Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Qupperneq 4
4 Fréttir Vikublað 22.–24. september 2015 Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Full búð af nýjum vörum! Lúxushótel í uppnám vegna viðskiptabanns Fjárfestar sem koma að hótelinu við Hörpu eru ósáttir við bann Reykjavíkurborgar á vörur frá Ísrael F járfestar tengdir bandaríska fasteignafélaginu Carpenter & Co. hafa tilkynnt borgaryfir­ völdum að aðkoma þeirra að fjármögnun 17 milljarða króna lúxushótelsins við Hörpu sé í upp­ námi vegna ákvörðunar Reykjavíkur­ borgar um að sniðganga vörur frá Ísr­ ael. Samkvæmt heimildum DV höfðu þeir samband við skrifstofu borgar­ stjóra í síðustu viku til að lýsa óánægju sinni með viðskiptabannið. Dagur B. Eggertsson vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað. Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Co., segir fyrirtækið ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. Pólitíkin hjá öðrum Friedman, sem leiðir hótelverkefnið við Hörpu og er gyðingur, segir í yfir­ lýsingu sem hann sendi DV í gær að hann hafi heyrt af ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um viðskiptabann gegn Ísrael. Ákvörðunin var tekin í byrjun síðustu viku þegar meirihlutinn sam­ þykkti tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael í innkaupum sínum. „Verkefninu okkar og mér sjálfum hefur verið tekið mjög vel af Íslandi, íbúum þess og borgaryfirvöldum. Við erum því mjög áhugasöm fyrir hótel­ verkefninu og því sem það mun gera fyrir íslenska ferðaþjónustu, hagkerfi og borgina. Við ætlum að láta aðra sjá um innlend og alþjóðleg stjórnmál og stefnumótun. Ég hef sjálfur mikið álit á umburðarlyndi Íslands og þeirri virðingu sem þjóðin sýnir öllu fólki,“ segir Friedman. Viðskiptabannið hefur haft víð­ tækar afleiðingar. Dæmi eru um að vörur íslenskra fyrirtækja hafi verið teknar úr hillum verslana í Bandaríkj­ unum og erlendir ferðmenn afbókað ferðir með íslenskum flugfélögum. Ut­ anríkisráðuneytið ítrekaði í lok síðustu viku að ákvörðun borgarstjórnarinnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands eða til marks um tengsl lands­ ins og Ísraels. Dagur hefur viðurkennt að viðskiptabannið hafi verið mistök og tilkynnti um síðustu helgi að tillaga Bjarkar yrði dregin til baka. Ekki náð­ ist í hann við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, sagði í samtali við DV hafa heyrt af því „í fram­ hjáhlaupi“ að aðilar tengdir hótelverk­ efninu hefðu lýst óánægju sinni með viðskiptabannið. Hann hafi þó ekki rætt málið nánar við borgarstjóra. Skrifuðu undir í ágúst Heildarfjárfesting fimm stjörnu hót­ elsins, sem verður rekið af alþjóðlegu hótelkeðjunni Marriott, er um 130 milljónir dala eða tæpir 17 milljarðar króna. Hótelið verður 250 herbergja og á að opna árið 2019. Arion banki kom að lánsfjármögnun verkefnisins og átti frumkvæði að því að kynna það fyrir Carpenter og Co. og íslenska fjár­ festinum Eggerti Dagbjartssyni sem er minnihlutaeigandi í því. DV hefur áður greint frá því að bygging lúxushótels við Hörpu á sér nokkuð langa sögu sem rekja má aft­ ur til áranna rétt fyrir hrun. Sítus, félag í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar sem átti lóðina við tónlistar húsið, bauð byggingarreit undir hótel til sölu í júlí 2011 í útboði sem var framkvæmt af Ríkiskaupum. Sviss neska fjár fest­ inga fé lagið World Leisure In vest ment (WLI) átti þá hæsta boð og í kjölfarið fóru tæp tvö ár í samn ingaviðræður milli þess og Sítus. Áform WLI fóru út um þúfur og stjórn Sítus seldi Auro Investments ehf. lóðina á 1,8 millj­ arða króna í lok sumars 2013. Um ári síðar ákváðu kjölfestufjárfestarnir sem voru á bakvið Auro að segja skil­ ið við verkefnið. Í apríl 2015 var til­ kynnt um aðkomu Carpenter & Co. og samningur um kaup á byggingar­ reitnum undirritaður í ágúst. Í þessu samhengi er vert að ryf­ ja upp ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra síðastliðnn laugardag. Í samtali við RÚV lýsti hann ótta sínum varð­ andi að stór verkefni kynnu að vera í hættu vegna málsins. Hann fór ekki nánar út í hvaða verkefni það kynnu að vera. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Mynd SiGtryGGur Ari Hótelin græddu 551 milljón Íslandshótel, sem á og rekur Grand Hótel, Fosshótelin, Hót­ el Reykjavík Centrum og Best Western Hótel Reykjavík, hagn­ aðist um 551 milljón króna á síð­ asta ári. Hagnaðurinn jókst um 172 milljónir milli ára og tekjur samstæðunnar um 700 milljón­ ir króna. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins námu rekstrartekjur þess tæpum 5,2 milljörðum. Eignir hótelanna námu 12,3 milljörðum en skuld­ irnar 10,5 milljörðum. Eigið fé félagsins var því jákvætt um 1,8 milljarða króna. Við undirritun Skrifað var undir samninga um kaup Carpenter & Co. á hótelreitnum við Hörpu í ágúst síðastliðnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Richard L. Friedman, sem hér standa hlið við hlið á miðri myndinni, voru báðir viðstaddir undirritunina. Féll átta metra og lést Ísraelski ferðamaðurinn sem lést við Svínafellsjökul á sunnudag féll um átta metra fram af kletti og hafnaði í grjóturð. Slysið varð um miðjan dag en maðurinn var 65 ára gamall. Hann var á göngu utan í Hafrafelli, skammt frá bíla­ stæði við jökulinn. Hann rann til og hrasaði með fyrrgreindum afleiðingum. Lík ferðamannsins verður krufið, svo hægt verði að skera endanlega úr um dánaror­ sökina, að því er mbl.is hefur eftir Þorgrími Ólafi Sigurðssyni, að­ stoðaryfirlögregluþjóni hjá lög­ reglunni á Suðurlandi. Ekki hefur verið greint frá nafni mannsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.