Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 22
18 Menning Vikublað 27.–28. október 2015 ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Lykillinn að vera mannlegur B jarni Thor Kristinsson óp- erusöngvari hefur verið á ferð og flugi undanfarn- ar vikur. Kvöldið áður en hann söng eitt aðalhlut- verkið á frumsýningu Íslensku óper- unnar á Rakaranum frá Sevilla hafði hann tekið þátt í uppfærslu af Hol- lendingnum fljúgandi í óperunni í Wiesbaden. Ferðalagið kom ekki að sök á frumsýningarkvöldinu því Bjarni hlaut glimrandi viðtökur og sagði óperugagnrýnandi DV hann hafa verið stórkostlegan í hlutverki sínu. „Það var greinilegt að hann skemmti sér ekki síður en áhorfend- ur,“ skrifaði hann meðal annars. Skemmtilegt að standa á sviði Bjarni er alinn upp í Garði þar sem hann lærði á flautu og söng í kór en var aldrei mikið efni að eigin sögn. Hann hóf þó söngnám upp úr tvítugu og 27 ára hélt hann til Aust- urríkis í söngnám. Í kjölfarið var hann fastráðinn við þjóðaróperuna í Vín, þar sem hann starfaði í þrjú ár en hefur starfað í lausamennsku síðan. Var óperan eitthvað sem þú stefndir alltaf á? „Eftir að ég byrjaði í söngnáminu langaði mig fljótt að verða óperu- söngvari. Þegar ég var krakki var ég mikið í áhugaleikfélögum og fannst skemmtilegt að standa á sviði. Þegar ég fékk tækifæri til því að sameina þetta tvennt, sönginn og leikinn, fór ég fyrst að hafa raunverulegan áhuga,“ segir Bjarni. Þarf að finna samúð með leiðindagaurunum Rakarinn frá Sevilla er tæplega 200 ára gömul grínópera eftir Ítalann Gioachino Rossini. Hún fjallar um greifann Almaviva sem fellur fyrir hinni ungu Rosinu. Hún er hins vegar í umsjá eldri manns Dr. Bartolo sem ætlar sér að giftast henni. Almaviva fær rakarann og þúsundþjalasmiðinn Fígaró til að hjálpa sér að blekkja Bar- tolo og vinna ástir Rosinu. „Bartolo er týpískur „buffo“ karakter, það er ákveðin tegund af grínkarakter í eldri óperum. Hann er maður sem á dálítið af peningi og vill giftast ungu stúlkunni. Hún verð- ur hins vegar ástfangin af greifanum og Bartolo gerir allt sem hann getur til að reyna að hindra það – en það gengur ekki. Hann er samt líka með ákveðinn sympatískan þráð. Mað- ur á að geta sett sig í spor hans. Það er kannski galdurinn við að syngja svona leiðindagaura vel, maður þarf að finna einhvern flöt á þeim svo fólk finni til smá samúðar með þeim líka.“ Þetta var einmitt eitthvað sem mig langaði að spyrja um. Oft í eldri óperum er mjög skýr tvíhyggja góðs og ills, þá velti ég því fyrir mér hvernig maður tekst á við hlutverk illmennisins. Hvort maður leitar í mennskuna í karakternum eða illsk- una í sjálfum sér? „Ég veit það ekki alveg, ætli mað- ur reyni ekki bara að vera svolítið mannlegur. Ég held að það sé alltaf lykillinn, hvort sem maður er að leika góða eða vonda karaktera, ef maður orðar það svo. En Bartolo er ekkert illmenni, bara gamall karl sem vill giftast ungri stúlku.“ Er þetta erfitt hlutverk? „Þetta reynir töluvert á talfærin því þetta er mikill og hraður texti. Það tók töluverðan tíma að þjálfa vöðvann í það. Raddlega er þetta hins vegar ekkert óyfirstíganlegt. Fyrst og fremst er þetta bara mjög skemmti- legt og gaman að fást við þetta.“ Staða tónlistarskólanna áhyggjuefni Jóhann Smári Sævarsson syngur hlutverkið á móti Bjarna sem hef- ur flakkað á milli Þýskalands allan æfingatímann. „Á sama tíma var ég að syngja í tveimur uppfærsl- um í Þýskalandi, bæði í Wiesbaden og í Düsseldorf. Ég hef farið fjórar eða fimm ferðir á mánuði. En sem betur fer er þægileg flugtenging þarna á milli. Þetta var reyndar dá- lítið strembið í kringum frumsýn- inguna því það þurfti náttúrlega að hittast þannig á að daginn áður var ég með sýningu í Þýskalandi. Ég flaug því heim á sjálfan frum- sýningardaginn, en ég var rólegur því Jóhann Smári hefði tekið sýn- inguna hefði eitthvað komið upp á. En sem betur fer gekk það allt upp,“ segir Bjarni. Mun þessi flækingur halda áfram á næstunni? „Núna er ég kominn í frí frá útlöndum fram yfir áramót en í vor syng ég í fjórum uppfærslum í Kölnaróperunni.“ Eru ekki mikil viðbrigði að hoppa á milli hinnar gríðarlegu óperuhefð- ar á meginlandi Evrópu og svo ís- lensku óperunnar? „Þetta er alltaf sama vinnan. Það er mismunandi eftir uppfærslum hvernig þær eru og það veltur kannski meira á óperun- um sjálfum og leikstjórninni. Það er ekkert sungið öðruvísi á Íslandi en annars staðar. En það er auðvitað miklu meiri óperuhefð í Mið-Evrópu og því þarf hún heldur ekki að glíma við sama opinbera fjársveltið eins og hér. Þar er bara litið á það sem verð- mætasköpun að fjárfesta í menningu í Evrópu, en á Íslandi er því miður lögð minni áhersla á þetta. Þetta sést til dæmis á því að tónlistarskólarnir eru að drepast úr fjárskorti. Það væri bara óhugsandi í Þýskalandi. Þar tjaldar fólk lengur en til einnar næt- ur,“ segir Bjarni og er greinilega mik- ið niðri fyrir. „Tónlistarfólk og aðrir sem tengjast tónlistarheiminum eru virkilega ugg- andi yfir stöðu tónlistarskólanna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig við- brögðin væru ef það sama gerðist í fót- boltanum, ef það væri lagt niður allt barnastarf, eða fótboltavöllum lands- ins yrði lokað og breytt í verslunar- miðstöðvar. Það er ágætt ef fólk setur þetta í samhengi,“ segir Bjarni Thor. n Bjarni Thor Kristinsson syngur eitt aðalhlutverkið í grínóperunni Rakarinn frá Sevilla Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Í slenska grasrótarforlagið Tunglið forlag stækkar mögu- legan lesendahóp sinn margfalt í dag þegar tvær bækur forlagsins koma út í þýskum útgáfum. Þetta eru bækurnar Bréf frá Bútan eftir Ragn- ar Helga Ólafsson og Eilífar spegl- anir eftir Kristínu Ómarsdóttur sem koma út í þýskum þýðingum Ursulu Geiger og Caroline Weps. Bækurnar tvær komu upphaflega út á íslensku á fyrsta útgáfukvöldi Tunglsins í júní 2013 en bækur Tunglsins koma ávallt út í takmörk- uðu upplagi, aðeins 69 eintökum, og eru aðeins seldar á útgáfukvöldinu sjálfu sem er haldið á fullu tungli. Þau eintök sem seljast ekki eru svo brennd. Þetta sjöunda tunglkvöld for- lagsins verður haldið á Vollmond- bar í Basel í Sviss á þriðjudagskvöld og er hluti af íslensku menningarhá- tíðinni Culturescapes sem fer fram í borginni um þessar mundir. „Skipuleggjendurnir buðu okkur að gera tvö tunglkvöld hér og okkur datt í hug að eðilegast væri – í ljósi þess að tunglið lifir hina eilífu endur- tekningu og er í þokkabót það sama alls staðar á jörðinni – að endurgera með tilbrigðum fyrsta tunglkvöldið en á þýsku. Við gefum út sömu bækurnar, Dagur [Hjartarson] flytur sama ávarpið (nema á þýsku í gegn- um gervihnött „læf“ úr Hljómskál- anum), ég les sömu ljóðin og meira að segja mun Haraldur Jónsson lesa úr bók Kristínar því alveg eins og sumarið 2013 þegar bókin kom út þá á hún því miður ekki heimangengt hingað til Basel,“ segir Ragnar Helgi Ólafsson, einn aðstandenda Tungls- ins og höfundur annarrar bókarinn- ar. Verður eitthvert framhald á þessari útrás Tunglsins? „Tunglið kemur aftur heim. Næsta tunglkvöld verður í Reykjavík. Það er að minnsta kosti planið. En síðan bendir ýmislegt til þess að við höldum annað tunglkvöld á megin- landinu á útmánuðum – mögulega í Þýskalandi. Þótt það sé ekki endan- lega frágengið,“ segir Ragnar Helgi. n kristjan@dv.is Tunglbækur á þýsku Ragnar Helgi og Kristín Ómarsdóttir þýdd Útrásartunglfarar Dagur Hjartarson og Ragnar Helgi Ólafsson hafa gefið út bækur undir merki Tunglsins í tvö og hálft ár. „Þetta reynir töluvert á tal- færin því þetta er mikill og hraður texti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.