Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 37
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015 Sport 37 Lífið eftir atvinnumennsku n Bixente Lizarazu varð Evrópumeistari í jiu-jitsu n Frank Lebouef lék í Óskarsverðlaunamynd H vað tekur við hjá fótbolta­ stjörnunum þegar atvinnu­ mannaferlinum lýkur? Sumir verða áfram viðloð­ andi fótboltann á með­ an aðrir snúa sér að einhverju allt öðru. Breska blaðið Telegraph tók fyrir skemmstu saman upplýsingar um nokkra leikmenn sem breyttu algjörlega um stefnu eftir að ferl­ inum lauk. Einn fyrrverandi lands­ liðsmaður Englands rekur fiskeldi í Frakklandi og fyrrverandi leikmað­ ur Liverpool gerðist atvinnumaður í golfi áður en hann stofnaði hunda­ hótel. n Fiskeldi í Frakklandi Lee Bowyer spilaði ófáa leiki í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma og afrekaði það að spila einn landsleik fyrir England. Eftir að Bowyer lagði skóna á hilluna árið 2012 hefur hann ekki setið auðum höndum. Hann ver miklum tíma í Frakklandi þar sem hann rekur fiskeldi í vatni skammt frá þorpinu Orconte í norðausturhluta landsins. Í vatninu, sem nú heitir Etang de Bows, eða Bows-vatn, ræktar hann vatnakarfa. Mokar inn milljörðum Svisslendingurinn Ramon Vega átti nokkuð farsælan feril í boltanum. Þessi stóri og stæðilegi miðvörður lék um fjögurra ára skeið með Tottenham og lék auk þess 23 landsleiki fyrir Sviss. Eftir að hann hætti knattspyrnuiðkun árið 2003 hélt hann á vit ævintýranna í fjármálageiranum. Hann setti á stofn fjárfestingarsjóð, Matterhorn Capital Rosalp, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á lúxushótelum. Hann viðurkenndi nýlega að hann hefði þénað 15 milljónir punda, rúma þrjá milljarða króna, síðan hann lagði skóna á hilluna. Úr markinu í glímuna Tim Wiese var um tíma í hópi bestu markvarða Þýskalands. Hann lék lengst af með Werder Bremen og afrekaði það að spila sex landsleiki fyrir Þjóðverja. Wiese hætti óvænt í fótbolta í janúar 2014 eftir að Hoffenheim rifti samningnum við hann. Wiese var aðeins 32 ára þegar hann hætti. Wiese er mikill áhugamaður um fjölbragðaglímu og hefur hann verið viðloðandi íþróttina allt frá því hann hætti. Lék í Óskarsverðlaunamynd Frakkinn Frank Lebouef gerði garðinn frægan með Chelsea og franska landsliðinu á sínum tíma. Lebouef, sem þótti óhemju góður varnar- maður, hefur alltaf haft mikinn áhuga á leiklist. Eftir að hann hætti í fótbolta flutti hann til Hollywood til að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sam- hliða því að mæta í áheyrnarprufur fyrir hin ýmsu verkefni spilaði hann með áhugamannaliðinu Hollywood United, ásamt stjörnum á borð við Vinny Jones og Jason Statham. Ekki hefur mikið farið fyrir Lebouef á hvíta tjaldinu en hann lék þó aukahlutverk í myndinni The Theory of Everything sem vann til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Rannsóknarlögreglu- þjónn í Hollandi Arjen de Zeeuw er nafn sem eflaust hringir einhverjum bjöllum hjá knattspyrnuáhugamönnum. Þessi hollenski varnarmaður lék í úrvalsdeildinni með Portsmouth og Wigan og átti nokkuð farsælan feril í boltanum. Hann lagði skóna á hilluna árið 2009 og hefur síðan þá starfað sem rannsóknarlögregluþjónn í Hollandi. Stofnaði hundahótel Julian Dicks þótti býsna harður í horn að taka á sínum tíma og afbragðsgóður spyrnu- maður. Hann lék lengst af með West Ham en kom auk þess við í Liverpool. Eftir að hann hætti í fótbolta sneri Dicks sér að ýmsum verkefnum. Hann gerðist atvinnumaður í golfi en meiðsli gerðu það að verkum að hann varð að hætta. Þá stofnaði hann hundahótel nærri Colchester í Essex á Englandi. Í sumar var hann hins vegar ráðinn í þjálfarateymi West Ham-liðsins og er það hans aðalstarf í dag. Evrópumeist- ari í jiu-jitsu Bixente Lizarazu var um tíma einn allri besti vinstri bakvörður heims. Þessi magnaði Frakki vann ófáa titla með Bayern München á sínum tíma auk þess að verða heims- og Evrópumeistari með Frökkum í kringum aldamótin. Eftir að hann hætti í fótbolta árið 2006 sneri Lizarazu sér að brasilísku jiu-jitsu. Lizarazu náði strax góðum árangri og varð til dæmis Evrópumeistari í Blue Belt Senior 1-léttvigtardeildinni árið 2009.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.