Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Page 12
Vikublað 22.–24. september 201512 Fréttir BLEKHYLKI TÓNERAR PRENTARAR RITFÖNG GÓÐ VERÐ GÓÐ ÞJÓNUSTA SKÚTUVOGI 11 SÍMI: 553 4000 Fá hundruð milljóna króna vegna umsýslu eigna Fyrir gamla straum n Tveir fyrrverandi starfsmenn ALMC fengu tæplega 400 milljónir í þóknun vegna ráðgjafastarfa 2013 og 2014 n Arðgreiðslur nema yfir 200 milljónum T veir fyrrverandi starfs- menn ALMC, áður Straumur-Burðarás fjár- festingabanki, hafa fengið greitt nærri 400 milljónir króna í þóknanir vegna ráðgjafa- starfa sinna fyrir eignaumsýslufé- lagið á aðeins tveimur árum. Þeir Gísli Valur Guðjónsson og Brynj- ar Þór Hreinsson, sem starfa í dag sem forstöðumenn sérhæfðra fjár- festinga hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), hafa þannig á árunum 2013 og 2014 greitt sér yfir 200 milljónir króna í arð úr samlagsfélaginu Act- ima Partners sem er í eigu þeirra. Á undanförnum árum hafa Gísli Valur og Brynjar Þór setið í stjórnum fjölmargra dótturfé- laga ALMC en eignaumsýslufélag- ið varð til í kjölfar þess að gamli Straumur, sem fór í greiðsluþrot í mars árið 2009, lauk nauðasamn- ingum sumarið 2010. Félagið Act- ima Partners, sem er með ráðgjaf- arsamning við ALMC, var stofnað á seinni hluta ársins 2012 en fram að því höfðu þeir Gísli Valur og Brynjar Þór verið fastráðnir starfs- menn í eignaumsýslu ALMC. Í samtali við DV vildi Gísli Val- ur, framkvæmdastjóri og annar af hluthöfum félagsins, ekkert tjá sig um ráðgjafastörf eða samninga Actima Partners við önnur félög. 340 milljóna hagnaður Þær gríðarlega háu þóknanir sem þeir hafa fengið vegna ráðgjafa- starfa sinna fyrir að halda utan um ýmsar eignir ALMC hafa kom- ið á sama tíma og Gísli Valur og Brynjar Þór hafa verið starfsmenn Straums fjárfestingabanka og síðar Íslenskra verðbréfa. Eftir að hafa starfað í eignastýringu Straums frá Á undanförnum árum hef- ur kastljós fjölmiðla eink- um beinst að slitastjórnum föllnu bankanna í tengsl- um við háar þóknunargreiðslur sem þær hafa fengið vegna starfa sinna. Þannig greindi DV með- al annars frá því í liðinnu viku að tímagjald slitastjórnar Glitn- is hefði í byrjun þessa árs ver- ið hækkað í 57 þúsund krónur – og hefur tímagjaldið hækkað um 250% frá upphafi slitameðferðar 2009. Því fer hins vegar fjarri, eins og ráðgjafavinna Gísla Vals og Brynjars Þórs fyrir ALMC sýnir, að slíkar þóknunargreiðslur ein- skorðist aðeins við slitastjórnir gömlu bankanna. Í mörgum til- fellum hafa ýmsir starfsmenn og ráðgjafar föllnu bankanna borið mun meira úr býtum. Í forsíð- ufrétt DV hinn 19. maí síðast- liðinn upplýsti DV um að ALMC hefði sett til hliðar 23 milljón- ir evra, jafnvirði um 3,4 millj- arða íslenskra króna, sem félagið áformaði að greiða í bónusa til núverandi og fyrrverandi lykil- starfsmanna og stjórnarmanna. Að meðaltali geta greiðslurnar numið yfir 100 milljónum króna á starfsmann en þeir sem myndu fá hæstu greiðslurnar geta átt von á því að fá hundruð milljóna í sinn hlut. Í þeim hópi er meðal annars Jakob Ásmundsson, fyrr- verandi forstjóri Straums fjár- festingabanka, en hann gegndi áður starfi fjármálastjóra ALMC. Samkvæmt heimildum DV er fjöldi þeirra starfsmanna sem ráðgert er að fái slíkar kaupauka- greiðslur frá ALMC á bilinu 20 til 30. Meirihluti þeirra eru er- lendir aðilar en einnig er um að ræða Íslendinga sem hafa starfað fyrir bæði ALMC og Straum fjár- festingabanka á undanförnum árum. Óvíst um milljarða bónusgreiðslur til starfsmanna ALMC Óttar Pálsson Daniel Svanström Christopher Perrins Jakob Ásmundsson Birna Hlín Káradóttir Magnús Ingi Einarsson Andrew Bernhardt Oscar Crohn Hörður Ægisson hordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.