Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Page 24
8 Veitingar - Kynningarblað Vikublað 22.–24. september 2015 Íslenskir og erlendir gestir sem koma aftur og aftur Verbúð 11: Ferskur, nýveiddur fiskur og villibráð V eitingastaðurinn Ver- búð 11, Geirsgötu 3, hef- ur sérstöðu í litríkri flóru veitingastaða á hafnar- svæðinu í miðborginni: Veitingastaðurinn er í eigu sömu fjölskyldu og rekur fiskverkunina Sindrafisk- ur ehf. sem þýðir frábært aðgengi veitingastaðar- ins að fersku sjávar- meti. Auk þess býður Verbúð 11 upp á salt- fisk sem á engan sinn líka vegna sérstæðrar verkunar: „Ég held að þú fáir ekki svona saltfisk neins staðar nema hjá okkur, en hann er þurrsaltaður,“ segir Gunnar Ingi Elvarsson, yfirmatreiðslumaður og veitingastjóri á Verbúð 11. Verbúð 11 er til húsa í einni af gömlu verbúðunum sem starfrækt- ar voru áður við höfnina og er stað- urinn afar skemmtilega innréttaður. Verbúð 11 er rómuð fyrir sjávarrétti en býður einnig upp á margt ann- að: „Í október förum við af stað með nýja hádegis- og kvöldmatseðla. Þar verðum við með nýja og skemmti- lega rétti sem stílaðir eru á alla flór- una. Þegar nær dregur jólum fara síðan jólamatseðlarnir okkar í gang og þá bjóðum við meðal annars upp á villibráð.“ Gunnar Ingi segir að jafnt Ís- lendingar sem útlendingar sæki staðinn og gaman sé að sjá Ís- lendingana koma aftur og aft- ur. Hróður staðarins hefur borist víða og hann er vel þekktur meðal margra erlendra ferðamanna: „Stundum fáum við ferðamenn í hádeginu sem síðan koma með fleiri með sér um kvöldið. Þetta spyrst út. Hafnarsvæðið er orðið mjög skemmtilegt, þetta eru bara veitingastaðir hérna allt í kring, all- ir með mismunandi matseðla og yf- irbragð. Það er virkilega gaman að ganga niður á höfn á kvöldin í góðu veðri, ég tala nú ekki um þegar við erum með bátinn hérna í höfninni og getum sýnt fólki hann. Fólk skoð- ar bátinn og fær sér svo að borða hjá okkur.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.