Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 20
Helgarblað 21.–24. ágúst 201520 Skrýtið Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is LAND ROVER DISCOVERY 4 SE 3,0TDV6 Nýskr. 09/2011, ekinn 69 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, 7 manna, leður, glertoppur. Verð 9.900.000. Raðnr.253954 Paradísin sem varð að martröð n Kupari var lúxusstaður fyrir ferðamenn í Júgóslavíu n Svo braust stríðið út K upari-ferðamannastaður- inn í suðurhluta Króatíu hafði allt sem ferðamenn gat dreymt um; fallegar strendur, glæsileg hótel búin öllum helstu þægindum og frá- bært veður yfir sumartímann. Í dag er Kupari rústir einar og hefur þessi lúxushótelaþyrping verið í niður- níðslu síðastliðin tuttugu ár. Kupari var einn glæsilegasti ferðamannastaður Júgóslavíu, en hann var tekinn í notkun á seinni hluta liðinnar aldar. Engu var til sparað við framkvæmd- ir sem enduðu á að kosta yfirvöld í Júgóslavíu tugi milljarða króna á nú- verandi gengi. Tilgangurinn með uppbyggingu ferðamannastaðarins var að hýsa júgóslavneska hermenn – þá efnameiri – og fjölskyldur þeirra yfir sumartímann. Hlutirnir breyttust til hins verra árið 1991 þegar stríð braust út í Júgóslavíu. Slobodan Milosevic, sem komst í forsetastólinn í Júgóslavíu árið 1989, vildi auka yfirráð Serba í ýmsum héruðum og fylkjum lands- ins. Í stuttu máli fór þetta illa í önn- ur slavnesk þjóðarbrot sem byggðu Júgóslavíu, þar á meðal Króat- íu og Slóveníu, sem lýstu yfir sjálf- stæði sínu árið 1991. Stríð braust út í Króatíu og náðu Júgóslavar með- al annars Kupari á sitt vald. Miklar skemmdir urðu á hótelbyggingum á svæðinu og þegar stríðinu lauk var Kupari ekki svipur hjá sjón. Ekki nóg með að byggingar höfðu skemmst heldur höfðu þjófar stolið öllu steini léttara. Þessi paradís hafði á aðeins nokkrum árum breyst í minnisvarða um stríðið. Blikur eru á lofti og ekki loku fyr- ir það skotið að Kupari verði aftur paradís fyrir ferðamenn. Ferðamála- yfirvöld í Króatíu vonast til að áhuga- samir fjárfestar muni byggja stað- inn upp að nýju. Í ársbyrjun 2014 auglýstu yfirvöld eftir fjárfestum og lýstu sex aðilar yfir áhuga sínum á verkinu. Í apríl síðastliðnum var svo ákveðið að óska eftir bindandi tilboðum í uppbyggingu staðarins. Mun sá fjárfestir sem verður valinn hafa fjögur ár til að ljúka verkinu. Eftir því sem DV kemst næst er ekki búið að velja fjárfesta og því óljóst á þessari stundu hvenær vinna við uppbyggingu Kupari hefst. n Fallegur staður Þó svo að gömlu byggingarnar í Kupari séu í niðurníðslu heimsækir fjöldi fólks strendurnar, enda af mörgum taldar þær bestu í Króatíu. Af sem áður var Þessi mynd var tekin árið 1984. Nokkrum árum síðar braust út stríð í Júgóslavíu og hefur Kupari ekki verið svipur hjá sjón síðan. Byggt upp aftur Yfirvöld í Króatíu vilja byggja ferðaþjón- ustuna í Kupari upp að nýju. Leitað er að fjárfestum til að ganga í verkið. Fallegt útsýni Hótelin í Kupari voru sannkallaður draumur fyrir ferðamenn. Flestir þeirra sem dvöldu í Kupari voru yfirmenn í júgóslavneska hernum. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.