Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Page 19
Veitingar - Kynningarblað 3Vikublað 22.–24. september 2015 Einstök matarupplifun á Bambus Ljúffeng tyrknesk matargerð B ambus er asískur veitinga- staður í Reykjavík sem hef- ur á skömmum tíma sank- að að sér góðum hópi fastagesta og laðar stöð- ugt að sér nýja viðskiptavini í leit að alvöru asískri matarupplifun. Bambus sérhæfir sig í svonefndu „casual fine dining“ þar sem metn- aður er lagður í fágaða matargerð sem notið er í fallegu og afslapp- andi umhverfi. Spennandi réttir Á Bambus er boðið upp á glæsi- legan matseðil sem inniheldur spennandi rétti víðs vegar að frá Asíu. Áherslan er lögð á ferskt ís- lenskt hráefni sem eldað er upp á austurlenska vísu. Hjónin og eigendur Bambuss, Betty og Dav- id Wang, eru frá Kína en á matseðl- inum er að finna rétti frá m.a. Ind- landi, Japan, Taílandi, Kína og Suður-Kóreu. Hjónin fengu nýlega til liðs við sig matreiðslumeistarann King Zhang frá Kína, en hann hefur meðal annars unnið á fimm stjörnu hótelum í heimalandi sínu. Hann hefur innleitt nýja rétti á Bambus eins og stökkan súrsætan kjúkling sem hefur fengið frábærar viðtökur og sterkkryddaðan kínverskan fisk- rétt sem er einn sá allra vinsælasti fiskréttur í Kína. Góð kvöldstund Á Bambus er mikið lagt í fallegt um- hverfi og hentar staðurinn þeim einstaklega vel sem vilja eiga róm- antíska kvöldstund en er einnig kjörinn fyrir hópa sem vilja hittast, fagna og njóta saman. Bambus er opinn alla daga en á virkum dög- um er líka opið í hádeginu. Á virk- um dögum er „Happy Hour“ klukk- an 17.00–19.00 en þá er sértilboð á drykkjum á Bambus-barnum. Bambus er í Borgartúni 16, 105 Reykjavík. Borðapantanir eru í síma 517-0123 eða á vefsíðunni www.bambusrestaurant.is. Nánari upplýsingar um opnunartíma og matseðla má finna á vefsíðu Bambuss og á Facebook-síðunni www.facebook.com/BambusAsi- anCuisine. n Fallegt og afslappað umhverfi Sterkur Sterkkryddaði fiskrétturinn á Bambus er með vinsælli fiskrétt- um í Kína. Mynd SiGtryGGur Ari Stökkur Súrsæti kjúklingarétturinn á Bambus hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð. Mynd SiGtryGGur Ari Meistarakokkur Bambus fékk nýlega til liðs við sig matreiðslumeistarann King Zhang frá Kína, en hann hefur meðal annars unnið á fimm stjörnu hótelum í heimalandi sínu. Mynd SiGtryGGur Ari Meze er spennandi nýjung í veitingahúsaflóru Reykjavíkur V eitingastaðurinn Meze á Laugaveginum sérhæf- ir sig í tyrkneskri mat- argerð, en þar er einnig hægt að fá úrval ljúffengra rétta frá Miðjarðarhafinu. Eigendur Meze eru æskuvinirnir Murat Özk- an og Hakan Gültekin sem báðir eru gamalreyndir í veitingahúsa- bransanum í Reykjavík. Hakan rek- ur einnig Kebab-húsið, sem þeir stofnuðu saman á sínum tíma, og Murat rekur veitingastaðinn Dur- um sem er við hliðina á Meze. Murat rak sömuleiðis Café Cúltura á Hverfisgötunni sem margir muna eflaust eftir. Girnilegir réttir Orðið meze merkir bragð eða snarl, en um er að ræða úrval af smá- réttum svipað tapas og zakuski, en slíkir smárréttir eru oft born- ir fram í Mið-Austurlöndum og á Balkanskaga sem morgun-, hádeg- is- og kvöldmatur. Meze er fram- reitt annað hvort á undan aðalmál- tíð eða sem máltíð út af fyrir sig. Meze getur innihaldið grænmeti, kjöt eða fisk og eru yfirleitt fram- reiddir fjórir til fimm réttir í einu á borðið. Meze býður jafnframt upp á ljúffenga tyrkneska rétti eins og Shishkjúkling, Baba Ghanoush og tyrkneskan hummus. Baklava er vinsæll tyrkneskur eftirréttur á Meze. Hann er gerður úr mörgum lögum af fílódeigi (blaðdeigi) og hunangi, fylltur með pekanhnet- um. Einn af vinsælli réttum staðar- ins er Sish kebab-lambakjöt sem er grillað á teini. Það er marinerað upp úr jógúrt, hvítlauk, ólífuolíu, chilli, tómat og oregano. Kjötið er borið fram með búlgúr, jógúrtsósu og salati. Meze er til húsa á Laugavegi 42 og þar er opið alla daga til kl. 23.00. Hægt er að skoða matseðil og aðr- ar upplýsingar um staðinn á Face- book-síðu Meze. n Á Laugavegi Veitingastaðurinn Meze er til húsa að Laugavegi 42. Mynd SiGtryGGur Ari tyrkneskt Meze býður upp á girnilega tyrkneska matargerð. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.