Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 16
Vikublað 22.–24. september 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Óvænt niðurstaða á Útvarpi Sögu Þeir sem hringja inn í símatíma Útvarps Sögu hafa ekki fagnað því að íslensk stjórnvöld hyggist taka við flóttamönnum frá Sýrlandi og áberandi tortryggni gætir meðal þeirra í garð múslima. Það virt- ist því nokkuð ljóst hvernig þessi hlustendahópur myndi svara spurningu í skoðanakönnun stöðvarinnar sem hljóðaði ein- faldlega svo: Treystir þú múslim- um? Könnunin var vart hafin þegar hún varð umdeild vegna orðalags spurningarinnar. Alls tóku á fimmta þúsund manns þátt í könnuninni, sem er langt- um meira en venjulega gerist þar á bæ. Niðurstaðan var sú að meirihluti, eða 51 prósent, sagð- ist treysta múslimum – og er það ekki í takt við þær skoðanir sem venjulega koma fram í símatím- um stöðvarinnar. „Að taka Dag á þetta“ Ákvörðun meirihluta borgar- stjórnar um að samþykkja við- skiptabann á Ísrael í síðustu viku hefur sætt harðri gagnrýni úr öllum áttum samfélagsins. Þrátt fyrir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri íhugi nú að draga tillöguna alfarið til baka er hætt við því að skaðinn sé skeður. Þeir viðskiptahagsmunir sem eru undir í málinu virðast mun meiri en meirihlutinn í borginni hafði talið sér trú um. Þessi dæmalausa ákvörðun borg- arstjórnar, sem hefur verið líkt við „barnaskap“, verður Jóhann- esi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, tilefni til þess að rifja upp gagnrýni í garð ríkis- stjórnarinnar vegna flóttamanna- vandans. „Sumir hafa spurt hvers vegna ríkisstjórnin gat ekki verið fljótari að taka ákvörðun vegna flóttamannamálsins. Einhverj- ir hafa bent á í því samhengi að það sé skynsamlegra að taka dag í þetta en að taka Dag á þetta,“ skrifar Jóhannes á Facebook-síðu sína. Jón og séra Jón Ísraels-klúður borgarstjórnar Reykjavíkur á sér margar hliðar. Stórsöngvarinn Stefán Hilmarsson segir á Facebook að það skipti máli hver eigi í hlut. „Dæmalaust er þetta klúður. En samfélagsmiðlar væru líklega farnir á hliðina, kommentakerfin brunnin yfir og pottar komnir á loft ef um hægrimann væri hér að ræða,“ segir hann. Þið verðið bara að kýla á þetta Guðmundur Kári Þorgrímsson birti myndband þar sem hann kom út úr skápnum með kynhneigð sína. - DV Súrefni Baltasars E inn af erfiðustu tindum heims að klífa er Hollywood-tindur- inn. Þangað komast fáir þó að margir reyni. Einn af þeim sem er á hraðferð upp fjall- ið er Baltasar Kormákur leikstjóri. Með nýjasta verki sínu Everest má segja að hann hafi skotist upp fjall- ið og hann er í raun staddur við Hillary-þrepið. Það er hættulegur staður á lokaáfanganum að Ever- est-tindi og þar reynir gríðarlega á fjallgöngumenn. Lífsnauðsynlegt er að hafa nægar birgðir af súrefni, að öðrum kosti örmagnast menn. Súrefni Baltasars verða næstu verk sem hann vinnur að. Hollywood og heimurinn allur mun fylgjast með framhaldinu. Svo vel tókst Baltasar upp með gerð Everest, að fjallgöngufólk sem lagt hefur í þrekraunina að klífa fjallið telur að raunsæ mynd hafi verið dregin upp af aðstæðum á þessu hrikalega fjalli. Myndin er stórmynd í anda Hollywood og af- skaplega vel gerð. Hún er byggð á sannri sögu um skelfilega atburði árið 1996 þegar tólf fjallgöngumenn fórust á fjallinu, þar af tveir af allra reyndustu háfjallamönnum heims. Það er mikið verkefni að tak- ast á við sögu sem er ekki eldri en hér um ræðir. Það er líka risavaxið verkefni að velja hæsta fjall heims sem viðfangsefni. En Baltasar vann verkið vel. Hann tekur áhorf- andann upp á tindinn með til- heyrandi lofthræðslu fyrir venju- legt fólk. Sagan er sögð á hráan og óvæginn þátt. Þannig skilar hún sér. Þetta er ekki dæmigerð am- erísk bíómynd í þeim skilningi. Hún er miklu frekar Baltísk og ber með sér keim af fyrri verkum hans t.a.m. Djúpinu, sem fjallaði um þrekraun Guðlaugs Friðþórs- sonar. Haldi Baltasar áfram að vera sannur og hann sjálfur á leið sinni á Hollywood-tindinn mun það verða súrefnið sem hann þarf til að komast alla leið. Baltasar er örugglega ekki upptekinn af því hvar hann er staddur á leið sinni á Hollywood-tindinn. Hann er án efa fyrst og fremst að einbeita sér að verkefnum dagsins. Það er einmitt ein af forsendum þess að komast á tindinn að spá ekki of mikið í hvar maður er staddur á uppleiðinni. Baltasar er ekki lengur efnilegur leikstjóri. Nafn hans hef- ur skotist upp á stjörnuhimininn og enginn Íslendingur hefur kom- ist lengra í Hollywood. Það er alltaf gaman þegar landanum gengur vel á stóra sviðinu. Baltasar Kormákur er búinn að sanna sig sem leikstjóri í stóru draumaverksmiðjunni. Nafn hans er orðið að vörumerki og um leið mun sú staða styrkja íslenska kvikmyndagerð á margvíslegan hátt. Til hamingju með Everest, Baltasar Kormákur. n Ö ll erum við að mestu leyti bjánar og sýnilegri í bjána- skap okkar en í öðrum eig- inleikum. Þjóðir eru líka bjánavæddar en mishættu- legar eftir stærð og sögu. Bjána- skapur hefur hlotið meiri útbreiðslu núna en áður sökum tæknifram- fara. Allir geta verið blábjánar að senda smáskilaboð í síma en flón á Facebook. Að stórbjánum verða menn í fjölmiðlum, útvarpi og sjón- varpi. Bjánaskapurinn fer yfirleitt á kostum í tvennu, vera fyndinn og þykjast vera góður. Í stórum samfélögum blasir eigin leikinn best við í Þýskalandi. Það er landa mest ýmist í ofbeldi eða örlæti. Núna hampar landið gæsku með Kven-Führer, Angelu Merkel, öðru nafni Mamma Merkel. Hún er með útskeift göngulag svipað og fyrrverandi Führer ógæfunnar. Á Spáni birtust nýverið bjánalæti rétt- trúar þegar stúlka stökk í feminísku æði upp á ræðustól öldungadeildar- þingsins í Madrid og skvetti nauta- blóði á píkuna á sér til að keyra niður ofbeldi karlmanna. Hún fékk mynd af klofinu í dagblöðum en miðaldra gráhærðir hálsbindakarlar studdu hana niður af borðinu. Í okkar fámenna landi verður bjánaskapurinn ekki örlagaríkur enda meinlaus og alþýðlegur, ef ekki beinlínis sveitó. Í pólitík er þó munur á bjánaskap flokkanna. Innan þeirra nýju sem ætla ekki að endurbæta þá úreltu gömlu heldur umbylta öllu er munur á Proppéprumpi og Pírataprumpi. Meiri glóra er í því fyrrnefnda og þess vegna síður vinsælt hjá kjós- endum. En Pírati myndi síst nota sömu orð og eitt formannsefni Bjartrar framtíðar: Ég er fædd í Bandaríkjunum og veit meira um Jefferson en Jón Sigurðsson, samt er ég Íslendingur. Píratakonan raular í ræðustól að hún vilji mála allan heiminn, elsku mamma, og elsku Ísland líka. Hún er fjallkona framtíðar á sígildu myndinni þar sem hún situr skælbrosandi í stóla- röð ásamt strákunum sínum sem eyddu ævinni fram að þingsetu ýmist við trommuna og tölvuna og hafa alþýðlegt kjaftavit á hlutum sem varða þjóðarskútuna. Innan tíðar komast þeir úr armstólunum á ráðherrastólana til að kúska gamla úrelta alþingiskarla sem erfðu set- urnar frá forfeðrum úr sveitum og reykvískum stássstofum með upp- stoppaðar mublur og landslags- málverk af fjöllum, Baulu í Borgar- firði, fossum og laxveiðiám. En svo eru 6 til 12 prósentin á Al- þingi með myglaða stefnu marx- ismans því erfingjar hennar þekkja ekki lengur orð Marx um vinstri- bjánaskap. Prósentin eiga hliðstæðu í nýjum flokkum á Spáni og í Grikk- landi en um þessar mundir yrði ekki einu sinni 0,001 prósenti boðið að halda ræðu á hátíð franska blaðsins L'Humanité. Þar var aftur á móti hinn gríski Varufakis að boða kommún- isma á meðan flokkur hans undirbýr sitt fall og valdatöku hægriaflanna á ný í kosningum. Fyrir skömmu hafði hann þó í stjórnartíð sinni boð- að fall auðvaldsins og vinstribjánar allra landa sameinuðust í því að trúa grísku kjánunum. Ég er af 6 til 12 prósentunum en brosi yfir þeim bjánaskap að Reykjavíkurborg ætli að snið- ganga ísraelskar vörur minnug- ur þess að það átti að velta kyn- þáttafordómastjórn Suður-Afríku með því að kaupa ekki appelsínur þaðan. Hvað var til ráða? Allar komu frá einræðisríkjum nema Ísrael sem var mikið í náðinni hjá prósentunum mínum. Svo við, sem nálguðumst þá hvorki meira né minna en 17%-in, átum með húrrahrópum og bros á vör gull- aldinin frá Landinu helga. n 6 til 12% bjánar„Ég er af 6 til 12 pró- sentunum en brosi yfir þeim bjánaskap að Reykjavíkurborg ætli að sniðganga ísraelskar vörur minnugur þess að það átti að velta kynþátta- fordómastjórn Suður- Afríku með því að kaupa ekki appelsínur þaðan. Guðbergur Bergsson rithöfundur Kjallari Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Sagan er sögð á hráan og óvæginn hátt. Þannig skilar hún sér. Þetta er ekki dæmi- gerð amerísk bíómynd í þeim skilningi. Þetta er og verður áfram Keflavíkurflugvöllur Friðjón Einarsson er ósáttur við tillögur um að nafninu verði breytt í Reykjavíkurflugvöllur. - DV Ég hafði trú á þessu efni Birgitta Haukdal gefur út tvær barnabækur fyrir jólin. - DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.