæmdahóp skólans.
Á krossgötum mismunandi
barátta
Róttæki sumarháskólinn hefur verið
starfræktur í eina viku á hverju sumri
undanfarin fimm ár. Í ár eru umjöll-
unarefnin eins fjölbreytt og þau eru
mörg: saga íslensku friðarbaráttunn-
ar, kúrdíska frelsishreyfingin, bann-
saga vímuefna, jaðarsetning heim-
ilislausra, transfólk, líkamsvirðing,
karlmennska og femínismi, róttæk
matvælaframleiðsla, hlýnun jarð-
ar og kapítalismi, menningarlegar
orsakir loftslagsbreytinga, vöxtur og
sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins,
mongólsk yurt og reynslusaga flótta-
manns.
„Eitt orð sem mætti kannski nota
til að draga saman hvað einkenn-
ir umfjöllunarefnin er enska orðið
„intersectionality,“ sem væri hægt
að þýða sem „krossgötur“ – þar sem
mismunandi samfélagsbaráttur
mætast,“ segir Pontus.
„Mér finnst mikilvægt að þarna
fær maður að kynnast alls konar fólki
sem maður myndi ekki endilega
hitta annars staðar. Fólk kemur úr
mismunandi stöðum í róttækri bar-
áttu, jafnt úr friðarhreyfingunni sem
hinsegin-baráttunni. Róttæki sum-
arháskólinn er eiginlega eini skipu-
legi vettvangurinn þar sem þetta fólk
getur hist og vonandi myndað tengsl
til að halda róttæku baráttunni áfram
utan veggja skólans.“
Fjölbreytileiki, jafnrétti og
réttlæti
En hvað er áttt við með róttækni?
„Róttækni eru hugmyndir og bar-
átta sem berjast gegn ríkjandi hug-
myndum um hvernig samfélagið á
að líta út. Róttækni er barátta fyr-
ir fjölbreytileika, jafnrétti og rétt-
læti, Róttækar hugmyndir stangast
oft á við ríkjandi hugmyndir í sam-
félaginu – stangast á við „normið“.
Þessi undirliggjandi norm byggja
öll á valdastrúktúrum. Þetta eru til
dæmis norm sem segja hvernig best
sé að skipuleggja vinnu fólks, norm
sem segja að sá sem vinni ákveðna
vinnu eigi að fá meiri pening en ann-
ar, normið sem segir að ef strákur
fari í bæinn eigi hann rétt á því að
fá stelpu heim með til að sofa hjá,
normið sem gerir það að verkum
að hvítir eigi auðveldara með að fá
vinnu en aðrir og svo framvegis,“ seg-
ir Pontus.
Pólitísk róttækni felst þannig oft
í þeirri hugmynd að baráttur mis-
munandi undirskipaðra hópa séu
samtengdar og fléttist óhjákvæmi-
lega saman – og til að taka á rót vand-
ans þurfi að endurskoða grunnstoðir
nútímasamfélagsins.
Mikið fylgi Pírata – sem fæðast
upp úr farvegi róttækra hugmynda
– sýnir að það er mikil óánægja með
ýmis grundvallaratriði í íslensku
samfélagi og stjórnmálum. En skilar
þessi óánægja sér í öflugri róttækri
hreyfingu um þessar mundir?
„Með Druslugöngunni og
#Freethenipple hefur farið af stað rót-
tæk hreyfing. Þar er gríðarstór hóp-
ur fólks sem hefur greinilega verið að
bíða eftir tækifæri til að taka þátt í ein-
hverjum aktívisma. Annar aktívismi
er frekar lágstemmdur um þess-
ar mundir. Fólk er ekki að mæta jafn
mikið á slíka fundi og viðburði eins og
rétt eftir vetraruppreisnina 2009. Þá
skipti eiginlega ekki máli hvert um-
fjöllunarefnið var, það mættu alltaf
margir á fundi,“ segir Sólveig. „Það er
alveg ábyggilega mikil löngun enn-
þá hjá fólki en skilaboðin virðast ekki
komast áfram. Róttæk barátta virð-
ist til dæmis ekki oft komast að í fjöl-
miðlum nema það sé eitthvað stórt í
gangi – eitthvert dómsmál eða sér-
staklega sexí herferð. Málefni hæl-
isleitenda fá til að mynda enga athygli
nema eitthvað eins og lekamálið eigi
sér stað – en þá fer fókusinn samt
bara á glæpi ákveðinna einstaklinga,
frekar en glæpi kerfisins í held sinni,“
segir hún.
Nánari upplýsingar um náms-
stofur og stundaskrá Róttæka sum-
arháskólans má finna á heimasíðu
skólans: sumarhaskolinn.org. n
Róttæki sumarháskólinn haldinn í fimmta sinn á Múltíkúltí í vikunni
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Róttæk barátta
virðist til dæm-
is ekki oft komast að í
fjölmiðlum nema það sé
eitthvað stórt í gangi –
eitthvert dómsmál eða
sérstaklega sexí herferð.
Róttækar hugmyndir og barátta Berglind Rós, Sólveig og Pontus eru meðal skipuleggjenda Róttæka sumarháskólans sem haldinn er
í fimmta sinn í vikunni. mynd siGtRyGGuR aRi