Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 21.–24. ágúst 201524 Umræða U m fá lönd í okkar heims- hluta er meira talað nú um stundir en Úkraínu. Úkra- ína er mun nær okkur en margir halda, og hún er um margt nátengd sögu okkar nor- rænna manna: um svipað leyti og víkingar byggðu Ísland þá réðu þeir stórum nýlendum þar sem nú er Úkraína, meðal annars borginni sem þeir kölluðu Kænugarð en heitir nú Kiev. Um hana lágu leiðir í suðurátt, meðal annars til Mikla- garðs en þangað sóttu hraustir menn af Norðurlöndum til að gerast væringjar eða málaliðar hjá keisar- anum í Býsans, meðal annars Ís- lendingar. Ég er svo heppinn að hafa þrí- vegis sótt Úkraínu heim, og ferðast töluvert um landið, frá vestri og til austurs, og hitt fólk sem þar býr. Af þeim sökum hef ég reynt að kynna mér sögu landsins og setja mig inn í aðstæður þar, og ég neita því ekki að sumt af því sem sagt er í opin- berri umræðu um málefni þessa nú stríðshrjáða ríkis finnst mér hljóma yfirborðslega eða jafnvel bera vitni fordómum. Stórveldi og samningar Eins og kunnugt er hernámu Rúss- ar nýverið hluta Úkraínu; Krímskag- ann. Og svo er að heyra sem mörg- um vestrænum álitsgjöfum þyki það minni háttar mál, eða jafnvel ekki nema sjálfsagt, og þá með þeim rökum að Krím hafi lengst af eða til skamms tíma verið partur af Rúss- landi, mikilvægur partur sem þeir hafi eitt sinn unnið í stríði, og að því sé ekki nema sanngjarnt að þeir leggi þetta svæði undir sig á ný. Áður en farið er að ræða slík sjónarmið í samhengi við önnur landsvæði sem hafa breytt um ríkis- fang, þá er rétt að minna á að þegar Úkraína varð sjálfstæð, og Rússland raunar líka á sama tíma, við upp- lausn Sovétríkjanna, þá gerðu þessi tvö nýju ríki með sér samning um það hvernig ýmsum sovéskum eig- um yrði skipt á milli landanna, með- al annars kjarnorkuvopnum sem mikið var af í Úkraínu. Og það varð niðurstaðan að þeir afsöluðu sér slíku til Rússlands, og partur af þeim samningi var að bæði lönd myndu jafnframt virða landamæri hins; að þau myndu ekki gera landakröf- ur hvort á annað. Að hernaðarstór- veldi virði ekki slíka samninga er auðvitað grafalvarlegt fyrir Evrópu og raunar allan heiminn. Hvað með Königsberg? En svo er það hitt, að Krím hafi áður tilheyrt Rússlandi, og sé mikilvægt svæði í þeirra sögu. Í því samhengi mætti telja upp allmörg hliðstæð dæmi. Kannast menn til dæmis við stað sem heitir Königsberg, í Aust- ur-Prússlandi? Þar voru nýir Prússa- kóngar og Þýskalandskeisarar löng- um krýndir, þetta hafði tilheyrt þeim öldum saman, og var ein af höf- uðborgum Þjóðverja. Það var ekki fyrr en 1946 að staðurinn skipti um nafn, varð partur af Sovétríkjunum og fór að heita Kaliningrad, eftir ein- um af bolsévikaforingjunum. Núna telst þetta rússneskt landsvæði, þótt það sé langt frá rússnesku landa- mærunum, og víst er að mörgum Þjóðverjum þætti eðlilegast að þeir tækju það yfir á ný. Og jafnvel ekki ótrúlegt að íbúar þar myndu verða meira en til í að gerast þýskir þegn- ar. En hvað halda menn að Rúss- ar myndu segja, ef stjórnin í Berlín myndi svo mikið sem orða slík- ar hugmyndir? Eða ef þeir færu að „Ég neita því ekki að sumt af því sem sagt er í opinberri umræðu um málefni þessa nú stríðshrjáða rík­ is finnst mér hljóma yfir­ borðslega eða jafnvel bera vitni fordómum. Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Úkraína Land og saga, og líka góði dátinn Mótmæli í Kíev „Og kannski ekki undar- legt að Úkraínumenn geti hugsað sér að fá að njóta þess sama og nágrannarnir; það heyrði maður mjög á tali fólks í höfuð- borginni, Kiev." Mynd REutERS H E I L S U R Ú M 70% 20 til AFSLÁTTUR Útsala Rekkjunnar í fullum gangi! Lagersala á rúmteppum og handklæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.