Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 20
Helgarblað 21.–24. ágúst 201520 Skrýtið Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is LAND ROVER DISCOVERY 4 SE 3,0TDV6 Nýskr. 09/2011, ekinn 69 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, 7 manna, leður, glertoppur. Verð 9.900.000. Raðnr.253954 Paradísin sem varð að martröð n Kupari var lúxusstaður fyrir ferðamenn í Júgóslavíu n Svo braust stríðið út K upari-ferðamannastaður- inn í suðurhluta Króatíu hafði allt sem ferðamenn gat dreymt um; fallegar strendur, glæsileg hótel búin öllum helstu þægindum og frá- bært veður yfir sumartímann. Í dag er Kupari rústir einar og hefur þessi lúxushótelaþyrping verið í niður- níðslu síðastliðin tuttugu ár. Kupari var einn glæsilegasti ferðamannastaður Júgóslavíu, en hann var tekinn í notkun á seinni hluta liðinnar aldar. Engu var til sparað við framkvæmd- ir sem enduðu á að kosta yfirvöld í Júgóslavíu tugi milljarða króna á nú- verandi gengi. Tilgangurinn með uppbyggingu ferðamannastaðarins var að hýsa júgóslavneska hermenn – þá efnameiri – og fjölskyldur þeirra yfir sumartímann. Hlutirnir breyttust til hins verra árið 1991 þegar stríð braust út í Júgóslavíu. Slobodan Milosevic, sem komst í forsetastólinn í Júgóslavíu árið 1989, vildi auka yfirráð Serba í ýmsum héruðum og fylkjum lands- ins. Í stuttu máli fór þetta illa í önn- ur slavnesk þjóðarbrot sem byggðu Júgóslavíu, þar á meðal Króat- íu og Slóveníu, sem lýstu yfir sjálf- stæði sínu árið 1991. Stríð braust út í Króatíu og náðu Júgóslavar með- al annars Kupari á sitt vald. Miklar skemmdir urðu á hótelbyggingum á svæðinu og þegar stríðinu lauk var Kupari ekki svipur hjá sjón. Ekki nóg með að byggingar höfðu skemmst heldur höfðu þjófar stolið öllu steini léttara. Þessi paradís hafði á aðeins nokkrum árum breyst í minnisvarða um stríðið. Blikur eru á lofti og ekki loku fyr- ir það skotið að Kupari verði aftur paradís fyrir ferðamenn. Ferðamála- yfirvöld í Króatíu vonast til að áhuga- samir fjárfestar muni byggja stað- inn upp að nýju. Í ársbyrjun 2014 auglýstu yfirvöld eftir fjárfestum og lýstu sex aðilar yfir áhuga sínum á verkinu. Í apríl síðastliðnum var svo ákveðið að óska eftir bindandi tilboðum í uppbyggingu staðarins. Mun sá fjárfestir sem verður valinn hafa fjögur ár til að ljúka verkinu. Eftir því sem DV kemst næst er ekki búið að velja fjárfesta og því óljóst á þessari stundu hvenær vinna við uppbyggingu Kupari hefst. n Fallegur staður Þó svo að gömlu byggingarnar í Kupari séu í niðurníðslu heimsækir fjöldi fólks strendurnar, enda af mörgum taldar þær bestu í Króatíu. Af sem áður var Þessi mynd var tekin árið 1984. Nokkrum árum síðar braust út stríð í Júgóslavíu og hefur Kupari ekki verið svipur hjá sjón síðan. Byggt upp aftur Yfirvöld í Króatíu vilja byggja ferðaþjón- ustuna í Kupari upp að nýju. Leitað er að fjárfestum til að ganga í verkið. Fallegt útsýni Hótelin í Kupari voru sannkallaður draumur fyrir ferðamenn. Flestir þeirra sem dvöldu í Kupari voru yfirmenn í júgóslavneska hernum. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.