Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015 Fólk Viðtal 33 samráði við meðal annars útgefanda minn, ákvað ég að steypa hlutunum saman í eina bók.“ Einlæg frásögn Að sögn Héðins ákvað hann að segja einlæglega frá og vanda alla túlkun og því var handritið lengi í smíðum. Þegar þeirri vinnu lauk tók við stíf rit- stjórn. „Þarna er verið að segja sögu sem gerist á og utan jaðars þess sem flestum þykir rökrétt – en þegar það er útskýrt verður það rökrétt þrátt fyrir að það standi utan „miðju hins venjulega“. Ég get til dæmis dottið í alls konar skýringar á tölum eða fyr- irbærum sem ég sé og tengi við hluti sem gerast. Þessar tengingar geta litið út eins og algjörar tilviljanir en ég sé þær ekki þannig og get útskýrt og fært fyrir því rök – en auðvitað meikar það engan sens við fyrstu sýn,“ segir Héð- inn og hlær lágt. „Af þeim sökum var ritstjórn bókarinnar afar mikilvæg. Guðrún Sigfúsdóttir var ritstjórinn minn ásamt Björgu Björnsdóttur og góðir menn eins og Páll Valsson og Halldór Guðmundsson lásu hana yfir og gáfu góð ráð.“ Reiði og úrvinnsla Héðinn segir bókina innihalda upp- gjör gagnvart áfalli og ofangreindu óréttlæti sem átti sér stað fyrir sjö árum. „Reiðin var mikil í upphafi – líkt og vindur sem, ef beitt rétt í seglin, getur virkað sem jákvæður hvati. Ég náði að fyrirgefa og vinna úr reynslunni á leiðinni. Þegar ég var tilbúinn með handritið valdi ég 20 aðila til að lesa yfir og ég var bara með eina spurningu – á þetta eitt- hvert erindi við aðra en mig? Nítján sögðu já og einn nei, meirihlutinn fékk að ráða og ég afréð að gefa bók- ina út.“ Síðan bókin kom út í vor hefur Héðinn haldið fyrirlestra og tengst nýju fólki í gegnum hana. „Fólk hef- ur töluvert sett sig í samband og er- indin skiptast eiginlega í tvo flokka, annars vegar einlægar þakkir og hins vegar fólk sem á í vanda og þarf ráð.“ Umdeilt svið Bók Héðins hefur fengið góða dóma fyrir stíl og efnistök. „Geðheilbrigð- ismál og málefni andlegs eðlis eru huglæg og að því gefnu oft umdeild. Ég sakna virkari opinnar umræðu hér á landi milli þeirra sem þjóna innan kerfisins og þeirra sem njóta þjónustu þeirra. Það er ljóst að víða annars staðar er umræðan að snúast í auknum mæli um sammannlegan grunn, ákveðin norm sem sívíkk- andi rammar greininga eru farnir að þrengja að. Það má líkja þessu við risaeik með ótal greinum. Greinun- um fjölgar og fjölgar og á sama tíma missum við sjónar af stofninum og rótunum sem við eigum öll sameig- inlega. Endalaust virðast bætast við nýjar greinar, eitthvað sem er aðeins öðruvísi er frágreint sem frávik eða sjúkdómur. Mér virðist engu að síð- ur sem að í fagstéttum, sérstaklega erlendis, sé viðurkenningin gagnvart fjölbreytileika mannlegrar tilveru að aukast. Manneskjan er meðhöndluð frekar en einkennin. Slíkt er afar mik- ilvægt. Nýjar leiðir eru notaðar og í auknum mæli unnið með orsaka- þætti geðheilbrigðis. Dæmi um slíkt er aukin áhersla á virka atvinnu- markaðsþátttöku sem getur skipt sköpum í líðan og bata einstaklings. Leiðum eins og atferlismeðferðum hvers konar og hugleiðslu, eða gjör- hygli hefur aukinheldur vaxið fiskur um hrygg. Slíkar leiðir hjálpa fólki oft við að sogast ekki um of inn í sína hugsanaferla. Með ástundun hug- leiðslu getur þú fjarlægst skaðlegar hugsanir og þannig náð betri stjórn á huganum. Það færir þér frelsi til að velja hvort þú bregst við ástandi í lífi þínu eða ekki. Það er margt sem spilar þarna inn í en almennt er gott að hafa í huga þrjú grundvallaratriði um huga okkar: hann þarf alltaf að hafa eitthvað að hugsa um, hann get- ur bara hugsað um eitt í einu og það sem hann hugsar um vex.“ Þessa dagana ferðast Héðinn ásamt Jónasi Sigurðssyni tónlistar- manni um landið með dagskrá sem þeir kalla „Hamingjan og Úlfur- inn“. „Dagskráin er að hluta til tón- list og að hluta til töluð orð,“ segir Héðinn, „viðfangsefnið er lífið sjálft. Hvað er hamingjan? Hvað skiptir máli í þessu stutta ferðalagi lífsins, þar sem sáðfruma gærdagsins verð- ur lík morgundagsins. Við Jónas höf- um þekkst lengi og okkur langaði að vinna saman að einhverju sem hefði dýpri þýðingu fyrir okkur báða. Við lítum á dagskrána sem samtal við áheyrendur og undir lokin höfum við fengið að heyra frá þeim líka. Það hefur verið mjög gefandi hluti af þessu verkefni.“ n Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VantaR – VantaR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Sími 568- 5556 www .skeifan.is „Með ástundun hugleiðslu get- ur þú fjarlægst skaðlegar hugsanir og þannig náð betri stjórn á huganum. Það færir þér frelsi til að velja hvort þú bregst við ástandi í lífi þínu eða ekki. Héðinn – heilbrigður og sterkur Hefur tekist að breyta sinueldinum í huggulegan arineld. Hamingjan og úlfurinn Héðinn ferðast þessa dagana um landið ásamt Jónasi Sigurðs- syni tónlistarmanni með dagskrá sem samanstendur af tali og tónum. Héðinn og hafið Hann veltir því fyrir sér hvers vegna okkur er svona illa við að fólk teygi sig út úr norminu. MyndiR ÞoRMaR VigniR gUnnaRsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.