Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Blaðsíða 14
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
14 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Vikublað 27.–28. október 2015
Á þessum árum var staðalpakkinn
fyrir konur p-pillan og librium
Skarpari skil – meira fjör
Andrea Jónsdóttir lærði margt þegar hún vann í apótekinu á Selfossi. - DV
S
tór og tíðindamikil pólitísk
helgi er að baki. Tvö stór öfl í
íslenskum stjórnmálum héldu
landsfundi sína. Eftir þessa
helgi eru skilin orðin skarpari í ís-
lenskum stjórnmálum og menn þora
aftur að kannast við krógann sinn.
Vinstri græn fóru á Selfoss og sam-
þykktu ályktanir sem flestar voru
mjög til vinstri og var ekki annað að
heyra en fundarmenn væru stoltir af
því. Formaðurinn lýsti því yfir að það
væri stórt viðfangsefni hvernig Ísland
geti orðið kolefnishlutlaust land árið
2050. Enn á ný eru umhverfismálin
sett á oddinn.
Og sjálfstæðismenn fylltu Laugar-
dalshöll og samþykktu að verða aft-
ur sjálfstæðismenn, komu með
ýmsar ferskar áherslur um minni
ríkis afskipti, lægri skatta og að selja
beri Ríkisútvarpið. Sjálfstæðisflokk-
urinn fyrir nokkrum árum var alveg
hættur að þora að samþykkja svona
ályktanir. Ungliðarnir gerðu sig gild-
andi og kynslóðaskipti kunna að vera
fram undan. Kollsteypur í því sam-
hengi eru þó ekki skynsamlegar. Kok-
teillinn þarf að innihalda rétt hlutfall
til að höfða til kjósenda.
Þetta er skemmtileg staða og býð-
ur upp á meira fjör í umræðunni.
Flestir landsmenn vilja líkast til
minna persónulegt skítkast en þess
í stað meiri og dýpri umræður um
málefni. Umpólunin sem varð um
helgina skapar líka meira rými á miðj-
unni, þar sem gamla Framsókn gerir
sig enn gildandi og kemur alltaf öllum
á óvart í kosningum.
Samfylkingin á næsta leik. Ekki er
langt um liðið frá því að flokkurinn
leitaði lengra til vinstri og féll það ekki
í frjóan jarðveg. Átök eru fram undan í
Samfylkingunni og óvíst hvernig skip-
ast í forystu en ljóst er að for maður
flokksins er veikur eftir sögulega
kosningu þar sem munaði einungis
einu atkvæði. Forvitnilegt verður að
sjá málefnavinnuna á næsta lands-
þingi Samfylkingarinnar en tíma-
setning á þeim fundi liggur ekki fyrir.
Haldi Samfylkingin vel á spöðunum
má gera ráð fyrir að hið mikla svig-
rúm sem Píratar hafa haft kunni að
minnka.
Sá tónn sem sleginn var beggja
vegna Hellisheiðarinnar um helgina
gefur góð fyrirheit um þann pólitíska
vetur sem gekk í garð um helgina. n
Er sjálfsvirðingin komin í jólasölukösina?
E
r réttara að fela blygðun-
ina í sjálfsvirðingu manns en
að bera hana nakta á torg og
blása hana upp í fjölmiðlum?
Fyrrum mátti enginn sóma-
kær Íslendingur „blotta“ sig. Orðið
„blotta“ merkti niðurlægingu að-
eins við hæfi skammarlegra kvenna
í dönskum vikublöðum. Nú er öldin
önnur. Dönsk „dömublöð“ sjást varla
lengur en íslensk samtímasiðsemi
segir: Út með naflann, brjóstin ber,
verum druslur að neðan! Fyrir bragð-
ið bíður þjóðin spennt yfir að vita
hvað komi næst úr huga og hegðun
íslenskra stjarna.
Nú síðast ekkert smáræði fyrir fá-
menna þjóð til að smjatta á í fögru
landi: Fyrrverandi borgarstjóri,
skáldævisagnametsöluhöfundur og
væntanlegur Jón forseti Gnarr, hef-
ur loksins fengið nafnleiðréttingu og
segir í Kiljuviðtali berum orðum við
bókmenntakóngsann að hann hafi
líka áður fengið skaufaleiðréttingu.
Það hafði verið skorið undan hon-
um en hann átti því láni að fagna að í
staðinn fyrir að skaufinn færi í Sorpu
var honum smellt aftur leiðréttum á
sinn stað af læknum. Ef hann verð-
ur kosinn forseti, Ísland á það skilið,
yrði hann fyrsti þjóðhöfðingi heims
með virkan, leiðréttan skaufa sem
var skorinn af og skellt á aftur. Ótrú-
legt þykir að íslensk læknavísindi
séu komin svona
langt í skaufaaf-
skurði og skaufaá-
græðslu.
Kiljukóngsi
hefði átt að láta
viðmælandann
sýna typpið til að
sanna mál sitt. Þá
hefði þjóðin séð
hvort forsetaefnið
fari með skálda-
fleipur eftir að hafa verið sannleiks-
prúður borgarstjóri. Mörgum Kilju-
fíklum fannst þeir hafa verið sviknir
um grasið fyrst þeir fengu ekki að sjá
með berum augum það sem borið
var fyrir þá í mynd og orðum. Eitthvað
hefur játning Jóns borist til eyrna er-
lendra ferðamanna. Í morgun var
röð fyrir utan Íslenska reðursafnið.
Íslandsvini á gönguklossum lang-
aði að sjá hvort limur besta-folans
væri kominn þar á stall eða eftirlíking
hans fengist í lundabúðum. Japönsk
stúlka með silkimjúk augu bar spjald
með stóru letri: Jón Gnarr ペニス.
Nú kemur hver stórfréttin á fætur
annarri í jólabókaflóðinu: Hallgrími
Helgasyni rithöfundi kvað hafa verið
nauðgað, í nýrri bók, með þeim af-
leiðingum að við samningu hennar
hafi einskonar sveskjusteinn (kannski
í líkingu við steinbarn Laxness?)
gengið niður af honum úr sálinni eða
földu móðurlífi í einskonar homma-
skáp í skrokknum. Hallgrímur er
engin ljósmyndafæla heldur það
sem í útlöndum er kallað myndatott-
ari, svo þjóðin hefur drukkið í sig út-
lit hans. Þess vegna sagði kvikindi:
Hvaða kynvillingur hefur haft svona
slæman smekk? Hefði ekki verið eins
gott að fara upp á marglyttu og að fást
við saklausa þjóhnappa hans? Lík-
lega mun hið sanna seint koma í ljós.
Til þess þyrfti skáldið, að eigin sögn,
að skrifa þúsund blaðsíðna bók með
brennandi efni við 1000 gráðu skap-
andi hita. En þjóðin með sína heims-
frægu samúð spyr: Hví kærir maður-
inn þetta ekki? Það er ekki of seint.
Honum yrði tekið opnum örmum í
Konukoti þar sem
hann gæti „unnið
í sjálfum sér“
eins og margir
og margar til að
endurfæðast síð-
an með „miklum
létti“.
Og hvað með
Lindu Pé? Fegurst
kvenna er farin
að selja utan af
sér ekki druslur heldur frægðargall-
ann í Kolaportinu, þar sem hún hef-
ur aldrei komið áður. Hún selur að
sögn kápu, gallabuxur og kannski
„einlægan undirfatnað“ með drottn-
ingarilmi liðinnar tíðar.
Svona eru örlög mikilmenna á Ís-
landi: Borgarstjóra, rithöfunda og
fegurðardísa. Hvar ætlar þetta að
enda? Á Bessastöðum? Varla kom-
ast þó allir þjáðir, eineltir og fyrir-
litnir þangað. Ætli hinn þaulsætni
Brúsaskeggur bíði ekki í brekkunni
og þrauki mosavaxinn? Sagt er að á
Íslandi sé ekki annar hæfari en hann
til að vera eftirlegukind, hvorki gimb-
ur né hrútur. Væri því ekki ráð af biðja
rithöfundinn Einar Má að biðja dýrk-
endur sína, Dani, að senda okkur til
bjargar eitt stykki af Jörundi hunda-
dagakonungi? Varla mun Hillary
Clinton biðja um hæli hér sem flótta-
frambjóðandi og fá forsetaembættið
í fjölmenningarsamfélaginu okkar á
silfurfati. n
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Kjallari
Mynd SkJáSkot
Af vef RÚv
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Tókum harða afstöðu
gegn svona málflutningi
áslaug Arna og félagar gáfu Gústafi Níelssyni rauða spjaldið á landsfundi. - DV
Að syngja og
semja er mitt líf
Svala Björgvins er hæstánægð með lífið í tónlistinni. - DV
Umboðslaust söluferli
Stjórnendur Íslandsbanka kunna
ráðgjöfum stjórnvalda líklega
litlar þakkir fyrir að hafa gengið
frá samkomulagi við kröfuhafa
Glitnis um að eignarhaldið á
bankanum færist alfarið í hend-
ur ríkisins. Hún var hins vegar
furðuleg yfirlýsing Birnu einars-
dóttur, bankastjóra Íslandsbanka,
í kjölfar tíðindanna í liðinnu viku
þar sem hún lét hafa það eftir sér
í fjölmiðlum að þetta hefði engin
áhrif á söluferli bankans. Það
myndi halda áfram eins og ekkert
hefði í skorist.
Sú fullyrðing bankastjórans
stenst augljóslega ekki. Fyrir
liggur að eigandi bankans, slita-
bú Glitnis, hefur ákveðið að
hætta við söluferlið og þess í stað
framselja 95% hlutinn til ríkisins.
Af hálfu stjórnvalda, sem munu
skipa nýja stjórn yfir bankanum,
hefur engin ákvörðun verið tekin
um hvernig – eða hvenær – staðið
verður að sölu á hlutnum.
Leiðari
eggert Skúlason
eggert@dv.is