Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 14
Helgarblað 21.–24. ágúst 201514 Fréttir Erfitt að aðlagast íslEnsku samfélagi n Deila reynslu sinni af því hvernig er að vera ungur innflytjandi í íslensku samfélagi n Ekki alltaf auðvelt n Íslenskukunnáttan mikilvæg C ezary Jykut er 16 ára gamall strákur frá Póllandi. Hann kom hingað til lands fyrir sjö árum þegar foreldrar hans hófu störf í Kassagerðinni. „Ég segi samt alltaf að ég hafi verið hér í sex ár því mér finnst ís- lenskan mín ekki nógu góð miðað við hve lengi ég hef verið hér,“ seg- ir Cezary alvörugefinn eftir að hafa fengið sér sæti á kaffihúsi nokkru með blaðamanni. Hann leggur frá sér bók, pólska skáldsögu. „Helstu áhugamál mín eru bækur og kvikmyndir. Ég les mik- ið en ekki á íslensku, bara pólsku. Bráðum mun ég fara að lesa á ís- lensku,“ segir hann og bætir því við að hann langi að verða leikstjóri í framtíðinni, geti ekki hugsað sér neitt annað. Raunar hefur Cezary nýlok- ið fyrsta viku sinni sem nýnemi í framhaldsskóla en hann er við nám í Fjölbrautaskólanum í Ár- múla á nýsköpunar- og listabraut. Gat ekki verið hann sjálfur Þegar Cezary kom til landsins byrj- aði hann í Vesturbæjarskóla en þaðan lá leiðin í Hagaskóla. „Þegar ég byrjaði í Vesturbæjar- skóla kunni ég hvorki ensku né ís- lensku. Ég kynntist pólskri stelpu sem hjálpaði mér heilmikið og ég var alltaf með. Síðan fékk ég sérað- stoð frá einum kennara í sumum fögum. Það var í rúm tvö ár. Hún talaði bara íslensku við mig og ég hlustaði, fannst íslenskan erfið.“ Þegar Cezary komst á tánings- aldur fór hann í Hagaskóla en hann segir þann tíma hafa verið erfið- an. „Þá fór ég bara beint í djúpu laugina, fékk enga sérstaka aðstoð. Ég reyndi að láta eðlilega og aðlag- ast aðstæðum eins og ég væri bara pólskur strákur í Póllandi. Kynnt- ist íslenskum krökkum og var vel tekið en mér fannst það ekki ganga nógu vel því ég gat ekki verið ég sjálfur. Fannst íslenskan mín ekki nógu góð. Núna, þegar verið er að taka viðtal við mig, finnst mér íslenskan mín léleg og mér líður heimskulega,“ segir hann en rétt er að taka fram að Cezary talar af- bragðsgóða íslensku. Í kjölfarið hafi hann dregið sig út úr félagslífinu í skólanum. „Ég varð svolítið einmana og í hrein- skilni sagt man ég lítið eftir þess- um tíma. Það var ekki fyrr en ég fór í Pólska skólann að ég eignað- ist góða vini og fór að líða betur. Þau eru öll unglingar frá Póllandi. Þá gat ég allt í einu bara verið ég sjálfur og talað án þess að hugsa of mikið.“ Hrædd við að krakkar séu ólíkir Hann segir krakka af sama upp- runa gjarnan halda sig saman og að íslenskir og pólskir krakk- ar séu sjaldan í sama hópi. „Mín kenning er sú að fólk sé alltaf svo hrætt. Ástæðan fyrir því að íslensk- ir krakkar taka Pólverja ekki inni í hópinn er sú að þeir eru hræddir við að þeir séu ólíkir þeim. Og öf- ugt.“ Cezary segist hafa liðið betur þegar hann hafi eignast góða vini en einhverjir þeirra voru með hon- um í skóla. „Þetta skánaði allt eftir því sem á leið og ég átti fína pólska vini í skólanum og einhverja ís- lenska. Ég mætti hins vegar lítið á félagsviðburði, fannst betra að vera heima og horfa á góða mynd.“ Kærustur og kvikmyndir Cezary segir að þrátt fyrir að grunn- skólaárin hafi ekki alltaf verið auð- veld sé hann fullur tilhlökkunar til komandi tíma. „Það er frábært að vera að byrja í framhaldsskóla. Ég ætla að taka þátt í félagslífinu, kynnast íslenskum krökkum, mæta á böll, einbeita mér að kvikmynd- um og kannski eignast kærustu,“ segir hann hikandi. „Það er gott að kunna íslensk- una vel núna þegar nýr kafli er að hefjast. Ég veit að það verður mér til framdráttar.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvað taki við eftir menntaskóla. „Ég mun annaðhvort vera hér og fara í Kvikmyndaskólann eða fara annað, til Bretlands, Frakklands eða Bandaríkjanna.“ Hann er ekki spenntur fyrir því að fara aftur til Póllands. „Pólland er frábært en þar er mikil fátækt. Á Íslandi og í öðrum löndum hefur maður meiri tækifæri, möguleika,“ segir hann að lokum og horfir hugsi út í loftið. „Finnst íslenskan mín léleg og mér líður heimskulega“ Nýverið greindi DV frá því að nokkrar pólskar kon- ur hygðust starfrækja félagsmiðstöðina Væng fyrir unga innflytjendur á Íslandi en markmiðið er að þjóna ungmennum sem tala ekki íslensku og eiga á hættu að vera félagslega einangraðir. Í ljósi þessa tók DV nokkra unga Pólverja tali sem allir búa yfir þeirri sameiginlegu reynslu að vera ungir innflytjendur í íslensku samfélagi. birna@dv.is „Þá gat ég allt í einu bara verið ég sjálfur og talað án þess að hugsa of mikið. V ið fluttum til Reykjavík- ur og ég byrjaði í Austur- bæjarskóla 10 ára göm- ul,“ segir Anna Sandra Myssak, 18 ára menntaskólanemi við Fjölbrautaskólann í Ármúla, en hún vinnur í Pólsku búðinni í Breiðholti og er að safna sér fyrir bílprófi og eigin bíl. Anna flutti til Íslands fyrir átta árum síðan en foreldrar hennar eru bæði frá Póllandi og er móð- ur Önnu kokkur en faðir hennar vinnur í byggingarvinnu. Kunni ekki að bjóða góðan daginn „Þetta var erfiður tími og það var ekki létt að eignast íslenska vini enda gat ég ekki talað neina ís- lensku. Ég gat ekki einu sinni spurt kennarana mína hvort ég mætti fara á klósettið eða boð- ið þeim góðan daginn. Ég kom því alltaf grátandi heim, vildi ekki fara í skólann og langaði að fara aftur til Póllands.“ Hún segir að á ákveðnum tímapunkti hafi hún þó ákveðið að leggja sig sérstaklega fram við að læra sem mesta íslensku svo ástandið yrði bærilegra. „Ég lærði íslenskuna hægt og rólega og gat þá loks talað við kennarana mína og aðra krakka. Þá skánaði allt töluvert og mér fór að líða betur. Vinir mínir voru samt mest útlenskir krakkar. Það var erfiðara að kynnast íslensku krökkunum.“ Bara hæ, hvað segist? og búið Hún segir ekki auðvelt að segja hvers vegna það hafi gengið erf- iðlega að kynnast Íslendingum. „Það var einhvern veginn erfitt í grunnskóla enda margir með for- dóma í garð Pólverja, Rússa og annarra. Sögðu okkur stela, öll vera eins og svo framvegis. Síðan voru samræðurnar sem ég átti við íslensku krakkana alltaf svo tak- markaðar, bara hæ, hvað segist? og búið.“ Í kjölfar lítilla samskipta við ís- lensku krakkana bætti Anna ekki miklu við kunnáttu sína í íslensku. „Ég var of feimin til að tala við Ís- lendingana því ég var hrædd um að vera asnaleg, að þeir myndu hlæja að mér.“ Fólk vill tala við mann Það var ekki fyrr en í mennta- skóla sem Anna eignaðist ís- lenska vini og í dag eru nær allir vinir hennar íslenskir. Auk þess á hún íslenskan kærasta. „Þegar ég fór í menntaskóla þá breyttist allt. Krakkarnir þar eru vinsam- legri, tala við mann og vilja kynn- ast manni og hjálpa. Þegar krakk- ar eru orðnir eldri nenna þeir ekki að gera grín hver að öðrum.“ Með því að eignast svo marga íslenska vini segir Anna að sér hafi farið mikið fram í tungumálinu en hún segir mikilvægast að gef- ast aldrei upp. „Maður má aldrei gefast upp heldur verður maður að reyna að læra tungumálið. Það versta sem maður getur gert er að læra það ekki. Fólk gerir vissulega þær kröfur til manns að maður tali íslensku en það er bara af því að það vill tala við mann.“ Aldrei að gefast upp„Fólk gerir vissulega þær kröfur til manns að maður tali íslensku en það er bara af því að það vill tala við mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.