Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 12
Helgarblað 21.–24. ágúst 201512 Fréttir
V A R M A D Æ L U R
19 dBA
*Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg
varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur
Gæði, þjónusta og gott verð.
Hámarks orkusparnaður.
sen
dum
frÍ
tt
Út
Á l
and
*
„Ríkir mikil
ánægja með
fyrirkomulagið“
Skólarnir kaupa ritföngin í
magninnkaupum fyrir nemendur
Það færist í vöxt að skólar sjái um
magninnkaup á ritföngum fyrir nemend-
ur sína. Slíkt fyrirkomulag hefur tíðkast
í fjölmörg ár hjá Vesturbæjarskóla og
að sögn Döllu Jóhannsdóttur, formanns
foreldrafélagsins, ríkir mikil ánægja með
það hjá foreldrum. Fast gjald að upphæð
6.000 krónur, svokallaður bekkjarsjóður,
er innheimt að hausti og inni í því verði
eru öll ritföng sem nemendur hafa
aðgengi að í skólanum. Í samanburði við
verð á heildarinnkaupalistum skólanna
hjá netverslununum þá er umrædd
upphæð í lægri kantinum.
„Skólinn fær betra verð en einstak-
lingarnir út af magninnkaupunum og
undirbúningur er því lítill sem enginn fyrir
aðstandendur. Öll ritföng og skriffæri
eru geymd í skólanum og þar sem engin
heimavinna er í skólanum þá þurfa
börnin aðeins að taka nesti með sér í
skólann,“ segir Dalla. Sonur Döllu er að
skipta um grunnskóla í haust og í nýja
skólanum eiga nemendur að kaupa þessi
gögn sjálfir. „Fyrsta verkið var að kaupa
pennaveski,“ segir Dalla kímin.
60% verðmunur á ritföngum
n Verðsamanburður á vörukörfu í fimm verslunum n Hagstæðasta verðið í Bónus
Verðsamanburður á skólavörum
Bónus Penninn/Eymundsson Heimkaup Hagkaup A4
Byrjendaskæri (13 cm) 198 kr. 209 kr. 197 kr. 299 kr. 349 kr.
Trélitir (12 stykki) 598 kr. 394 kr. 389 kr. 661 kr. 659 kr.
Plastmappa A4 (í lit) 59 kr. 49 kr. 129 kr. 127 kr. 89 kr.
Límstifti (8 gr) 49 kr. 99 kr. 129 kr. 384 kr. 147 kr.
Reglustika (30 cm) 119 kr. 256 kr. 239 kr. 196 kr. 295 kr.
Stílabók A5 239 kr. 189 kr. 279 kr. 279 kr. 359 kr.
Stóra sögubókin mín A4 147 kr. 269 kr. 269 kr. 259 kr. 269 kr.
Tússpenni 0,6 svartur 159 kr. 397 kr. 399 kr. 246 kr. 399 kr.
Samtals 1.568 kr. 1.862 kr. 2.030 kr. 2.451 kr. 2.566 kr.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
R
úmlega 60 prósenta verð
munur er á vörukörfu með
átta algengum ritföngum
sem eru á innkaupalista
1. bekkinga fyrir komandi
skólaár. Alls var gerður saman
burður hjá fimm umfangsmiklum
verslunum og reyndist vörukarfan
ódýrust hjá Bónus en dýrust hjá A4.
Innkaupalistar skólanna í
netverslunum
Grunnskólar landsins hefja störf
eftir helgi og því eru skólabörn og
foreldrar í óða önn að kaupa inn
nauðsynleg ritföng fyrir veturinn.
Algengasta fyrirkomulagið er að
skólar gefi út innkaupalista fyrir
sérhvern bekk og síðan sjá foreldr
ar um að leita vörurnar uppi. Tvær
verslanir, Heimkaup og Penninn/
Eymundsson, hafa séð sér
leik á borði og hafa listana
aðgengilega á heimasíð
um sínum þannig að hægt
er að ganga frá innkaup
unum á netinu á afar hand
hægan hátt. Heimkaup geng
ur svo skrefinu lengra og býður
upp á ókeypis heimsendingu en
slík sending kostar 990 krónur hjá
Pennanum/Eymundsson, annars
býðst viðskiptavinum að sækja
vörurnar frítt í verslun fyrirtæk
isins við Hallarmúla.
Innkaupalistar misjafnir að
umfangi
Það vekur athygli að innkaupa
listar skólanna eru afar misjafnir
að umfangi. Nokkrar stikkprufur á
heimasíðu Heimkaupa leiddu það
í ljós að innkaupalisti 1. bekkinga
í nokkrum skólum á höfuðborgar
svæðinu eru frá tæpum 4 þúsund
krónum og allt upp í um 12 þús
und krónur. Það er því greinilega
afar misjafnt hvað kennarar telja
nauðsynleg gögn fyrir nemendur.
Átta vörutegundir í körfunni
DV fór á stúfana og gerði verðsam
anburð á nokkrum algengum vör
um á innkaupalista 1. bekkinga
hjá fimm verslunum; Pennanum/
Eym undsson, A4, Heimkaup, Bón
us og Hagkaup. Allar versl
anirnar, nema Bónus,
gefa upp allt verð
á heima
síðum
sínum sem er til fyrirmyndar enda
auðveldar það neytendum verð
samanburð. Það var hægara
sagt en gert að velja vörur
sem feng ust í
öll
um fimm verslununum og voru
samanburðarhæfar. Svo fór að lok
um að átta vörutegundir skipuðu
vörukörfuna og ættu að geta gef
ið neytendum vísbendingu um
hvar ódýrast sé að ganga frá öll
um innkaupunum. Eðli málsins
samkvæmt er hins vegar umtals
vert meira vöruúrval hjá
verslununum
sem sér
hæfa sig í
ritföngun
um og
þar er því
líklegra að
hægt sé að
klára inn
kaupin í einni
heimsókn.
Ódýrast í Bónus
Niðurstaðan varð
sú að karfan var
ódýrust hjá Bón
us en þar kostaði
hún 1.568 krón
ur. Í fjórum til
vikum af átta
voru vörurn
ar ódýrastar
hjá versl
uninni.
Næstó
dýrust var
karfan hjá Penn
anum/Eym undsson,
eða 1.862 krónur, og var
verslunin þrisvar með hag
stæðasta verðið. Hjá Heim
kaup kostaði karfan 2.030 krón
ur og var verslunin með ódýrasta
verðið í einum vöruflokki. Karfan
kostaði 2.451 krónu hjá Hagkaup
en dýrust var hún hjá A4, eða 2.566
krónur, sem gerir verðmun upp á
rúm 60 prósent á ódýrustu og dýr
ustu vörukörfunni. Hvorki Hagkaup
né A4 voru með hagstæðasta verð á
einhverri vörutegund. n
Vörukarfan
Þessar vörur
eru á innkaupa-
lista nær allra 1.
bekkinga sem
hefja skólagöngu
sína í
haust. Mynd ÞorMAr
VIgnIr gunnArsson
Hagnaðist um 12,4 milljarða
16,2 milljarða vaxtatekjur Landsbankans
H
agnaður Landsbankans nam
12,4 milljörðum króna á fyrri
árshelmingi og dróst saman
um 2,5 milljarða frá sama
tíma fyrir ári. Þá nam arðsemi eigin
fjár á tímabilinu 10,4% á ársgrund
velli borið saman við 12,8% arðsemi
fyrstu sex mánuði ársins 2014.
Þetta kemur fram í afkomutil
kynningu frá bankanum en sem
kunnugt er á ríkið 98% hlut í Lands
bankanum.
Hreinar vaxtatekjur bankans
voru 16,2 milljarðar króna og hækka
um 6% á milli tímabila. Hrein
ar þjónustutekjur námu 3,4 millj
örðum króna og hækka um 16%
frá sama tímabili árið áður. Virðis
breytingar útlána lækka um 9,6
milljarða króna á milli ára, en hagn
aður af hlutabréfum hækkar á sama
tíma um tæpa 5 milljarða.
Í tilkynningu er haft eftir Stein
þóri Pálssyni bankastjóra: „Afkoma
Landsbankans fyrstu sex mánuði
ársins er með ágætum, tekjusam
setningin betri en áður og fjár
hagsstaðan er traust. Bankinn hef
ur notið góðs af hagstæðri þróun í
efnahagslífinu og á fjármálamörk
uðum og viðskipti hafa verið að
aukast umtalsvert. Markaðshlut
deild bankans í útlána og innlána
starfsemi og í markaðsviðskiptum
heldur áfram að aukast. Samkvæmt
mælingum Gallup í júní mælist
Landsbankinn með mestu mark
aðshlutdeildina á einstaklings
markaði, eða 35,1% og hefur aldrei
mælst hærri. Þetta sýnir að við
skiptavinir kunna að meta það sem
Landsbankinn er að gera.“ n