Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 27.–28. október 2015 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. Engin afsökunarbeiðni vegna olíuáforma VG gegn olíuvinnslu en ályktun UVG var mikið breytt E kkert varð úr því að landsfund- ur Vinstri grænna bæðist af- sökunar á þætti hreyfingar- innar í ferlinu þegar fyrstu sérleyfin fyrir olíuvinnslu á Dreka- svæðinu voru undirrituð 2013 af Steingrími J. Sigfússyni, þáverandi atvinnumálaráðherra. Krafa um slíkt kom fram í ályktun sem lögð var fram af Birni Reyni Halldórssyni og fram- kvæmdastjórn Ungra vinstri grænna (UVG) fyrir fundinn á Selfossi um helgina og hafði vakið nokkra athygli. Ályktun UVG lagðist fyrst og fremst gegn fyrirhugaðri olíuvinnslu á Drekasvæðinu en þar var einnig kveðið á um að „Landsfundur biðst jafnframt afsökunar á þætti hreyf- ingarinnar í ferlinu þegar fyrstu sér- leyfin voru undirrituð 2013 af ráð- herra Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs. Hreyfing sem ekki beitir sér eindregið gegn nýtingu jarðefna- eldsneyta getur ekki með réttu látið kenna sig við grænt framboð,“ sagði meðal annars. Ályktunin sem síðar var samþykkt var mikið breytt, með breytingatillögu sem hópur fólks þar á meðal varaformaðurinn Björn Val- ur Gíslason stóð að. Eftir stóð að Vinstri græn sam- þykktu að leggjast gegn hugmynd- um um vinnslu jarðefnaeldsneytis á íslensku yfirráðasvæði en afsökunar- beiðnin náði ekki í gegn. n mikael@dv.is Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur var atvinnu- og nýsköpunarráðherra á þeim tíma sem ályktun UVG vísaði til. Mynd Sigtryggur Ari Sigurbjörn fékk félaga sína að Símakaupunum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson keyptu í Símanum fyrir tilstilli Sigurbjörns Þorkelssonar S igurbjörn Þorkelsson, fjár- festir og stjórnarformaður Fossa markaða, átti frum- kvæði að aðkomu fjárfest- anna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar að hópn- um sem keypti 5% hlut í Símanum af Arion banka í lok sumars. Stjórn- endur Símans leituðu til Sigurbjörns vegna reynslu hans af fjárfestingum hér á landi. Þetta segir Orri Hauks- son, forstjóri Símans og hluthafi í fjarskiptafyrirtækinu, sem setti hóp- inn saman. „Við höfðum upphaflega samband við þrjá íslenska og fimm útlenska fjárfesta og þeir tóku langflestir ein- hverja með sér inn í fjárfestahóp- inn. Það voru því hvorki Arion banki né Síminn sem höfðu frumkvæði að því að Árni og Hallbjörn kæmu að þessu en það kom okkur þó ekki á óvart þegar þeir komu inn í myndina í gegnum Sigurbjörn,“ segir Orri. Situr í stjórninni Viðskiptafélagarnir og vinirnir Árni, Hallbjörn og Sigurbjörn eiga í Sím- anum í gegnum félagið Æðarnes ehf. DV greindi nýverið frá því að Æðarnes væri stærsti einstaki eig- andi L1088 ehf. sem keypti í ágúst 5% hlutinn í fjarskiptafélaginu af Arion banka á 1.330 milljónir króna eða 2,518 krónur á hlut. Hópurinn að baki L1088 keypti því hlutinn í Sím- anum á verði sem var 31% lægra en útboðsgengi fjarskiptafyrirtækis- ins. Við lokun viðskipta í Kauphöll- inni í gær var gengi bréfa í Símanum 3,64 krónur á hlut, sem er 46% hærra gengi en það sem fjárfestahópurinn keypti á fyrr á árinu. Í frétt DV kom fram að Hallbjörn og Sigurbjörn hefðu gengið inn í stjórn Æðarness þann 25. ágúst síð- astliðinn eða fjórum dögum eftir að L1088 keypti í Símanum. Þremenn- ingarnir eiga allir þriðjungshlut í Æðarnesi en Árni var áður eini hlut- hafi félagsins. Sigurbjörn er einnig stjórnarmaður í L1088 en þremenn- ingarnir hafa, eins og Arion banki og Síminn, ekki viljað upplýsa hversu stóran hlut þeir keyptu í L1088. „Erlendu fjárfestarnir sem koma að þessum hópi voru allir að fjárfesta í fyrsta skipti á Íslandi. Þeim fannst mjög mikilvægt að fá fjárfesta inn í hópinn sem höfðu reynslu af fjár- festingum hér á landi og því leituðum við til Sigurbjörns,“ segir Orri. Misráðin sala Arion banki, sem er að 13% hluta í eigu íslenska ríkisins og 87% hluta í eigu slitabús Kaupþings, segir að aðkoma Sigurbjörns hafi legið fyrir við ákvörðun um söluna til fjárfesta- hópsins í maí síðastliðnum. Árni og Hallbjörn hafi komið að borðinu við frágang viðskiptanna, eða þremur mánuðum síðar. Þetta kom fram í til- kynningu sem bankinn sendi frá sér síðasta föstudag. Í tilkynningunni kom einnig fram að sala á öðrum 5% hlut bankans í Símanum, til vildar- viðskiptavina hans skömmu fyrir hlutafjárútboð fjarskiptafyrirtækis- ins, hafi verið misráðin. Hollenski fjárfestirinn Bertrand Kan, fyrrverandi yfirmaður hjá breska ráðgjafarfélaginu Morgan Stanley, er í forsvari fyrir L1088 og stjórnarformaður félagsins. Tveir aðrir erlendir fjárfestar, Kaj-Juul Pedersen og Joe Ravitch, eru einnig hluti af fjárfestahópnum ásamt þeim Stefáni Ákasyni, fyrrver- andi forstjóra skuldabréfamiðlunar Kaupþings, og Ómari Svavarssyni, fyrrverandi forstjóra Vodafone á Ís- landi. n Tjáir sig ekki um pistlaskrif Ólafs Ólafur Arnarson hagfræðingur skrifaði pistil á pressan.is síðasta föstudag þar sem hann gefur í skyn að aðkoma Árna, Hallbjörns og Sigurbjörns að kaup- unum í Símanum tengist meintum vinskap þeirra við Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóra fjárfestingarsviðs Arion banka. Benti Ólafur á að Halldór útskrifaðist úr vélaverk- fræði frá Háskóla Íslands árið 1991 eða ári á undan þremenningunum sem lærðu einnig við verkfræðideild skólans. „Þremenningarnir munu allir hafa fjárfest í Högum þegar Halldór Bjarkar, þeirra gamli skólafélagi, sá um að selja fyrirtækið til hóps fjárfesta og lífeyrissjóða 2011. Sá hlutur var seldur á mjög hagstæðu verði og munu verkfræðingarnir hafa meira en tvöfaldað fjár- festingu sína eftir að Hagar voru skráðir á markað,“ skrifar Ólafur. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, sagði í samtali við DV að bankinn ætli ekki að tjá sig um skrif Ólafs og meint tengsl Halldórs Bjarkars við þremenningana. Haraldur guðmundsson haraldur@dv.is Viðskiptafélagi Árna og Hallbjörns Sigurbjörn Þorkelsson situr í dag í stjórn L1033 ehf. sem keypti 5% hlut í Símanum í umdeildri sölu sem fór fram áður en fjar- skiptafélagið var skráð á markað. Keyptu í Símanum Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eru gamlir skólafélagar og hafa lengi rekið saman fjárfestingafélagið Vogabakka ehf. „Duttlungar“ Vilhjálms Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir sakar Vilhjálm Bjarna- son þingmann um þráhyggju. Það gerir hann í færslu á vefsíðu sinni, btb.is, þar sem hann tekur fyrir málaferli málsóknarfélags á hendur sér. Ríflega 200 manns hafa gengið til liðs við mál- sóknarfélagið en stefnan verður þingfest í dag, þriðjudag. „Störfum hlaðið dómskerfi Ís- lands þarf nú að bæta á sig duttl- ungum Vilhjálms Bjarnasonar.“ Telur hópurinn að Björgólfur hafi leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum. Þannig hafi hann komist undan því að lúta reglum sem kveða á um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Fjármálaeftirlitið setur mörk hvað þetta varðar og telur hópurinn að viðskiptin hafi verið yfir leyfilegum mörkum. „Málefni mín og bankans hafa verið rannsökuð í þaula af þar til bærum yfirvöldum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp all- ar mínar skuldir við bankann og hann því skaðlaus af viðskiptum við mig.“ Hann hafi ekkert sak- næmt unnið. „Þráhyggja Vilhjálms Bjarnasonar á sér hins vegar lítil takmörk. Með hana að vopni sér hann rangfærslur og svik þar sem sérfróðir rannsakendur sjá ekk- ert aðfinnsluvert. Það er illt að dómskerfið þurfi að eyða tíma sín- um í slíkan málatilbúnað.“ DV kemur út á fimmtudag Næsta útgáfa DV verður fimmtudaginn 29. október. Þar er á ferðinni stórt og efn- ismikið helgarblað sem dreift verður ókeypis inn á öll heim- ili. Næsta tölublað þar á eftir kemur út venju samkvæmt á þriðjudag, 3. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.