Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 27.–28. október 2015 Græni efnagarður- inn sem gufaði upp n Reykjanesbær kynnti vistvæna efnavinnslu í Helguvík n Lóðadeila fyrir dómstólum B æjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa engin áform um að­ komu að þróun græns efna­ garðs í Helguvík sem átti að nýta afgangsafurðir stóriðju­ fyrirtækja á svæðinu til vistvænnar efnavinnslu. Hugmyndin var áður hluti af framtíðarsýn sveitarfélagsins að uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu en deilur um úthlutun lóðar til eina fyr­ irtækisins sem vill hefja þar vistvæna efnavinnslu enduðu fyrr á árinu fyrir dómstólum. „Það verður að segjast alveg eins og er að við erum ekki að vinna skipu­ lega í þessu núna. Það er því lítið að frétta af þessu máli en þetta var hug­ mynd sem er allra góðra gjalda verð og er svo sem enn möguleg,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, aðspurður hvort bæjaryfirvöld hafi slegið hugmyndina um grænan efnagarð í Helguvík út af borðinu. Vísir að efnagarði Rúm fjögur ár eru síðan fyrst var fjall­ að um áhuga sveitarfélagsins og fyrir­ tækja að þróun efnagarðsins. Í júlí 2011 greindi Morgunblaðið frá því að bygging verksmiðju, sem átti að framleiða vistvænar efnavörur úr endurnýjanlegum hráefnum, væri til skoðunar á iðnaðarsvæðinu í Helgu­ vík. Fyrirtækið Atlantic Green Chemi­ cals (AGC) hefði áform um að reisa þar lífalkóhól­ og glýkólverksmiðju. Haft var eftir Árna Sigfússyni, þáver­ andi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, að forsvarsmönnum AGC stæði til boða aðstaða nærri kísilveri Íslenska kísil­ félagsins, forvera United Silicon hf. „Verksmiðjan nýtir gufu frá kísil­ verinu þannig að þarna er um sam­ verkandi þætti að ræða. Fyrst og fremst þarf að fara fram mat á verkefn­ inu þannig að það er ekki margt um það að segja á þessu stigi,“ sagði Árni og ítrekaði að ef verksmiðjan yrði að veruleika yrði hún fyrsti vísir að efna­ garðinum. Skipulagsstofnun samþykkti um­ hverfismat vegna verksmiðju AGC án athugasemda árið 2012. Forsvars­ menn fyrirtækisins höfðu þá óskað eftir 44.000 fermetra landi í Helguvík. Fjölmiðlar höfðu þá greint frá áform­ um þeirra um að nýta varmaorku frá kísilmálmverksmiðjum á svæðinu til framleiðslu á lífalkóhóli og glýkóli. Efnin eru meðal annars notuð til framleiðslu á afísingarvökvum og plastbindiefnum. „Í Helguvík mun rísa grænn efna­ garður þar af tvö kísilver, þar sem úr­ gangur er nýttur í græna efnavinnslu, stórt fyrirtæki hugar að vatnsútflutn­ ingi til flóttamannabúða og nokkur fyrirtæki í iðnaði eru í undirbúningi, sem eru einstaklega umhverfisvæn,“ sagði Árni Sigfússon þegar hann svar­ aði spurningu lesanda DV á Beinni línu blaðsins í apríl 2014. Ásmundur Friðriksson, þingmað­ ur Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi bæjarstjóri í Garði, fjallaði um hug­ myndina um græna efnagarðinn í nokkrum greinum sem hann skrif­ aði í aðdraganda alþingiskosning­ anna 2013. Benti Ásmundur á að stefnumótun fyrir efnagarðinn hefði verið unnin og sagði fjárfesta reiðu­ búna til að hefjast handa um leið og uppbygging kísilvers á svæðinu hæf­ ist. Tóku lóðina frá AGC sótti um framkvæmdaleyfi til Reykjanesbæjar í janúar 2015. Verk efnið hafði þá legið í dvala um nokkurt skeið vegna seinkunar fram­ kvæmda við kísilver United Silicon. Sveitarfélagið vildi þá ekki veita AGC framkvæmdaleyfi og var sú ákvörðun rökstudd með því að fyrirtækið væri ekki búið að tryggja sér lóð í Helguvík. Eins og DV hefur fjallað um fullyrða forsvarsmenn AGC að þeir hafi feng­ ið vilyrði frá Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, um að fá lóðina Berghólabraut 4 í Helguvík sem er við hliðina á lóð United Silicon. Þeirri lóð var úthlutað til Thorsil ehf. sem stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms. Héraðsdómur Reykjaness vísaði í síðustu viku frá máli AGC gegn Reykjanesbæ, Reykjaneshöfn og Thorsil sem fyrirtækið höfðaði vegna lóðaúthlutunarinnar. Lögmaður AGC sagði þá í samtali við DV að allar lík­ ur væru á að niðurstaðan verði kærð til Hæstaréttar. „Málinu var vísað frá en ég er ekk­ ert inni í því hvernig þetta var, því þetta var allt fyrir mína tíð. AGC býðst aðrar lóðir í Helguvík og það er allt opið af okkar hálfu. Ef það koma hér önnur fyrirtæki og sækja um þessar lóðir sem eru lausar þá hljóta menn að skoða hvert tilfelli fyrir sig, óháð því hvort þau passi inn í hugmyndir um grænan efnagarð eða ekki,“ segir Kjartan Már. Árni Sigfússon svarar aðspurður að verksmiðja AGC hafi á sínum tíma átt að vera burðarstólpi í þróun græns efnagarðs í Helguvík. Fyrirtækinu hafi aldrei verið formlega úthlutað lóð en því standi til boða að byggja sína starf­ semi upp á öðrum byggingarreitum í Helguvík. „Þar var ekki einungis um AGC að ræða en þeir voru mikilvægur hlekk­ ur í þessari keðju. Þeir sýndu Helgu­ vík áhuga og við tókum frá lóð en þeir fengu hana aldrei formlega. Þegar svo verið var að stækka lóð fyrir Thorsil þá voru teknar fleiri lóðir undir og AGC boðin önnur lóð en þá einhvern veg­ inn gekk það ekki upp. […] Ég held að það sé mjög mikilvægt að við getum lokað hringnum, svo við séum ekki alltaf í þessari frumframleiðslu hvort sem það heitir þorskur eða ál, og að því var stefnt með þessum græna efnagarði,“ segir Árni í samtali við DV. Fjármögnun í uppnám Verksmiðja AGC á hvorki að fela í sér losun á koldíoxíði eða öðrum gróður húsalofttegundum. Fyrirtækið hefur gert samning við United Sili­ con um að AGC muni kaupa gufu af kísilframleiðandanum. Gunnlaugur Friðbjarnarson, efnaverkfræðingur og einn eigenda AGC, bendir á að Skipulagsstofnun hafi samþykkt um­ hverfismat fyrirtækisins árið 2012. Hann segir lóðaúthlutunina til Thorsil hafa sett fjármögnun verksmiðjunnar í uppnám. „Þessi lóð hvarf þrátt fyrir að það væri samþykkt umhverfismat fyrir framleiðslunni. Það var lagt töluvert í þróun þessa græna efnagarðs á sínum tíma og markmiðið var að mynda ein­ hvers konar framleiðsluklasa á svæð­ inu. Forráðamenn Reykjanesbæjar töldu þá grunnhugmynd vera góða en svo hvarf þetta allt seinni hluta árs 2013 og byrjun 2014. Þá lá okkar verkefni í dvala því við höfðum ekki fullvissu um að við fengjum varma­ orku frá kísilveri. Þá var allt í einu búið að ráðstafa lóðinni annað án þess að nokkur umræða hefði átt sér stað við fyrirtækið. Við lásum um þetta í blöð­ unum,“ segir Gunnlaugur. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson segir bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ekki hafa unnið skipulega að framgangi verkefnis AGC undanfarið. Kynnti verkefnið Árni Sigfússon, þá- verandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, notað ýmis tækifæri til að greina frá áformum AGC. Helguvík Forsvars- menn AGC hafa stefnt að byggingu lífalkóhól- og glýkólverksmiðju frá árinu 2008. Mynd SiGTryGGur Ari „Þar var ekki einungis um AGC að ræða en þeir voru mikilvægur hlekkur í þessari keðju Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.