Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 45
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015 Menning 45 Hundurinn Uggie, sem vann hug og hjörtu kvik-myndaunnenda með frammistöðu sinni í The Artist, kvaddi þennan heim fyrr í þess- um mánuði. Hann var þjáð- ur af krabbameini og eigend- ur hans ákváðu að lóga honum. Hann var 13 ára gamall, sem er virðulegur aldur þegar hundur á í hlut. Aðalleikari myndarinnar The Artist, Jean Dujardin, hlaut Óskarsverðlaunin 2012 fyrir leik sinn í myndinni, en margir voru á þeirri skoðun að Uggie hefði stolið frá honum senunni. Uggie hóf feril sinn fremur seint, kom fyrst fram í auglýsingum en fékk stóra tækifærið árið 2011 í kvik- myndinni Water for Elephants en þar fór Reese Witherspoon með aðalhlutverkið. Þegar Uggie sýndi listir sínar í The Artist var hann farinn að kenna sér meins, þótt ekki sæist það á frammistöðu hans. Eigandi Uggie segir að hann hafi strax sem hvolpur verið afar kraftmikill, mjög greindur og sérlega viljugur til að vinna. Bandaríski rithöfund-urinn Bret Easton Ellis, höfundur Amer- ican Psycho, er ekki hrifinn af The End of the Tour, nýrri kvikmynd sem byggist á rithöf- undinum David Foster Wallace, sem féll fyrir eigin hendi árið 2008. Árið 2012 hakkaði Ellis hæfileika Wallace heitins í sig á Twitter og þá sérstaklega höfuð- rit hans, Infinite Jest. Í bíódómi á kvikmyndavefsíðunni The Talk- house segist Ellis álíta Wallace hafa verið snilling sem þó hafi ekki nýtt hæfileika sína til fulls. En hann gagnrýnir þá væmnu og óraunverulegu hetjumynd sem dregin er upp af rithöfundinum á meðan mótsögnum í persónu hans er sópað undir teppið. H ar ðp ar ke t Þýsk gæði! Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Ný beðmál í gömlu borginni A my er nútímakona sem skrif- ar í blöðin, djammar mik- ið og óttast sambönd eins og heitan eldinn. Í Sex and the City snerist allt um að finna drauma- prinsinn en tíu árum síðar snýst allt í New York nú um að gera það ekki. Og á meðan þáttaröð sú þótti eitt sinn byltingarkennd í hispurslausri umfjöllun um ástarlíf kvenna erum við hér komin skrefinu lengra. Karl- menn hafa sig til í ræktinni og ræða tilfinningar sínar, óttast að vera særð- ir og eiga í mestu erfiðleikum með að koma konum á stefnumót sem vilja aðeins sofa hjá. Þetta er margvíðari sýn á sam- skipti kynjanna en maður er vanur að sjá frá Hollywood, en þrátt fyrir allt er um bandaríska bíómynd að ræða og innan um nýjabrumið slær íhalds- samt hjarta. Mr. Big okkar tíma er til- finninganæmur skurðlæknir (Trey MacDougal, einhver?), og eins og nafnið bendir til felst lausnin í að láta af lífsstílnum og finna ástina. Leikstjórinn Judd Apatow er þekktastur fyrir myndir um fertuga karlmenn og að framleiða hina stór- góðu stelpumynd Bridesmaids. Þetta er þó fyrst og fremst mynd Amy Schumer, sem skrifar, leikur aðal- hlutverkið og nefnir meira að segja aðalpersónuna í höfuðið á sjálfri sér. Það er hressleiki yfir myndinni sem er kærkomin tilbreyting frá stöðluð- um rómantískum gamanmyndum, en eigi að síður tekst ekki að halda tóninum út í gegn, myndin dettur í væmni án þess að ætla sér það og er helst til löng. En það er samt létt- ir að sjá lokaatriði þar sem það er konan sem reynir að heilla manninn með stórri athöfn frekar en öfugt, í dag gæti það alveg eins verið stúlkan sem stendur fyrir utan gluggann með gettóblasterinn á lofti. Ef einhver ætti ghettóblaster lengur... n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Trainwreck IMDb 6,8 RottenTomatoes 86% Metacritic 75 Leikstjóri: Judd Apatow Handrit: Amy Schumer Aðalhlutverk: Amy Schumer og Bill Hader 125 mínútur Úr listheiminum Bræðralög og brómantík gömlu fjárhúsi í Borgarfirðinum n horfðust í augu og jörmuðu hátt en ef þú lætur Chet Baker fá það. Hvað sem þú skrifar á blaðið þá tek- ur þú aldrei karakterinn úr spilaran- um,“ segir Ómar. Hver er þá karakterinn í spilaran- um Tómasi R.? „Það er einhver mús- íkölsk natni, natni gagnvart smáat- riðum. Hann er einstaklega góður lagahöfundur, einstaklega góður kontrabassaleikari með einstakt sánd. Maður getur auðvitað nefnt tuttugu og átta aðra hluti. En hans helsta einkenni er hvað hann er trúr því sem hann spilar – það finnst mér vera helsti kostur tónlistarmanna. Því fleirum sem maður spilar með finnst manni mikilvægast að fólk sé með hjartað í því sem það gerir. Þetta finnst mér einkenna Tómas.“ En svo við snúum spurningunni yfir á þig, Tómas, hvað finnst þér einkenna gítarleik Ómars? „Ef ég tala eins og hann sitji ekki hér við borðið og reyni að vera hlutlæg- ur þá er það fyrst og fremst meðvit- undin um hvernig hann hljómar. Á alþýðumáli: hann pælir svo mik- ið í „sándinu“. Ég man eftir þýskum tónlistargagnrýnanda sem kallaði hann: „Klangzauberer“, töframann hljómsins. Þetta kemur afskaplega skýrt fram á þessari plötu. Hann tók sautján gítara með sér upp í Borgar- fjörð, til að geta valið úr. Það er mjög margvíslegur hljómur í hans gítar- leik. En það dugar náttúrlega ekki að vera með góðan hljóm heldur verður maður að spila líka. Mér finnst hann hafa náð að móta mjög persónu- legan stíl, ekki bara með hljómnum heldur líka í því hvernig hann spilar línur, með ryþmanum og svo fram- vegis. Ef það er eitthvað eitt fyrir utan hljóminn er það svo hin algjöra sannfæring. Það kemur aldrei nóta frá honum án þess að hann meini hana.“ Jarmandi kindur og jöklahringur- inn Platan er tekin upp á Kolsstöðum í Borgarfirði og hefur upptökustað- urinn greinilega haft áhrif á hljóm plötunnar, andinn er afslappaður og útsetningarnar berstrípaðar. „Ómar var oft búinn að stinga upp á að við færum í sumarbústað og tækj- um upp. Ég gaf sjens á því en var ekk- ert ofurspenntur. En svo gerist það í vetur að ég lendi í óvæntu matarboði – karlaselskap – og hitti þar mann sem bauð okkur að koma í sveitina til sín að taka upp plötuna. Þetta eru Kolsstað- ir og Helgi Eiríksson heitir hann sem er þar höfuðábyrgðarmaður. Þetta er beint á móti Húsafelli, hátt uppi í fjalli og þar blasir jöklahringurinn við. Svo er hraunið fyrir neðan og kjarrið og kindur á beit. Þarna hefur verið gerð menningarmiðstöð í fjárhúsunum sem stóðu þar forðum – og þar tókum við upp. Við gætum hafa staðið hvor í sinni krónni sem kindurnar voru áður í og hljóðmaðurinn skammt und- an. Svo horfðumst við bara í augu og jörmuðum. Kindurnar fyrir utan sáu reyndar aðallega um það – þó ekki þannig að þær væru að trufla. Þessi andi þarna í sveitinni rammaði þetta rétt inn,“ segir Tómas. Sannleikurinn streymir út „Þetta verkefni er rosalega ólíkt öllu sem við höfum gert. Þarna er mað- ur algjörlega nakinn. Hvert einasta „slide“ á bassahálsinum heyrist eins og það sé við hliðina á þér. Þegar ég snerti gítarstrenginn með puttanum mun það heyrast á upptökunni. Það var nokkurra mánaða ferli að finna hvað við vildum skilja eftir okkur á plötu þannig að það meikaði sens fyrir okkur – þegar þessir menn með þessi hljóðfæri koma saman. Við hægðum lögin frekar en að hraða þau, kannski til að hvíla betur í þeim. Þarna fund- um við okkar „forte,““ segir Ómar. Tómas tekur undir: „Ytri áhrif á tónleikum geta haft þau áhrif að menn spili með svolitlum látum. En þegar þú horfist í augu við músíkalsk- an félaga til áratugs uppi í sveit í Borg- arfirði, í algjörri kyrrð og ekkert nema undursamleg náttúran fyrir utan þá kemur innan úr þér einhver sannleik- ur. Þú gætir ekki – jafnvel þótt þú vildir – reynt að hífa upp eitthvað gervistuð. Friður og rómantík, jafn einfeldnings- legt og það gæti hljómað, streymir bara út við þessar aðstæður.“ Útgáfutónleikar voru haldnir á Jazzhátíð í Reykjavík fyrr í mánuðin- um en vinirnir ætla sér þó að leika bræðralögin tíu á tónleikum á næst- unni. „Við förum í stóra tónleikaferð í lok september og október. Það verður þriggja vikna ferð um landið. Þá ætl- um við að taka stóran hring, landið eins og það leggur sig,“ segir Ómar. Bara tveir vinir saman á „road- trip“ um landið? „Á sérstyrktum Land Rover-jeppa Ómars Guðjónssonar!“ skýtur Tómas inn í. „Við tökum alltaf Kjöl! Frá Reykjavík á Akureyri, á Vík og svo Blönduós og svo framvegis,“ segir Ómar og Tómas grípur boltann á lofti: „Förum alla fjallvegi sem hægt er að taka, aldrei beinu leiðina.“ n „Þegar þú horfist í augu við mús- íkalskan félaga til ára- tugs uppi í sveit í Borg- arfirði, í algjörri kyrrð og ekkert nema undursam- leg náttúran fyrir utan þá kemur innan úr þér ein- hver sannleikur. Bræðralag Við gerð plötunnar hittust Tómas og Ómar heima hjá þeim fyrrnefnda, æfðu, drukku kaffi, slúðruðu og borðuðu gourmet-máltíðir.„Þetta er alls ekk- ert faðir-sonur dæmi – bara tveir jafn- aldra spilarar sem hafa jafnan rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.