Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 2
Helgarblað 21.–24. ágúst 20152 Fréttir Lífrænt Valið besta heilsuefnið Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni, Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup. www.thebeautyshortlist.com Best Health Supplement - Overall Wellbeing Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt, fegrar og frískar húðina Bætir meltingu, gerir líkamann basískan, kemur á réttu pH gildi Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku, einbeitingu og vellíðan Spirulina, Chlorella & Barleygrass Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru, eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu. Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks upptaka og nýting á næringarefnum. 120 hylki. Jáeindaskanni freistar lækna G unnar Bjarni Ragnarsson, yfir­ læknir lyflækninga krabba­ meina á Landspítalanum, seg­ ir að koma jáeindaskannans á Landspítalann verði til þess að meira freistandi verði fyrir lækna að starfa þar. „Það verður fýsilegt fyrir lækna að starfa á Íslandi þegar tækjakostur verður betri. Öll svona merki um uppbyggingu gerir það meira að­ laðandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna áfram á Íslandi. Það gildir ekki bara um lækna heldur hjúkrunar­ fólk, geislafræðinga og fleiri. Þetta fjölgar líka tækifærum í rannsókn­ um, þannig að allt er þetta til bóta,“ segir Gunnar Bjarni. Erfitt hefur verið að manna stöð­ ur á krabbameinsdeild Landspítal­ ans og meðalaldur lækna er orðinn hár. Margir hafa hætt á síðustu árum, meðal annars ungir læknar sem hafa flutt til útlanda. Að sögn Gunnars hóf einn nýr krabbameinslæknir störf á spítalanum í sumar, auk þess sem verið er að leita að fleiri læknum til starfa. „Við höfum brugðist við með því að dreifa verkum betur. Við höf­ um verið að vinna meira með hjúkr­ unarfræðingum, riturum og sjúkra­ liðum til að minnka álagið hjá þeim læknum sem hafa haldið áfram.“ Hann segist ekki hafa fengið bein viðbrögð hjá læknum um að þeir vilji starfa á spítalanum vegna já­ eindaskannans. „En þetta gerir um­ hverfið mikið jákvæðara. Fyrst og fremst er þetta til bóta fyrir sjúklinga sem hafa farið utan til að undirgang­ ast rannsóknir. Það var orðið löngu tímabært að fá skannann.“ Fyrirtækið Íslensk erfðagreining gaf Landspítalanum 5,5 milljónir dollara, um 725 milljónir króna, til að kaupa jáeindaskannann og setja hann upp. Liðið gæti eitt og hálft ár þangað til hægt verður að nota hann því finna þarf nýtt húsnæði fyrir hann. n freyr@dv.is Fýsilegra verður að starfa á Landspítalanum Skortur á krabbameinslæknum Gunnar segir að verið sé að leita að fleiri krabbameinslæknum til starfa. Bjargaði lífi drengs Íslenskur þyrluflugmaður, Bene­ dikt Guðmundsson, vann björg­ unarafrek í Kanada á dögunum þegar hann fann hinn 13 ára gamla Mike Jr. Maliki. Mike hafði ver­ ið týndur í þrjá daga í óbyggðum mjög norðarlega í Kanada eða allt frá því hann ætlaði að ganga heim til sín eftir afmæli hjá vini sínum. Drengurinn býr á Hall Beach sem er lítið samfélag inúíta í Kanada en bærinn er mjög norðarlega og í raun nálægt norður heimskautsbaugnum. „Ég veit ekki hvort að fólk hafi áttað sig á því en það var virki­ lega kalt úti. Við vorum að glíma við tvær gráður um morguninn, stundum fjórar gráður og enga sól. Síðan fengum við okkar skerf af snjókomu líka. Ef þú spyrð ein­ hvern sem er í útivist þá eru þetta kjöraðstæður fyrir ofkælingu,“ segir Benedikt um björgunara­ frekið sem vakti víða athygli. Benedikt starfar sem þyrluflug­ maður hjá North Warning Syst­ em en það er samvinnuverkefni bandarískra og kanadískra yfir­ valda og snýr að loftrýmisgæslu fyrir Norður­Ameríku. Bene­ dikt var fenginn til þess að hjálpa til við leitina þegar ekkert hafði spurst til drengsins í tvo daga. „Ég svaf bara þar sem ég gat, oftast á bak við grjót,“ sagði Mike við kanadíska fjölmiðilinn. Mike var orðinn örmagna og glímdi við ofþornun þegar Bene­ dikt fann hann. Benedikt átti að­ eins tuttugu mínútur eftir af eft­ irlitsflugi þennan dag þegar hann kom auga á Mike, lenti þyrlunni og veifaði til hans. Mike var við komuna til Hall Beach fluttur á bæjarsjúkrahúsið þar sem gert var að sárum hans. Fjölmargir íbúar mættu til veislu og þökkuðu Benedikt fyrir aðstoðina. Þá færði Mike Benedikt handskorna inúíska vörðu að gjöf auk þess sem björgunarsveitin á staðnum færði honum þakkar­ skjöld. Íslenskur bjór miklu ódýrari í útlöndum A lls sjö af þeim átta íslensku bjórtegundum sem eru seldar í áfengisverslunum sænska ríkisins eru ódýrari þar en í ÁTVR. Lítil flaska af bjórnum Lava, sem er framleidd­ ur af Ölvisholti í Flóahreppi, er 143 krónum ódýrari og Bríó, ein helsta útflutningsvara Ölgerðarinnar, er helmingi dýrari hér en í Svíþjóð. Dæmi eru um að íslenskur bjór sé rúmlega tvöfalt dýrari í verslunum ÁTVR en á vesturströnd Kanada. „Verðmunurinn liggur ekki okk­ ar megin. Við erum að selja á sama verði út og hér heima og því finnst mér líklegast að áfengisgjald ÁTVR hér heima valdi þessum verð­ mun,“ segir Örn Héðinsson, fram­ kvæmdastjóri Ölvisholts brugghúss. Dæmið snýst við Áfengisverslun sænska ríkisins, Syst­ embolaget, selur vörur frá þrem­ ur íslenskum bjórframleiðendum; Vífilfelli, Ölgerðinni og Ölvisholti. Verðmunurinn á milli landanna er mestur þegar kemur að bjór­ tegundunum Lava og Bríó. Rauð­ ölið Móri, sem Ölvisholt framleiðir, kostar 27,9 sænskar krónur í Syst­ embolaget, jafnvirði 433 íslenskra króna, en 493 krónur í ÁTVR. Fjórar bjórtegundir, sem eru bruggaðar af Vífilfelli undir vörumerkinu Einstök, eru allar tólf íslenskum krónum ódýrari í Svíþjóð en hér. Eina varan sem er ódýrari hér á landi er bjórinn Skjálfti frá Ölvisholti og munar þar 25 íslenskum krónum. „Lava er aftur á móti dýrari í Bandaríkjunum en það er ekki sambærilegt þar sem þar hann er einungis seldur í minna magni í litl­ um sérhæfðum verslunum og á bör­ um,“ segir Örn. Ölgerðin hóf útflutning á Bríó til Kanada í júlí 2013. Athugun DV á verði vörunnar þar í landi leiddi í ljós að hana er meðal annars að finna í Bresku Kólumbíu, sem er vestasta fylki Kanada og er í um sex þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Sam­ kvæmt vefsíðunni BCLiquorstor­ es.com ætti að vera hægt að fá hálfs lítra dós af bjórnum í alls 114 versl­ unum. Bjórinn er þar seldur á 1,79 kanadíska dollara, eða 180 krón­ ur, og er því 209 krónum ódýrari í Kanada en í vínbúðum hér á landi. Dæmið snýst aftur á móti við þegar vöruúrval áfengisverslunar norska ríkisins, Vinmonopolet, er skoðað en hún selur fimm íslenskar bjór­ tegundir. Verðið á þeim er í öllum til­ vikum talsvert hærra en í ÁTVR en dýrasti íslenski bjórinn kostar þar 348 krónum meira en hér. Óttast verðhækkanir Hinn 1. júní 2014 tóku gildi lög sem leiddu meðal annars til lækkunar á áfengisgjaldi ÁTVR. Verð á einum hálfs lítra bjór, sem er fimm prósent að styrkleika, lækkaði þá um eina krónu. Vilhjálmur Einarsson, þing­ maður Sjálfstæðisflokks, lagði síð­ asta haust fram fumvarp á Alþingi sem á að heimila sölu áfengis í versl­ unum. Í frumvarpinu, sem var ekki afgreitt fyrir þinglok, segir að álögur hins opinbera á áfengi séu miklar og að ljóst sé að hátt áfengisverð hér á landi leiði til þess að ákveðinn hóp­ ur fólks leiti annarra úrræða. Heima­ bruggun og smygl á áfengi hafi ver­ ið vandamál og að aukið aðgengi að löglegum vímugjafa ætti að minnka ásókn í ólöglega. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið. ÁTVR sendi umsögn til allsherjar­ og mennta­ málanefndar Alþingis í nóvember í fyrra og varaði þá meðal annars við því að áfengisverð gæti hækkað. „Líklegt er að verð á áfengi muni hækka og þá mest á landsbyggðinni vegna flutningskostnaðar og smæð­ ar verslunar. Til hliðsjónar má nefna að smásöluálagning á tóbak hefur u.þ.b. tvöfaldast frá því hún var gefin frjáls og er nú um 30% samanborið við 18% álagningu á bjór og léttvín og 12% á sterkt áfengi. Álagning ÁTVR á áfengi er ákveðin samkvæmt lögum frá Alþingi,“ segir í umsögn ÁTVR. n n 7 af 8 tegundum ódýrari í Svíþjóð en í ÁTVR n „Liggur ekki okkar megin“ Verðmunur á bjórunum Ísland Svíþjóð Skjálfti 389 414 Móri 493 434 Bríó 334 222 Einstök Doppelbock 399 387 Einstök White Ale 399 387 Lava 780 637 Black Death Beer 389 Ekki til Einstök Pale Ale 399 387 Einstök Toasted Porter 399 387 * Miðað við 330 ml glerflösku. Verð í íslenskum krónum. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Framkvæmdastjórinn Örn Héðinsson hjá Ölvisholti segir fyrirtækið hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008. ÁTVR Dæmi eru um að íslenskur bjór sé meira en tvöfalt dýrari hér á landi en á vesturströnd Kanada.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.