Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Qupperneq 8
Vikublað 22.–24. september 20158 Fréttir Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is K ristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, býst við að um 350 manns muni flytja í sveitarfélagið á næstu fimm til tíu árum. Þar með myndi íbúafjöldinn aukast um 12 prósent frá því sem nú er. Ástæðan er kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka og þau störf sem hún mun skapa á svæðinu. Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust fyrir helgi og er reiknað með að framleiðsla hefj- ist árið 2017. „Þá erum við komin upp í þann fjölda sem var hér áður en íbúum fór að fækka fyrir 10 til 15 árum. Það hefur verið tröppugangur úr sveitarfélaginu, um eitt til tvö pró- sent á ári,“ segir Kristján Þór en rúm- lega 2.800 manns búa í Norðurþingi, þar af um 2.200 á Húsavík. 250 störf skapast „Þó svo að Húsavík hafi haldið sjó ansi lengi er aldurssamsetningin okkur mjög óhagstæð. Það vantar hressilega inn í aldurshópinn frá 25 ára til fertugs.“ Hann telur að um 250 störf muni skapast á næstu fjórum til fimm árum, að frádregnum ruðningsáhrif- um og með afleiddum störfum. Í verksmiðjunni sjálfri er reiknað með 127 föstum störfum. Vaðalheiðargöng mikilvæg Að sögn Kristjáns Þórs munu Vaðlaheiðargöng, þegar þau verða tilbúin, einnig hafa mikil áhrif á svæðið. „Þetta snýst um að horfa á þessi svokölluðu vinnusóknar- svæði og hvernig þau munu þróast. Þau eru tvö, Húsavík og nágrenni og Akur eyri. Þegar göngin verða opn- uð verður þetta eitt vinnusóknar- svæði og það getur haft mikil áhrif á hvernig íbúaþróun verður hér,“ segir hann og ítrekar hversu mikilvægt er að göngin verði að veruleika. Skuldsetja sveitarfélagið Hann segir að mikil uppbygging fari núna í gang í sveitarfélaginu sam- hliða framkvæmdunum á Bakka. „Það þýðir ýmislegt. Til skemmri tíma litið erum við að skuldsetja sveitarfélagið aðeins meira. Til lengri tíma litið sjáum við fyrir okk- ur að snúa ákveðinni efnahags- og lýðfræðilegri þróun við á þessu svæði.“ Snúa rekstrinum við á tíu árum Rekstur hafnarsjóðs Norðurþings hefur ekki verið sjálfbær í mörg ár. Meginstarfsemi hans er að hafa með höndum umsjón og rekstur hafnarmannvirkja Norðurþings á Raufar höfn, Kópaskeri og Húsavík. Að sögn Kristjáns hættu tekjur að koma inn eftir að strandsiglingar lögðust af og kísiliðjan við Mývatn var lögð niður. Einnig hefur út- gerðin verið blómlegri á svæðinu. „Með þessari verksmiðju vonumst við til að spyrna verulega við fótun- um og það eru öll tækifæri til þess að snúa þessum rekstri við á næstu tíu árum með þessari innviðaupp- byggingu sem núna er í hendi.“ Engar áhyggjur af mengun Framleiðslugeta verksmiðjunn- ar nemur 66.000 tonnum á ári. Hún verður byggð í tveimur áföngum og miðast fyrsti áfangi hennar við 33.000 tonna framleiðslugetu á ári. Verk- smiðjan verður staðsett í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Húsavík. Spurður út í mengun af völdum verk- smiðjunnar segist Kristján ekki hafa áhyggjur af henni. „Uppbyggingar- áformin á Bakka hafa farið átta sinn- um í gegnum umhverfismat, að mig minnir. Ég hef engar áhyggj- ur af því að þetta verði eitthvað sem við þurfum að hafa stórkostlegar áhyggjur af,“ segir hann. „Stærsti mengunarvaldurinn er koldíoxíð, CO2, sem verður dælt út í andrúms- loftið,“ bætir hann við en tekur fram að hægt verði að nýta afleiddar afurð- ir sem hljótast af framleiðslunni. Ýmsar verksmiðjur á teikniborðinu Í gegnum árin hafa Húsvíkingar reynt ýmislegt til að efla atvinnulífið í bænum. Fyrir 25 árum átti að reisa þar pappírsverksmiðju, hefja átti harðviðarvinnslu fyrir áratug, auk þess sem kísilduft-, kítin-, súráls-, glúkósamín- og pólyolverksmiðjur hafa allar verið á teikniborðinu. Krókódílaeldi hefur einnig komið alvarlega til tals. Gullfiskatjörnin stendur fyrir sínu Biðin eftir stórri verksmiðju á borð við kísilmálmverksmiðjuna hefur því verið löng og ströng. „ Auðvitað er langt síðan iðnaðarsvæðið á Bakka var formlega lagt fram sem mögulegt uppbyggingarsvæði og það er gleðilegt að það sé búið að festa verkefni þar,“ segir Kristján, sem veit ekki hvort hugmyndin um krókódílaeldið muni skjóta aftur upp kollinum. „En gullfiskatjörnin stendur alltaf fyrir sínu,“ bætir hann við og hlær. „Hún býr enn til gríðar- legt magn af gullfiskum sunnan við bæinn. Við reynum að horfa á tæki- færin og vera meðvituð um hindr- anirnar hérna en við þurfum fleira fólk til að nýta þessi tækifæri með okkur. Það er markmiðið sem er fram undan.“ n 350 manna fjölgun vegna verksmiðju Kristján Þór Magnússon segir mikla uppbyggingu fylgja kísilmálmverksmiðju á Bakka Freyr Bjarnason freyr@dv.is Kristján Þór Magnússon Sveitarstjóri Norðurþings segir að með tilkomu verksmiðj- unnar muni íbúum fjölga til mikilla muna. „Stærsti mengunar- valdurinn er kol- díoxíð, CO2, sem verður dælt út í andrúmsloftið. Bakki Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju á Bakka eru að hefjast. Kaffikeðja bjargar lífum Íslenska kaffihúsakeðjan Te og kaffi og viðskiptavinir henn- ar söfnuðu andvirði 57 þús- und skammta af bóluefni gegn mænusótt í átaki sem bar yfir- skriftina Klárum málið. Um var að ræða samstarfsverkefni UNICEF á Íslandi og Te og kaff- is sem gaf 25 krónur, andvirði einnar bólusetningar, af hverjum seldum drykk á tímabilinu 4.–17. september síðastliðinn. Þá var viðskiptavinum boð- ið að bæta við 25 krónum þegar þeir greiddu fyrir drykkinn sinn og gefa þannig aðra bólusetn- ingu. „Við erum hæstánægð með átakið og hversu vel tókst til,“ segir Bergsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í fréttatilkynningu. Mænusótt er enn landlæg í þremur ríkjum, Afganistan, Pakistan og Nígeríu. Gríðarlegur árangur hefur náðst í baráttunni gegn þessum skæða sjúkdómi á undanförnum árum en árið 1988 var veikin landlæg í 125 ríkjum. Hvert barn þarf að fá bólu- efni þrisvar sinnum til að vera varið gegn mænusótt fyrir lífstíð. Afrakstur átaksins gerir UNICEF því til dæmis kleift að útvega bóluefni sem getur varið fleiri en 17.800 börn fyrir þessum skelfi- lega sjúkdómi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.