Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 6
Helgarblað 21.–24. ágúst 20156 Fréttir Dalshrauni 13 220 Hafnarfirði Sími 565 2292 Settu fókusinn á Þýsk gæði í gegn Sumarútsalan hafin í Hjólaspretti 20 - 50% afsláttur af völdum hjólum S tærsti einstaki eigandi aflandskrónueigna um þess- ar mundir er bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles, sem er með eignir í stýringu að jafnvirði fimmt- ánfaldri landsframleiðslu Íslands, samkvæmt öruggum heimildum DV. Þannig áttu skuldabréfasjóðir í stýringu Loonis Sayles íslensk rík- isskuldabréf fyrir meira en þrjátíu milljarða króna að nafnvirði um mitt þetta ár. Raunveruleg aflandskrónu- eign félagsins er hins vegar talin vera nokkuð meiri, eða á bilinu 35 til 40 milljarðar. Það jafngildir nærri 15% af öllum aflandskrónustabbanum. Eignarhald á slíkum krónueign- um – skuldabréf með ríkisábyrgð og innlán erlendra aðila í íslensk- um fjármálafyrirtækjum – hefur á undanförnum misserum orðið mjög samþjappað enda er eigendum þessara eigna heimilt að selja þær öðrum erlendum aðilum þrátt fyr- ir fjármagnshöft. Fram kom í kynn- ingu á áætlun stjórnvalda um los- un hafta þann 8. júní síðastliðinn að meirihluti aflandskrónanna, sem nema um 300 milljörðum, væru í eigu um tíu erlendra fagfjárfesta. Í þeim hópi eru sjóðir í stýringu Loomis Sayles fyrirferðarmestir. Þrátt fyrir ýmsar getgátur á undanförnum árum þá hefur það aldrei verið upplýst hverjir séu helstu eigendur aflandskróna enda þótt Seðlabanki Íslands telji sig hafa ágætis yfirsýn um hvaða fjárfestar standi að baki þessum krónueign- um. Þetta er því í fyrsta skipti sem slíkar upplýsingar koma fram í fjöl- miðlum hér á landi. Aflandskrónueigandi frá hruni Loomis Sayles hefur verið eigandi að íslenskum ríkisverðbréfum frá því fyr- ir fall bankakerfisins og setningu fjár- magnshafta haustið 2008 en sjóðir fé- lagsins voru á meðal þeirra erlendu fjárfesta sem stunduðu vaxtamunar- viðskipti með íslensku krónuna. Í lok júní á þessu ári áttu fimm skulda- bréfasjóðir í stýringu hjá Loomis Say- les krónueignir í formi eignarhalds á þremur óverðtryggðum íslensk- um ríkisskuldabréfaflokkum, en þar munaði mestu um ríflega 14 milljarða króna í skuldabréfum á gjalddaga í október árið 2016. Þá áttu sjóðir fé- lagsins einnig íslensk ríkisskuldabréf sem eru á gjalddaga 2019 og 2022. Auk þess að vera stærsti einstaki eigandi aflandskróna eru sjóðir Loomis Sayles jafnframt eigendur að tíu ára skuldabréfi sem íslenska rík- ið gaf út í maímánuði 2012 og nem- ur sú eign þeirra um 5,5 milljörð- um. Það er um 5% af heildarútgáfu skuldabréfanna en hún nam millj- arði Bandaríkjadala á sínum tíma. Í yfirlitum um eignasamsetn- ingu skuldabréfasjóða Loomis Say- les kemur fram að eign þeirra í ís- lenskum ríkisskuldabréfum er sögð vera 31 milljarður íslenskra króna að nafnvirði. Það nemur um þriðjungi allra aflandskrónueigna sem erlend- ir aðilar eiga í óverðtryggðum ríkis- skuldabréfum, en samkvæmt mark- aðsupplýsingum frá Lánamálum ríkisins nam sú eign samtals um 155 milljörðum króna í lok júlímánaðar. Búast við miklum afföllum Í bókum skuldabréfasjóða Loomis er markaðsverðmæti þessara krónu- eigna hins vegar talsvert lægra held- ur en nafnverð þeirra segir til um. Þannig er núverandi markaðsverð- mæti eigna sjóðanna á íslenskum ríkisskuldabréfum talið vera um 163 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 22 milljarðar króna. Sjóðirnir gera því með öðrum orðum ráð fyr- ir því að þeir þyrftu að taka á sig af- föll sem nemur um þriðjungi af nafn- virði krónueignanna ef þeir myndu vilja koma þeim úr landi í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Ólíkt mörgum öðrum fjárfestum sem eiga aflandskrónur eru sjóðir Loomis Sayles, að sögn þeirra sem þekkja vel til, ekki taldir í hópi óþol- inmóðustu erlendu aðilanna sem endurspeglast í því að eignarhald þeirra hefur haldist nánast óbreytt á undanförnum árum. Aðrir erlend- ir aðilar, sem voru um tíma stærri aflandskrónueigendur en Loom- is Sayles, hafa hins vegar grynnkað mikið á stöðu sinni, meðal annars með því að taka þátt í gjaldeyrisút- boðum Seðlabankans. n Minnkað um helming Þegar mest var nam stærð aflandskrón­ ustabbans um 600 milljarðar króna. Gjald­ eyrisútboð Seðlabankans á undanförnum árum hafa hins vegar dregið verulega úr umfangi aflandskrónuvandans, sem hefur minnkað niður í tæplega 300 milljarða. Aflandskrónurnar voru engu að síður einn af þeim þáttum sem þurfti að taka á samhliða því að áætlun var kynnt um losun fjármagnshafta enda er um að ræða auðseljanlegar krónueignir í eigu erlendra aðila sem gætu sett verulegan þrýsting á gengi krónunnar ef þær yrðu seldar fyrir gjaldeyri á skömmum tíma. Þrátt fyrir fjármagnshöft þá var eigendum aflandskróna lengst af heimilt að fjárfesta í ýmsum verðbréfum og hafa um 70 milljarðar verið fluttar úr landi vegna vaxtagreiðslna til aflandskrónueigenda. Samkvæmt haftaáætlun stjórnvalda á að leysa aflandskrónuvandann með uppboði á gjaldeyri og annars vegar sölu skuldabréfs til 20 ára í íslenskum krónum og hins vegar skuldabréfs í evrum til meðallangs tíma. Fallist aflandskrónueigendur ekki á þessa valkosti verða krónueignir þeirra settar á vaxtalausa læsta reikninga. Eigendur aflandskrónueignanna munu þurfa að taka á sig umtalsverð afföll – líklega 40 til 50% – hvort sem þeira kjósa að fá reiðufé í evrum í fyrirhuguðu gjaldeyris­ útboði eða skipta á krónueignum sínum fyrir skuldabréf með endurgreiðsluferli sem er talið samrýmast greiðslujöfn­ uði þjóðarbúsins. Til hefur staðið að gjaldeyrisútboð Seðlabankans myndi fara fram næstkomandi haust en samkvæmt upplýsingum DV er alls óvíst hvort sú tímasetning muni standa. Sá stærsti á 30 milljarða í aflandskrónueignum Sjóðastýringafyrirtækið Loomis Sayles er stærsti einstaki eigandi aflandskrónueigna Aflandskrónueignir Loomis Sayles 14 milljarðar ríkisskuldabréf á gjalddaga 2016 12 milljarðar ríkisskuldabréf á gjalddaga 2019 5 milljarðar ríkisskuldabréf á gjalddaga 2022 Hörður Ægisson hordur@dv.is Aflands- krónuvandi Meðal annars vegna gjald­ eyrisútboða Seðlabank­ ans hefur aflandskrónu­ stabbinn minnkað úr 600 millj­ örðum í 300 milljarða á síðustu árum. 31 milljarðurGakktu í bæinn Menningarnótt verður haldin í 20. sinn á laugardag, þann 22. ágúst. Yfirskriftin er sem fyrr „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti. Flestir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi þennan dag og fram á kvöld, en stórtónleikar verða bæði í Hljómskálagarðin- um og við Arnarhól. Þá hlaupa fjölmargir garpar í Reykjavíkur- maraþoninu fyrr um daginn og geta ungmenni spreytt sig í Lata- bæjarhlaupinu. Hægt er að finna dagskrána alla á vefnum menn- ingarnott.is og skapa sína eigin dagskrá fyrir daginn. Kvöldinu lýkur svo með veglegri flugelda- sýningu Sigríðar Soffíu Níels- dóttur, Stjörnubrimi. Sigríður er danshöfundur sem hefur síðast- liðin tvö ár stýrt flugeldasýning- um menningarnætur. Mynd RAggi TH Vinnuhópur á að skoða vanda Grímseyinga Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að settur verði á laggirnar vinnuhópur þvert á ráðuneyti sem skoði stöðu Gríms- eyjar í samvinnu við aðgerðahóp á vegum Akureyjarbæjar. „Það er brýnt að bregðast við þeirri erfiðu stöðu sem uppi hefur verið í Grímsey síðustu ár. Heima- menn óttast að ef ekkert verði að gert þá leggist útgerð í Grímsey af og jafnvel búseta í framhaldi þess. Ég trúi því ekki að nokkur vilji láta það gerast,“ sagði Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra. Vinnuhópurinn skal ljúka störf- um eigi síðar en 1. nóvember 2015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.