Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 30
26 Fólk Vikublað 27.–28. október 2015 Tónninn verður að vera hreinn Þ átturinn verður með frekar svipuðu sniði en við lærðum helling í fyrra. Það eina er að þátturinn hefur elst – eða jafn mikið og við sjálf,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, sem mun stjórna nýrri þáttarröð af Hæp­ inu ásamt Katrínu Ásmundsdóttur en fyrsti þáttur fer í loftið á miðviku­ daginn. Kafa djúpt Í Hæpinu er fjallað um málefni sem brenna á ungu fólki. „Reglan hjá okkur er að enginn þáttur á að vera eins. Við ætlum að leyfa okkur að kafa dálítið djúpt í afmörkuð efni og sjáum hvort það virkar eða ekki. Við verðum með fimm þætti fyrir áramót og sex eftir áramót. Fyrsti þátturinn fjallar um allar þess­ ar netbylgjur ungu femínistanna og þar er af nógu að taka. Hliðar­ sagan er svo hvort eitthvað sé að í samfélaginu því sannleikurinn er sá að það er ekki komið eins fram við konur og karla á Íslandi frekar en annars staðar í heiminum,“ seg­ ir Unnsteinn og játar því að hafa lengi verið femínisti. „Ég verð ekki hræddur þegar talað er um femín­ isma og varð ekki síður femínisti út af umræðunni í samfélaginu. Við verðum alltaf að vera í sjálfs­ skoðun því skoðanir fólks litast af samfélaginu og ef tónninn í samfé­ laginu er ekki hreinn getum við ekki alið upp fólk sem setur sig í spor annarra. Það er eitthvað að í samfé­ lagi sem setur stúlkurnar sínar út í lífið með einhvers konar krossalista yfir hluti sem þær eiga að forðast svo þeim sé ekki nauðgað. Það er nokkuð ljóst að nú þurfa ungir karl­ menn að taka við keflinu af ungu femínistunum og hefja umræðu um þessi mál.“ Nett, fræðsla og væmið Unnsteini er umhugað að fjalla um það sem lítið er talað um. „Það er meira spennandi. Við viljum samt ekki vera fræðsluþáttur heldur kafa ofan í hlutina frá sjónarhorni ungs fólks. Vonandi verðum við skemmtilegur spegill á samtímann. Við hugsum þetta sem þríhyrning. Nett er efst; það sem er flott, niðri til vinstri er fræðslumynd og niðri til hægri er væmið. Við viljum lenda ofarlega í þríhyrningnum og ná til fólks með mannlegu „elimenti“ en líka fræða en án þess að predika.“ Æðislegar raddir Þótt Unnsteinn sé söngvari hljóm­ sveitarinnar Retro Stefson er hann meiri sjónvarpsstjarna en tónlistar­ stjarna þessa dagana því auk Hæps­ ins er hann einn af fjórum þjálfur­ um í söngþættinum The Voice. Hann segist hafa gaman af því að vinna í sjónvarpi. „Þetta er mjög mikil vinna en það er svo gaman að skora á sig. Undanfarna mánuði hefur mesta vinnan farið í Hæpið en núna förum við að hitta krakk­ ana í The Voice. Það verður gam­ an að byrja að æfa með þeim,“ segir hann og játar aðspurður að hæfileikarnir í þáttunum hafi kom­ ið honum á óvart. „Heldur betur. Þar sem við erum á Íslandi hélt ég að maður myndi þekkja helm­ inginn af þátttakendum en raunin var sú að þarna kom margt fólk með æðislegar raddir sem ég hafði aldrei séð áður,“ segir hann en neitar því að hafa þegar fundið sigurvegara keppninnar. „Þetta er ennþá jafnt. Við erum að vinna með söngvurun­ um í hverri viku og þeir eru að þró­ ast mikið og kenna mér mjög margt í leiðinni. Þetta er bara rosalega gaman.“ n indiana@dv.is Unnsteinn Manuel Stefánsson og Katrín Ásmundsdóttir byrja aftur með Hæpið„Það er eitthvað að í samfélagi sem setur stúlkurnar sínar út í lífið með einhvers konar krossalista yfir hluti sem þær eiga að forðast svo þeim sé ekki nauðgað. Unnsteinn Manuel Unnsteinn er eiginlega meiri sjónvarpsstjarna en tónlistarstjarna þessa dagana. MyNd Saga Sig „Þetta verð- ur einhver tryllingur!“ Hits&tits snúa aftur á Húrra Hits&tits er heiti á plötusnúða­ dúói Margrétar Erlu Maack og Ragnheiðar Maísólar Sturlu­ dóttur. Þær eiga stóran aðdá­ endahóp og eru þekktar fyrir kátínu og stuð í hvívetna. Fyrir utan að taka að sér plötusnúðagigg í veislum um allar grundir hafa þær stöll­ ur staðið fyrir karókíkvöld­ um á Húrra. Æstir aðdá­ endur stúlkn­ anna hafa þurft að bíða með hendur í skauti í tals­ verðan tíma, þar sem dúóið dýnamíska hefur verið í pásu síðustu mánuði. Blaðakona hafði samband við Margréti Erlu og spurði hvernig stemningin í tónlistar­ herbúðum Hits&tits væri þessa dagana, en þær eru önn­ um kafnar við að undirbúa endurkomu á Húrra fimmtu­ dagskvöldið 29. október. „Við erum að koma aftur sterkar inn í samkvæmismenninguna, Maísól eftir barnsburð og ég eftir sirkussumar. Þetta er fimmtudagurinn fyrir hrekkja­ vökuna, svo fólk má alveg vera í búningi eða með gerviblóð eða svoleiðis. Annars verður reyk­ vélin á sínum stað, og Maísól er búin að vera að klippa kon­ fettí í heila viku núna, svo þetta verður einhver tryllingur.“ Það er óhætt að búast við stuði og skemmtun á Húrra eins og alltaf þegar þessar glamúr­ dömur stíga á svið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.